Morgunblaðið - 21.05.2010, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 21.05.2010, Blaðsíða 19
árstíma og bændafólk er svolítið óánægt með að loka börnin inni í próflestri yfir hásauðburðinn.    Sveitarstjórnarkosningar eru á næsta leiti og virðist sem almenn- ur áhugi á þeim sé mun minni en oftast áður. Allir þeir sem bjóða sig fram hafa að sjálfsögðu góðan vilja en framkvæmdafé er alls staðar af skornum skammti svo ekki er hægt að lofa miklu upp í ermina. Fólk er upptekið af öðru og verður m.a. mikið hugsað til bændafólksins á Suðurlandi sem stríðir við mikla erfiðleika vegna öskugossins.    Kríur eru mikið á kreiki þessa dagana og birtust margar þeirra hinn 14. maí, sem af sumum hefur verið kallaður kríudagurinn. Koma þeirra hefur alltaf verið fagnaðar- efni og allir vona að nú takist þeim að koma upp ungum en það hefur ekki lukkast nægilega vel und- anfarin ár.    Egg margra fugla eru vinsæll matur á þessum árstíma og fólk fer m.a. til að finna sér gæsaregg í soð- ið. Það mun ekki hafa áhrif á stofn- inn því gæsirnar eru vel á sig komn- ar og verpa víða og mikið þessa dagana. Sex egg í hreiðri er algeng tala en aukin kornrækt í Þingeyj- arsýslu er ein ástæða þess að gæs- inni hefur fjölgað sem raun ber vitni.    Veðrið hefur verið kalt fram að þessu en bændur vona að það fari í hlýindi eftir hvítasunnu. Frostnæt- ur hafa verið margar í maí en stundum hefur verið fallegt glugga- veður. Þegar svo viðrar horfa kýrn- ar út í sólina og velta fyrir sér hve- nær þeim verði hleypt út. Það er tilhlökkunarefni á mörgum bæjum enda þá margir halar á lofti. Kríur á kreiki Morgunblaðið/Atli Vigfússon Annir Hermína F. Ingólfsdóttir í Lyngbrekku vinnur í sauðburðinuim. ÚR BÆJARLÍFINU Atli Vigfússon Þingeyjarsýsla Skólarnir eru að ljúka vetrar- starfinu og krakkarnir verða kátir þegar þeir geta einbeitt sér að vor- verkunum heima á bæjunum. Fólki finnst að sveitaskólar þyrftu að hafa svigrúm til þess að hætta fyrr á vor- in þegar nemendur eru búnir með þau verkefni sem þeim er ætlað að vinna. Það er mikil þörf fyrir litlar hendur á sveitabæjunum á þessum Fréttir 19INNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MAÍ 2010 Kjósendur geta nú kannað hvar þeir eru á kjör- skrá í sveit- arstjórnarkosn- ingunum 29. maí næstkomandi á kosningavef dómsmála- og mannréttinda- ráðuneytisins, www.kosning.is, og á vef Þjóðskrár, www.thjodskra.is. Með því að slá inn kennitölu kjós- anda kemur upp nafn hans, lög- heimili og sveitarfélag. Reykvík- ingar og íbúar nokkurra stærstu sveitarfélaganna fá einnig upplýs- ingar um kjörstaði og kjördeildir. Á kjörskrá eiga að vera allir íslenskir ríkisborgarar sem skráðir voru með lögheimili í ákveðnu sveitarfé- lagi samkvæmt íbúaskrá þjóðskrár 8. maí 2010 og fæddir eru 29. maí 1992 og fyrr. Hvar á að kjósa? Á morgun, laugardag, efna Græna netið, Landvernd, Fuglavernd og Náttúruvaktin til vettvangsferðar í Grunnafjörð í kjölfar vel heppn- aðrar ferðar þangað í fyrrahaust. Í ferðinni verður athugað ríkulegt fuglalíf og spáð í áhrif hugsanlegra vegaframkvæmda á þetta svæði, sem nýtur alþjóðlegrar verndar sem friðland fyrir fugla. Leiðsögumaður verður Einar Þorleifsson. Lagt verður af stað frá BSÍ kl. 10.00 og er áætlaður komutími til Reykjavíkur milli kl. 16 og 17. Þátt- tökugjald er 2.500 krónur. Skráning er á netfanginu sigrun.pals@simnet.is. Fuglaskoðunarferð í Grunnafjörð Jóhanna Sigurð- ardóttir forsætis- ráðherra er stödd í Dan- mörku þar sem hún tekur þátt í hnattvæðing- arþingi á vegum norrænu ráð- herranefnd- arinnar og reglu- legum fundi norrænu forsætisráð- herranna. Meginmarkmið hnattvæðing- arþingsins er tvíþætt. Annars vegar að skapa umræðu og vettvang hug- mynda um hvernig Norðurlöndin gætu orðið frumkvöðlar á sviði tækniþróunar og vistvænnar orku og hins vegar að ræða hugmyndina um orkusparandi samfélag og hvernig nýta megi orku sem best. Jóhanna ræðir hnattvæðingu Jóhanna Sigurðardóttir STUTT Meistarar í Samtökum iðnaðarins eru með Ábyrgðasjóð sem tryggir þér vel unnið verk. HVER ÁBYRGIST ÞINN MEISTARA? Það er trygging fyrir gæðum og réttum vinnubrögðum að skipta við meistara og fagmenn sem hafa tilskilin réttindi. Innan raða Samtaka iðnaðarins er starfandi Meistaradeild sem hefur á að skipa löggiltum fagmönnum til hvers kyns framkvæmda. Félag skrúðgarðyrkjumeistara www.meistari.is Málarameistarafélagið www.malarar.is Meistarafélag Suðurlands www.mfs.is Meistarafélag iðnaðarmanna í Hafnarfirði www.si.is/mih Meistarafélag byggingarmanna á Norðurlandi www.mbn.is Félag blikksmiðjueigenda www.blikksmidjur.is Kynntu þér málið á www.si.is Ert þú með skriflegan samning og tryggingu um fagleg vinnubrögð frá þínum meistara? Ekki búið að dæma Ekki er búið að dæma í héraðsdómi í máli sem varðar skattgreiðslu bóta konu vegna sjúkdómatryggingar. Í frétt í gær sagði að málið væri komið til Hæstaréttar. Hið rétta er að skattstjóri úrskurðaði að konan ætti að greiða tekjuskatt af bótunum og yfirskattanefnd staðfesti hann. Kært var til héraðsdóms sem tekur málið fyrir í júní. LEIÐRÉTT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.