Morgunblaðið - 21.05.2010, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 21.05.2010, Blaðsíða 25
Umræðan 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MAÍ 2010 Er ekki flestum orðið ljóst, jafnvel fjölmörgum úr hópi einörðustu Samfylk- ingarmanna, að rík- isstjórnin er vanhæf til verkefna sinna? Um það má svo vissulega deila hvort um megi kenna rangri hugmynda- fræði eða óheppilegu mannavali, nema auð- vitað hvort tveggja sé. Um síðustu kosningar, sem mörkuðu tíma- mótasigur félagshyggjunnar, voru loforðin háleit og snerust öll um mannúð, velferð, jöfnuð, siðbót og hinn dæmalaust marklausa frasa „skjaldborg um heimilin“. Svo leið og beið uns kynntar voru tímamótaaðgerðir í efnahags- aðgerðum fyrir heimilin, samþykki Alþingis um sértæka greiðsluað- lögun. Mannúðin, velferðin, jöfn- uðurinn, fyrirheitin um siðbót og skjaldborgin um heimilin öll tryggð á einu bretti! Eða hvað? Þann 11. apríl sl. fjallaði Frétta- stofa Stöðvar 2 um konu sem er 75% öryrki og í sértækri greiðslu- aðlögun. Kröfuhafi hennar er Sparisjóður Vestmannaeyja, sem stefndi ábyrgðarmönnum kon- unnar til að greiða þær skuldir sem þeir höfðu gengist í ábyrgð fyrir, þrátt fyrir að lögin um greiðsluaðlögun verji ábyrgð- armenn gegn þess háttar kröfum með skýrum lagabók- stöfum. Sparisjóðurinn vill meina að þessi greiðsluaðlögunarlög séu andstæð stjórn- arskrá og illu heilli vann hann málið fyrir héraðsdómi. Þetta prófmál er núna hjá Hæstarétti og á með- an ganga lánasjóðir á vegum félagshyggju- apparatsins á borð við LÍN sem og lífeyr- issjóðir og aðrir kröfu- hafar, miskunnarlaust fram í innheimtu á hendur fólki með þessi sértæku úrræði og jafn- vel meðan þeir bíða enn eftir sein- legri afgreiðslu. Þessi sigur spari- sjóðsins hefur hrundið af stað víðtæku fordæmi fyrir því að ábyrgðarmönnunum sé stefnt til greiðslu heildarskuldar fyrir hér- aðsdómi meðan ofangreint prófmál bíður úrskurðar Hæstaréttar. Gengur þetta í andstyggilegt ber- högg við öll félagshyggjuknúnu skjaldborgarfyrirheitin en ennþá verra er að lögtryggð vernd gegn þess háttar aðgerðum er svikin. Ef Sparisjóður Vestmannaeyja sigrar í ofangreindu máli hlýtur ríkið að vera skaðabótaskylt gagn- vart skjólstæðingum greiðsluaðlög- unar og ábyrgðarmönnum þeirra. Jafnframt hlýtur siðbótarkrafan sem ríkisstjórnin boðar að setja opinberum lánasjóðum hömlur á miskunnarleysi innheimtuaðgerð- anna sem dæmin hafa sýnt sig að eru í fullu fjöri. Hið eina fyllilega siðlega í stöðunni úr því sem kom- ið er væri hins vegar að Alþingi samþykkti nýmæli laga um að ábyrgðir skulda þeirra sem falla undir sértæka greiðsluaðlögun verði felld niður. Ríkisstjórnin ber ábyrgð á klúðrinu. Hvernig sem fer ber hún einnig ábyrgð á að fylgja nið- urstöðum Hæstaréttar eftir í sam- ræmi við fyrirheit sín. Það og meira til skuldar hún þeim fjöl- skyldum sem lifa í þeirri martröð að alger óvissa ríki um lögvernduð réttindi sín og þar með framtíð- arhorfur. Eftir Gunnar Kristin Þórðarson Gunnar Kristinn Þórðarson » Í lögleysu og and- styggð stefna kröfu- hafar skuldara í sér- tækri skuldaaðlögun ábyrgðarmönnum fyrir héraðsdóm. Höfundur er guðfræðimenntaður. Kröfuhafar stefna ábyrgðarmönnum skuldara í sértækri greiðsluaðlögun Nú þegar stutt er í sveitarstjórnarkosn- ingar reynir á hve menn eru dómharðir eða sanngjarnir í garð stjórnmálamanna og stjórnmálaflokka. Gagnrýni er nauðsyn- leg í stjórnmálum sem og í öðrum málum en hún þarf að vera sönn. Þroskaður ein- staklingur getur hrós- að færum stjórnmálamanni sama hvort hann er samherji eða and- stæðingur. Þó þykir Kolbrúnu Bergþórsdóttur sæmandi að skrifa í pistil sinn í Morgunblaðinu fimmtudaginn 13. maí: „… enda tíðkast ekki í pólitík að láta and- stæðinga njóta sannmælis.“ Það vita allir að Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík hefur ekki 70% fylgi en samt hefur Hanna Birna Kristjáns- dóttir það fylgi kjósenda í borginni sem borgarstjóri. Það dæmi sannar að það tíðkast í pólitík að andstæð- ingur njóti sannmælis. Gott er að Kolbrún dregur fram kosti Hönnu Birnu en hún gat al- veg gert það án þess að draga úr kostum formanns flokksins, Bjarna Benediktssonar. Í áðurnefndum pistli er ritað: „Sjálfstæðisflokk- urinn mun sennilega fá skell í borg- arstjórnarkosningunum í Reykja- vík. Almenningur telur að flokkurinn beri mikla ábyrgð á hruninu og ekki bætir úr skák að formaður flokksins er að mestu leyti laus við forystuhæfileika og nýtur takmarkaðs trausts, bæði innan og utan eigin flokks.“ Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Kolbrún reynir að klekkja á Bjarna í pistl- um sínum heldur virðist hún mark- visst vera að grafa undan honum. Því er ekki óeðlilegt að að manni læðist sá grunur að þetta sé pantað. Sjálfstæðisflokk- urinn tók á sig mikið fylgistap í kosning- unum sl. vor og þá kom áfellisdómur frá kjósendum sem flokk- urinn tók og tekur al- varlega og er mark- visst að vinna í því að ná aftur trausti kjós- enda. Undir forystu formannsins er sú vinna unnin af alvöru og heilindum. Flokkurinn hefur gengist við ábyrgð á hruninu án þess að viðurkenna að hann hafi þar komið einn að. Flokkurinn var nefnilega í ríkisstjórn ásamt Sam- fylkingunni. Stóð vaktina með Sam- fylkingunni. Að öllum líkindum verður lands- fundur Sjálfstæðisflokksins haldinn í júní nk. Þar munu sjálfstæð- ismenn kjósa sér forystu. Bjarni Benediktsson er eins og Hanna Birna Kristjánsdóttir góður og ábyrgur stjórnmálamaður og þjóðin þarf svo sannarlega á slíkum mann- eskjum að halda. Oft var þörf en nú er nauðsyn að sjálfstæðismenn um allt land láti ekki blekkjast af leigu- pennum og kjósi D-listann í sveit- arstjórnarkosningunum 29. maí 2010. Eftir Lilju Guðrúnu Hallgrímsdóttur Lilja Guðrún Hallgrímsdóttir » Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Kolbrún reynir að klekkja á Bjarna í pistlum sínum heldur virðist hún markvisst vera að grafa undan honum. Höfundur er djákni á eftirlaunum og stjórnarmaður í SES. Hvers leigupenni er Kolbrún? Guðríður Arnardóttir, sem fer fyr- ir Samfylkingunni í Kópavogi í krafti tvö hundruð atkvæða á upp- stillingarkaffi- húsafundi henn- ar, er komin með áætlun um það hvernig megi enn auka skuldir bæjar- sjóðs Kópavogs. Það á að slá milljarð í það minnsta til þess að kaupa óklár- aðar íbúðir af bönkunum og leigja þær út. Guðríði virðist ókunnugt um það að Húsnæðisnefnd Kópavogs tap- aði 391 milljón króna á árinu 2009 eftir að hafa fengið inn húsaleigu upp á 277 milljónir. Það er ekki hagkvæmara en þetta að reka hundruð félagslegra leiguíbúða í skuldum upp á fimm milljarða. Eftirspurn eftir félagslegum íbúð- um er auðvitað langt umfram getu bæjarfélagsins til kaupa á fleiri íbúðum og eru biðlistar langir. Húsnæðisnefndin kaupir íbúðir ár- lega af ýmsum aðilum á lægsta verði. Fjöldinn og skorturinn hef- ur ráðist alfarið af því hversu mik- ið fé Guðríður hefur látið hana hafa til ráðstöfunar ár hvert. Hús- næðisnefndin hefur verið rekin af mikilli hagsýni. Víða standa auðar og hálfgerðar íbúðir. Þær eru flestar í eigu bankanna vegna þrota byggjend- anna. Bankarnir græddu ekki nema fimmtíu milljarða á síðasta ári. Þeir hafa verið tregir til að lækka verðið á þessum íbúðum. Guðríður vill endilega rétta þeim fé úr tómum bæjarsjóði til að og breyta þessum íbúðum í félags- íbúðir. Guðríður telur sig best til þess fallna, vegna áðurnefnds fylgis síns, að verða bæjarstjóri Kópa- vogs. Það má geta þess að á fjórða þúsund Kópavogsbúa tóku þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi sem Guðríður sækir nú hart að fyrir að vilja göngubrú yfir Fossvoginn. Heldur hún því fram að sín brú muni skila hagnaði með- an hin þýði aðeins útgjöld. Ekki virðist hina hagsýnu húsmóður vera að finna í Samfylkingunni. Það væri mikil ógæfa ef Kópa- vogsbúar létu blekkjast af hinni geysivinsælu Guðríði Arnardóttur og Samfylkingunni í Kópavogi. Hún vill auka vandann sem fyrir er á kostnað skattgreiðenda í bæn- um. Varist vinstri slysin og kjósið Sjálfstæðisflokkinn í Kópavogi. Það er ekki heil brú í Guðríði. HALLDÓR JÓNSSON verkfræðingur. Er heil brú í Guðríði? Frá Halldóri Jónssyni Halldór Jónsson BRÉF TIL BLAÐSINS Stórfréttir í tölvupósti –– Meira fyrir lesendur PANTAÐU AUGLÝSINGAPLÁSS Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Þann 4. júní gefur Morgunblaðið út stórglæsilegt Garðablað. Garðablaðið verður með góðum upplýsingum um garðinn, pallinn, heita potta, sumarblómin, sumar- húsgögn og grill. Stílað verður inn á allt sem viðkemur því að hafa garðinn og nánasta umhverfið okkar sem fallegast í allt sumar. MEÐAL EFNIS: Skipulag garða. Garðblóm og plöntur. Sólpallar og verandir. Hellur og steina. Styttur og fleira í garðinn. Garðhúsgögn. Heitir pottar. Útiarnar Hitalampar. Útigrill. Ræktun. Góð ráð við garðvinnu. Ásamt fullt af spennandi efni. Gar ðab laði ð NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 31. maí. Garðablaðið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.