Morgunblaðið - 21.05.2010, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.05.2010, Blaðsíða 10
Nú þegar óðum styttist í frumsýn- ingu á mynd meistara Spielbergs um sjálfan Tinna, eina af helstu per- sónum heimsbókmenntasögunnar, er full ástæða til að kíkja inn á ofan- greinda vefsíðu um snillinginn og fræðast um allt sem honum við- kemur. Tryggir aðdáendur geta þarna rifjað upp gömul kynni og þeir sem ekki þekkja drenginn nú þegar geta gætt sér á texta og myndum um hinn belgíska Tinna, hundinn Tobba, drykkjurútinn Kolbein kaftein, leyni- löggurnar Skapta og Skafta, hinn ein- hverfa Vandráð og allar hinar frá- bæru persónurnar sem koma við sögu í ævintýrum Tinna. Á þessari vefsíðu eru að finna allar nýjustu fréttir af Tinna, blogg um hann, tölvuleiki með honum, hægt er versla í gegnum veraldarvefinn í Tinnabúð, fræðast um höfundinn Hergé og svo mætti lengi telja. Hinn drengjalegi og hjartahreini Tinni er ekki aðeins ofur- áhugasamur blaðamaður, hann er margslunginn eldhugi, hugrakkur með eindæmum, með ríka réttlætis- kennd en kannski fyrst og fremst eld- klár einkaspæjari sem flettir ofan af illmennum um víða veröld. Hann kemur í veg fyrir stórtjón og styrjald- ir, ofbeldi og yfirgang. Við Íslending- ar hefðum heldur betur þurft á einum Tinna að halda til að koma í veg fyrir hrunið, eða fletta ofan af ódæðis- mönnunum eftir á. Vefsíðan: www.tintin.com B́ófaskelfirinn barngóði Skemmtilegt Nemandi við litríkt stofuborð. Vorsýning Iðnskólans í Hafnarfirði opnar formlega í dag við skólaslit. Sýningin er árlegur viðburður þar sem tekin er saman vinna nemenda og verkefni sett upp. Meðal þess sem er á sýningunni í ár er snjóbræðslukerfi frá pípulagningadeild, draugabani frá rafmagnsdeild, sýn- ishorn af vinnu nemenda í byggingadeild við endurgerð gamallar kirkju í Krýsuvík. Hársnyrtideild sýnir nokkur dæmi um mismunandi hárgreiðslu. Útstillingardeild sýnir útstillingar í glerskápum. Stólamódel, formfræðilíkön, fuglahús og leirbollar eru dæmi um fjölbreytilega vinnu nema í hönnunardeild. Tækniteiknarar sýna lokaverkefni sín, auk þess sem fjöldi smíðisgripa úr málmi, tré og plasti verða á sýningunni. Sýningin verður opin frá og með morgundeginum til sunnudagsins 30. maí frá kl. 13 til 17 og er í húsnæði skól- ans að Flatahrauni 12 í Hafnarfirði. Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar nemendur voru að setja sýninguna upp í vikunni. Morgunblaðið/Eggert Hönnunardeild Nemandi við stólamódel sitt. Kassi Það er margt sniðugt á sýningunni að sjá. Grastaska Frumleg og grasgræn. Draugabani og fuglahús MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MAÍ 2010 10 Daglegt líf Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Mér finnst mjög gamanað skapa og gera. Éghafði samt aldrei hugs-að svo langt að ég gæti unnið við það. Síðan gerðist það eiginlega ósjálfrátt. Ég er lærður verkfræð- ingur og vann á verkfræðistofu, en í lok árs 2008 missti ég vinnuna og tók þá upp hannyrðirnar aftur,“ segir Silja sem tók brosandi á móti blaðamanni í verslun sinni í Garða- stræti 2. „Þegar ég var lítil saumaði ég og prjónaði mikið, gerði jólafötin á sjálfa mig og gjafir, og fannst það rosalega gaman. Þetta var mitt áhugamál þangað til ég fór að læra verkfræði, þá fór mestur tími í lær- dóm og ekki beint í skapandi um- hverfi. Þegar ég síðan gekk með son minn fyrir fjórum árum, tók ég prjónana upp aftur og fór að gera barnaföt og fleira. Þá áttaði ég mig á því hvað ég saknaði sköpunar- gleðinnar og hvað ég fæ mikið út úr því að skapa. Út frá því fór ég að sauma og prjóna ýmislegt fyrir vini og fjölskyldu og svo, eiginlega strax fyrsta daginn í atvinnuleysinu, fór ég bara á fullt. Ég var búin að vera að þróa eitthvað sem ég ætlaði að gefa í jólagjafir og allt í einu varð bara vitlaust að gera í þessu, alveg óvart,“ segir Silja um upphafið að SHE-fatalínunni. „Þetta vatt upp á sig, ég stofn- aði netsíðu og þetta spurðist út. Ég náði varla að anna eftirspurn.“ Silja byrjaði með starfsemina heima hjá sér á Vesturgötu og var með opið eftir samkomulagi fyrst um sinn en ákvað síðan að hafa fastan opnunartíma einu sinni í viku. „En á ákveðnum tímapunkti bauð íbúðin mín ekki upp á þessa starfsemi lengur. Ég var ekki með neitt aukaherbergi til að nýta undir þetta, heldur var t.d lagerinn inni í svefnherberginu, herbergi sonar míns var mátunarklefi og stofan og eldhúsið var undirlagt af flíkum og saumadóti, þetta var bara komið í matinn,“ segir Silja kankvís. Þar af leiðandi ákvað hún að grípa tæki- færið þegar rýmið á Garðastræti 2 losnaði og færa starfsemi sína þangað og vera þar með vinnuað- stöðu og litla verslun á sama stað, sem hún opnaði í mars síðast- liðnum. „Þetta bara kemur frá hjartanu“ Það var ekki á dagskránni hjá Silju Hrund Einarsdóttur að gera fatahönnun að atvinnu sinni. En nánast „óvart,“ eins og hún orðar það, fór hún að hanna og sauma föt sem hún selur nú undir nafninu SHE í verslun í Garðastræti. Morgunblaðið/Golli SHE Silja Hrund Einarsdóttir í eigin hönnun í búðinni sinni í Garðastræti. Annað kvöld, laugardags- kvöld, heldur plötusnúð- urinn Óli ofur uppi stuð- inu á Nasa við Austur- völl. Óli ofur er þekkt- astur fyrir að spila underground house og techno, en færri vita að hann hefur mikinn áhuga á diskói, og fær hann nú loks útrás fyrir þann áhuga. Það er kominn tími á að diskóið, ein vanmetnasta tónlistar- stefna heims, fái upp- reisn æru. Það mun hún einmitt gera á Nasa við aðstæður sem hæfa, í öflugum búmmboxum við tindrandi ljósasjó, og síð- ast en ekki síst verður hún spiluð af plötusnúð sem hefur hæfileikann til að spila hana. Gamanið byrjar kl. 23 og kostar 1000 kr. inn. Endilega... ...dansaðu diskó friskó Diskó Travolta í Saturday Night Fever.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.