Morgunblaðið - 21.05.2010, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 21.05.2010, Blaðsíða 34
34 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MAÍ 2010 ✝ Össur Aðalsteins-son fæddist í Reykjavík 17. ágúst 1919. Hann lést á Landspítalanum Foss- vogi 13. maí 2010. Foreldrar hans voru hjónin Sigríður Páls- dóttir húsmóðir og Aðalsteinn Pálsson skipstjóri. Össur eign- aðist fimm systkini. Þau eru Páll, f. 1916, d. 1970, Sigríður Hall- dóra, f. 1921, d. 2003, Guðbjörg Gíslína, f. 1926, Ingibjörg Elín, f. 1927, d. 2009, Jónas Aðalsteinn, f. 1934. Hinn 23. júní 1945 giftist Össur Guðrúnu Pálsdóttur, f. 18. ágúst 1921, d. 18. febrúar 1999. Foreldrar hennar voru Jensína Jensdóttir hús- móðir og Páll Þórarinsson sjómaður. Össur og Guðrún ólu upp eina dótt- ur, Helgu Sigurgeirsdóttur, f. 26.12. 1956. Fyrri maður hennar var Sig- urleifur Kristjánsson flugumferðastjóri. Þeirra sonur er Krist- ján Orri, f. 1976. Sam- býlismaður Helgu er Tryggvi Eyfjörð Þor- steinsson trygg- ingaráðgjafi, f. 1950. Sonur þeirra er Heið- ar Örn, f. 1984. Össur var til sjós frá unga aldri en um tví- tugt lærði hann og starfaði við járnsmíði í Stálsmiðjunni. Eftir árin í Stálsmiðjunni fór hann til Olíuverslunar Íslands þar sem hann sinnti viðhaldi og upp- byggingu. Upp úr 1960 stofnaði hann verslunina Byggingavörur og rak hana til ársins 1999. Össur var meðlimur kiwanisklúbbsins Esju og var forseti hans 1974-1975. Útför Össurar fer fram frá Grens- áskirkju í dag, 21. maí 2010, og hefst athöfnin kl. 13. Mér er bæði ljúft og skylt að minn- ast með nokkrum orðum Össurar Að- alsteinssonar. Öðlingurinn sá var nefnilega fjölskylduvinur minnar fjöl- skyldu og lét ekkert tækifæri ónotað til þess að vera vinur í raun. Um- hyggja og góðvild voru hans höfuðein- kenni. Hann var giftur henni Guð- rúnu Pálsdóttur, frænku minni, og voru þau oftast nefnd í sömu andrá, Össi og Gunna. Þau voru samrýnd hjón og ást þeirra hvort til annars skein alltaf af þeim. Bernskuminning- ar leita á huga minn. „Mamma, það eru að koma gestir, Össi og Gunna“ og ég ljómaði allur. Össi var nefnilega alltaf til í að bregða á leik með hverj- um sem var, óháð aldri. Í minning- unni gáfu þau mér flottustu gjafirnar. Mér þótti hann alltaf eiga fallega bíla. Já, ég fór allur á flug þegar Össi og Gunna komu í heimsókn. Foreldrar mínir byggðu sér þak yf- ir höfuðið eins og títt var. Svo fór þó að millibilsástand skapaðist og okkur vantaði húsnæði í fjóra mánuði. Össi og Gunna buðu okkur strax afnot af íbúð, sem var í risi hússins sem þau þá bjuggu í og ekkert var sjálfsagðara. Þegar ég var um tvítugt og nýkominn með bílpróf, hringdi Össi í mig og spurði mig hvort mig langaði ekki að hafa bíl til afnota í einhvern tíma. Já, hann var nefnilega með Jagúar í pöss- un í einhvern tíma. Ég var ekki lengi að svara játandi og hvað maður fann mikið til sín þessa dagana. Já, hann Össi var bara að gleðja vin sinn. Eftir á, þá hef ég aldrei skilið þetta hug- rekki hans, að lána svona fínan bíl til unglings með nýlegt bílpróf. Foreldrar mínir keyptu Goðdal á Ströndum árið 1958, þá var undirrit- aður 14 ára. Óteljandi voru ferðirnar norður, bæði í vinnu og veiði og alltaf var Össur tilbúinn í alls konar greiða, efnisútvegun og bílalán. Hann Össur var nefnilega gull af manni. Því er mér bæði ljúft og skylt að minnast hans. Færi öllum aðstandendum hug- heilar samúðarkveðjur. Með bílhlassi af þakklæti vil ég þakka honum samfylgd og vináttu við mína fjölskyldu í mannsaldur. Valdimar Tómasson. Kveðja frá Kiwanisklúbbnum Esju Fyrir röskum 40 árum komu áræðnir og dugandi menn saman með það fyrir augum að stofna Kiwanis- klúbb. Ekki þarf að hafa um það mörg orð að áður en á löngu leið litu þessir brautryðjendur árangur starfs síns, Kiwanisklúbburinn Esja var stofnað- ur 28. maí 1970. Össur var einn þess- ara frumherja og víst er að áhugann vantaði ekki. Af lífi og sál tók hann þátt í undirbúningnum og af sama áhuganum í starfi klúbbsins meðan heilsan leyfði. Hann gegndi öllum embættum innan klúbbsins, þar á meðal var hann forseti hans. Sinnti hann þeim störfum af einlægni og dugnaði. Innan umdæmisstjórnar hreyfingarinnar gegndi hann starfi svæðisstjóra Þórssvæðis svo eitthvað sé nefnt. Ætíð var hann fús að leggja eftirkomendum sínum lið með góðum ráðum og hvatningu. Klúbburinn studdi um árabil Íþróttasamband fatlaðra, sérstaklega Íslandsmót þeirra. Þar komu kostir Össurar í ljós og áhugann skorti ekki og dreif hann félaga sína með sér. Til að mynda gaf hann ÍF bikar til minn- ingar um konu sína, Guðrúnu Páls- dóttur. Guðrúnarbikarinn hefur síðan verið afhentur árlega konu sem starf- að hefur sérlega vel í þágu fatlaðs íþróttafólks. Segir þetta meira en mörg orð um hug hans til þessara íþróttamanna. Lengi væri hægt að halda áfram upptalningu um störf Össurar í þágu klúbbsins og íþróttahreyfingar fatl- aðra, en staðar skal numið. Að honum gegnum er aðeins einn eftir af stofn- félögunum. Nú að leiðarlokum kveðj- um við Össur og munum minnast hans með söknuði, virðingu og þökk. Helgu, dóttur hans, og fjölskyld- unni allri færum við hugheilar sam- úðarkveðjur. Guðmundur Pétursson. Við félagar innan Kaupmanna- samtaka Íslands kveðjum nú traust- an og góðan félaga okkar, Össur Að- alsteinsson, en hann lést fimmtudaginn 13. maí sl., 90 ára að aldri. Össur var vinsæll kaupmaður, rak verslun við Ármúla 18 hér í borg í mörg ár undir nafninu Byggingavör- ur hf. Annars var Össur lærður plötusmiður, sem nam í Stálsmiðj- unni. Samhliða því stundaði hann sjó- mennsku í mörg ár. Kynni mín af Össuri voru aðallega í gegnum félagsstörf innan Kaup- mannasamtakanna, en honum voru falin margvísleg verkefni hjá Samtök- unum, sér í lagi tengd hans atvinnu- grein. Má þar nefna setu hans í stjórn Félags íslenskra byggingarefnakaup- manna. Össur var traustur maður og nákvæmur í öllu því sem hann tók að sér. Í því sambandi vil ég nota tæki- færið og þakka honum þau störf sem hann vann af mikilli trúmennsku fyrir okkur kaupmenn. Árið 1984 var Össur sæmdur gull- merki Kaupmannasamtakanna í þakklætisskyni fyrir hans störf. Árið 2001 stofnuðum við eldri kaupmenn félagsskap sem við köllum Kaup- mannaklúbbinn, en hann saman- stendur af félögum sem í flestum til- fellum eru hættir að vinna. Klúbbfélagar hittast einu sinni í mán- uði í húsakynnum Kaupmannasam- takanna og fá sér kaffisopa. Umræðu- efni fundarmanna er fært til bókar og kemur þar fram það sem spjallað hef- ur verið hverju sinni. Össur var einn af stofnendum og lét sig ekki vanta á meðan heilsan leyfði. Við félagar í Kaupmannaklúbbnum kveðjum góð- an vin og félaga og munum sakna hans við kaffiborðið. Össur var ekkju- maður, hann missti sína ágætu eig- inkonu fyrir nokkrum árum. Hún hét Guðrún Pálsdóttir, blessuð sé minn- ing hennar. Ég vil að lokum senda ástvinum Össurar Aðalsteinssonar hugheilar samúðarkveðjur. Hvíl í friði, kæri vin- ur. Gunnar Snorrason, fv. formaður Kaupmannasamtaka Íslands. Össur Aðalsteinsson ✝ Aðalsteinn Lo-renzo Magnús- son fæddist í Wal- ves Bay í Namibíu 18. september 2007. Hann lést á Landspítalanum 12. maí 2010. Foreldrar hans eru Magnús Jón Aðalsteinsson, f. 9. desember 1950, og Merilyn Gontes, f. 26. febrúar 1980. Foreldrar Magn- úsar voru Aðal- steinn Magnússon, f. 6. febrúar 1920, og Árný Bjarnardóttir, f. 28. janúar 1923. Foreldrar Meri- lyn eru Reinhardt Richter og Cristina Gontes. Stjúpfaðir Merilyn er Alfonso Lorenzo Stanley. Hálfsystir Aðalsteins er Árný Inga Magnúsdóttir, f. 3. október 1995. Fósturforeldrar Aðalsteins eru Árni Þór Arnórsson, f. 30. apríl 1971, og Arndís Berndsen, 22. febrúar 1977. Fóstursystir Aðal- steins er Aþena Ósk Árnadóttir, f. 1. apríl 1996. Útför Aðalsteins fer fram frá Landakotskirkju í dag, 21. maí 2010, og hefst athöfnin kl. 13. Elsku drengurinn okkar, hver hefði trúað því að þú færir frá okkur svona fjótt eins skyndilega og þú komst inn í líf okkar . Við horfðum dolfallin á þig þegar við sáum þig fyrst sitja í kerrunni þinni, þú brostir til okkar og vildir bara fá að spjalla og leika, þá vissum við í hjarta okkar að þú værir litli drengurinn okkar. Við erum óend- anlega þakklát fyrir allan þann tíma, þótt stuttur væri, sem þú varst hjá okkur og fyrir alla þá gleði og ham- ingju sem ríkti á heimilinu þegar þú komst til okkar. Þær minningar geymum við í hjarta okkar. Aðalsteinn, þú varst nú meiri grallarinn og lékst gjarnan þann leik að leggjast upp í rúm, svo áttum við að fara fram og koma inn og segja Hva ertu sofandi? Hvar er Aðal- steinn? Þá reis hann upp með bros á vör og sagði „nei bara að plata“. Bara að svo væri nú. Þú heillaðir alla í kringum þig með útgeislun þinni og brosi og það kom fljótt í ljós hver var prinsinn á heim- ilinu. Okkur öllum gastu vafið um fingur þér og látið okkur stjana við þig. Þú sendir ömmu Stellu seint um kvöld til þess að kaupa KFC. Þegar þú vaknaðir var það fyrsta sem þú sagðir sagðir mamma fara í strætó í dag, það var sko sama hvernig viðr- aði það átti að fara í strætó. Þér fannst fátt skemmtilegra en að horfa á pabba þinn elda matinn og hermdir eftir honum í einu og öllu. Sast í stólnum þínum með pottinn þinn og sleifina og hrærðir í og eld- aðir eins og pabbi. Að sitja með þér á gólfinu voru gefandi stundir. Þú með matarsettið þitt, pottinn, sleifina og bangsana þína í kringum þig og leyfðir okkur að smakka á öllu sem þú varst að gera, svo sagðir þú mamma er þetta gott? Meira salt? Mamma drekka kaffi, síðan settir þú í bollann og bauðst upp á kaffi. Að sjá ykkur Aþenu leika saman og fíflast, sama hvort það var að hoppa í rúminu, eða fara út í snjóinn, þá yljaði það okkur um hjartarætur og vissum við hversu heppin við er- um að eiga tvö yndisleg börn, Aþena svona stolt stóra systir sem vildi allt fyrir þig gera og naut þess að vera með þér en tíminn var bara allt of stuttur hjá ykkur og okkur saman. Þrátt fyrir erfið veikindi og mikla þrautagöngu áttir þú alltaf til bros, sama hversu illa þér leið þá gastu alltaf séð spaugilegu hliðarnar á mál- unum og flissaðir til okkar. Þrátt fyrir stutta samveru hefur þú kennt okkur að meta lífið betur. Sama hvort maður hefur fjóra daga, fjórar vikur, fjóra mánuði eða 40 ár, þá er tíminn aldrei nógur. Maður á að nýta þann tíma sem maður hefur og búa til minningar með fólkinu sínu, fjölskyldu og vinum því það eru einmitt þær sem hlýja manni á svona erfiðum stundum. Nú ertu farinn frá okkur og eftir sitjum við með stórt tómarúm í hjarta okkar og huga og fullt af minningum sem eiga eftir að ylja okkur um ókomna tíð. Þú ert engillinn okkar og hetja og við munum alltaf elska þig og alltaf verður þú litli drengurinn okkar. Þín er sárt saknað. Mamma Arndís og pabbi Árni. Það er hann, sem ég ann öllu mínu hjarta, við þurftum að lifa vonina bjarta. Ég sakna þeirra tíma sem við fengum saman Ég vona að þarna uppi sé gaman. Þú ert það sem gefur okkur bros á vör, þú söngst, þú dansaðir, þú hlóst En það kom að þeim tíma að þú fórst. Ég mun aldrei gleyma þér. Þú ert sá besti og fallegasti. Þú verður alltaf í hjarta mér. (Aþena Ósk Árnadóttir.) Guð veri með þér. Þín, Aþena Ósk Árnadóttir. Full af eftirvæntingu héldum við hjónin í heimsókn 12. janúar sl. á Barnaspítala Hringsins til að heim- sækja Aðalstein litla sem eldri sonur okkar og tengdadóttir tóku að sér í fóstur. Þarna blasti við okkur veik- burða drengur sem tók á móti okkur með sínu breiða fallega brosi og glettni í augum sem hreif okkur sam- stundis og tók hug okkar allan. Á stuttum tíma áttum við saman ynd- islegar stundir með fjölskyldunni og var hann jafna mikill gleðigjafi sem allir hrifust með. Eftir skamman bataferil tóku veikindin sig upp aftur og lagðist hann inn á Barnaspítala Hringsins og háði hetjulega baráttu við ólækn- andi sjúkdóm þar til yfir lauk. Árni Þór, Arndís og Aþena Ósk. Þið stóðuð ykkur afburða vel við hliðina á litla drengnum sem lengi verður í minnum haft. Guð blessi ykkur öll.Við komumst ekki nær hvert öðru en í brosinu. „Með því segjum við það sem ekki verður með orðum tjáð.“ (Georg Wulff.) Hvíldu í friði, elsku augasteinninn okkar, þú gafst okkur svo mikið. Við vottum Árna Þór, Arndísi, Aþenu Ósk, foreldrum og öðrum vandamönnum okkar dýpstu samúð. Amma Árný (Stella) og Helgi afi. Ég veit ekki hvernig ég á að kveðja þig, elsku Aðalsteinn minn. Þú komst svo skyndilega inn í líf okkar, þú varst svo hjartanlega vel- kominn. Og þú fórst svo skyndilega aftur. Ég man þegar við hittumst fyrst, þegar ég leit í fyrsta sinn stóru, brúnu augun þín og sá brosið sem alltaf var svo stutt í. Þú varst pínu feiminn við okkur Völund, en það var innan við ár á milli ykkar og áður en nokkur vissi af hlupuð þið um, með bolta eða hvað sem ykkur fannst spennandi og þið hlóguð svo undir tók. Þið urðuð vinir, skírðuð leik- fangakarla eftir hvor öðrum og þið lékuð ykkur saman. Við heimsóttum þig á spítalann og þrátt fyrir erfiða legu var alltaf stutt í brosið þitt. Þú hlóst þegar við fórum allir í lestar- leikinn og mér þótti alltaf svo vænt um að sjá þig brosa. Og nú ertu far- inn. Ég get ekki annað en þakkað þér fyrir þann tíma sem þú varst hjá okkur. Ég þakka þér fyrir að leyfa okkur að kynnast þér, ég þakka þér fyrir minningarnar sem ég mun geyma alla mína daga. Elsku Aðalsteinn. Hinsta kveðja mín er svo sár, en svo full af þakklæti fyrir að örlögin leyfðu mér að kynn- ast þér. Elsku Aðalsteinn. Takk fyrir allt. Tjörvi Berndsen. Aðalsteinn litli kom inn í líf okkar í fyrra og auðgaði það með glaðværð sinni og sakleysi, sannur sólargeisli. Hann byrjaði strax að kalla mig afa og ef einhver sími heyrðist hringja „Var það afi“ hjá honum. Það var oft gaman á meðan Aðalsteinn og Meri- lyn bjuggu hjá okkur í Lynghrauni 5 í Reykjahlíð og hefðum við alls ekki viljað fara á mis við að kynnast svona náið þessum yndislega dreng. Það var nú stundum notalegt að fá að kúra á milli þegar við vorum að passa hann. Okkur langar að kveðja litla kútinn „okkar“ með þessu ljóði. Mæðudagur, minn er harmur þungur, mér var þessi elsku kútur kær. Dapurlegt að deyja svona ungur, drottni hjá nú vist á himnum fær. Hjarta mitt með hjali sínu bræddi, hjá mér átti hæli sitt um stund. Ást til þessa unga vinar flæddi, alltaf man ég okkar fyrsta fund. „Afastrákur“ eini var um tíma Aðalsteinn og geislum snart mitt líf. Elsku vinur, allt of fljótt þín glíma endaði en upp til Guðs nú svíf. (Finnur Baldursson.) Við sendum öllum aðstandendum okkar dýpstu samúðarkveðjur og geymum minninguna um yndislegan dreng í hjörtum okkar. Finnur Baldursson og Loide Nangula. Til eru fræ, sem fengu þennan dóm: Að falla í jörð, en verða aldrei blóm. Eins eru skip, sem aldrei landi ná, og iðgræn lönd, er sökkva í djúpin blá, og von sem hefur vængi sína misst, og varir, sem að aldrei geta kysst, og elskendur, sem aldrei geta mæst og aldrei geta sumir draumar ræst. Til eru ljóð, sem lifna og deyja í senn, og lítil börn, sem aldrei verða menn. (Davíð Stefánsson) Elsku Arndís, Árni, Aþena Ósk og aðrir aðstandendur, við færum ykk- ur okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Megi góður Guð styrkja ykkur á þessum erfiðu tímum. Alfa, Emma, Eva, Guðrún, Gunnhildur, Hilda og fjölskyldur. Elsku besti Aðalsteinn, þú auðg- aðir líf fjölskyldunnar okkar og það var gaman að fá að kynnast þér þó svo að kynnin yrðu alltof stutt. Bros- ið þitt bræddi hvern sem það sá. Það var ótrúlegt að sjá framfarirnar hjá þér eftir að þú komst af spítalanum eftir áramót. Sönglandi kátur tókstu iðulega á móti okkur og það var gam- an að heyra ný og ný orð í hvert skipti sem við komum, svo varstu bókstaflega farinn að hlaupa um og ekkert smáánægður með þig, enda máttirðu vera það, dugnaðurinn var mikill. Það er óskandi að þú sért kominn á góðan stað þar sem þú getur hlaup- ið um og brætt þá sem eru með þér með brosinu þínu blíða. Ingibjörg, Viktor og börn. Aðalsteinn Lorenzo Magnússon HINSTA KVEÐJA Guð geymi þig, elsku Aðal- steinn. Hring eftir hring fer bangsi, um lófa litla á þér. Eitt hopp, tvö hopp! Gilli gilli gill. Baldur Már Helgason, Bergdís Geirsdóttir og Anna Birna Helgadóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.