Morgunblaðið - 21.05.2010, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 21.05.2010, Blaðsíða 11
Steinefnafarði gef- ur fallegan ljóma Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Nýjar förðunarvörur eru stöðugt að koma á markað. Svokallaður stein- efnafarði er vinsæll núna og eru flest snyrtivörumerki komin með hann í sínar raðir. En hvað er steinefna- farði? Blaðamaður fékk Margréti Jónasardóttur förðunarmeistara hjá Make Up Store til að svara því. „Steinefnaförðunarvörur eða mineral makeup eru ekkert nýtt af nálinni. Þær eiga, ef svo má segja, rætur sínar að rekja til fyrri alda, þegar menn notuðu ýmis jarðefni til að snyrta sig. Undanfarin ár hefur steinefna- farði komið sterkur inn á markað, sérstaklega síðustu þrjú ár. Fram- leiðsla á farðanum eins og við þekkj- um hann í dag hófst um miðjan átt- unda áratuginn, en náði ekki útbreiðslu fyrr en árið 1994,“ segir Margrét um sögu farðans. Úr náttúrulegum steinefnum „Fyrst um sinn var markhópur- inn konur sem þoldu illa hefðbundinn farða, voru með viðkvæma húð eða önnur húðvandamál. Nú í dag nær markaðurinn yfir mun stærri hóp. Farðinn varð fyrst vinsæll fyrir þá fallegu áferð sem hann gefur. Húðin verður lýtalaus og fall- egur ljómi kemur á hana. Stein- efnafarðinn er eini farðinn sem nota má á við- skiptavini eftir meðferðir á snyrtistofu, vegna græðandi, verndandi og sef- andi eiginleika hans. Það sem gerir steinefnafarðann svo einstakan eru innihaldsefnin, sem eru, eins og nafnið gefur til kynna, náttúruleg steinefni,“ segir Margrét. Spurð hverjir séu helstu kostir steinefnafarðans segir Margrét að þeir séu margir. „Hann er í fyrsta lagi mjög góður fyrir viðkvæma húð og góður til að hylja rósroða og bletti. Efnin í honum eru náttúruleg og hann virkar vel fyrir alla í hvaða loftslagi sem er og verndar fyrir sól- inni. Farðinn er léttur og nátt- úrulegur og lítur eðlilega út á húð- inni og stíflar ekki svitaholur, það er því óhætt að sofa með hann því húðin andar betur,“ segir Margrét að lok- um. Förðun Margét R. Jónasardóttir Lýtalaus Ætli Taylor Swift noti steinefnafarða? Reuters Daglegt líf 11 Margbreytileg Þetta er sama fjöl- breytta flíkin, hægt að nota sem kjól, topp, pils, slá, sjal, blússu og klút. Ekkert óþægilegt Silja býður upp á fjölbreyttan fatnað, allt frá leggingsbuxum, kjól- um og upp í ullarslár og kápur. „Ég byrjaði á því að hanna flíkur sem mér fannst mig hafa vantað, en ég er þannig gerð að ég á erfitt með að vera í óþægilegum fötum. Þó ég sé að fara fínt vil ég vera í þægilegu og hef ég það að markmiði í minni hönnun að allt sé þægilegt, það skiptir mig mestu máli. Flíkurnar eru fjölbreytilegar og á að vera hægt að nota bæði fínt og hvers- dags,“ segir Silja og fer ekki með neinar ýkjur. Fötin í versluninni eru úr þægilegum efnum og sniðin ættu að henta öllum konum. Silja vinnur að mestu ein í versluninni en bakatil er hún með saumaaðstöðuna sína. „Ég er síðan með saumakonu sem aðstoðar mig. Ég blanda mikið saman prjóni og hekli við saumaskapinn og er það svolítið einkenni mitt. Hingað til hef ég keypt mest af efnunum hér heima en ég hef einnig verið að hanna mín eigin munstur og hef lát- ið útbúa efni fyrir mig, en ég er síð- an á leiðinni erlendis í efnaleið- angur.“ Rómantísk og gamaldags Spurð hvaðan hún fær inn- blástur í hönnun sína verður Silja mjög hugsi og skellir svo upp úr. „Ég hef ekki mikið spáð í því, bara í sjálfa mig og minn smekk, ég er svolítið rómantísk og gamaldags. Ég get því miður ekki sagt íslensk náttúra eða fuglar,“ segir hún og hlær dátt. „Ég sæki lítið í ríkjandi tískustrauma þegar ég hanna og hef lítið spáð í innblæstrinum, þetta bara kemur frá hjartanu.“ Silja segist eiga orðið stóran fastakúnnahóp sem henni þykir orðið mjög vænt um, innan hans sé allur aldur og allskonar konur. Silja segir að hún gæti ekki hugsað sér að vera í öðru starfi en því sem hún er í núna. „Mér finnst þetta alveg ótrú- lega gaman. Það eina sem dregur stundum úr mér er þegar ég sé hönnunina mína kóperaða, ég tek það mjög nærri mér,“ segir Silja. Verslunin í Garðastræti er lítil og heimilisleg. Þar er hún með heitt á könnunni, barnahorn og kósý sófa sem nýtist vel fyrir fylgimenn. Silja segir viðskiptin ganga mjög vel og er hún þakklát fyrir það. Einnig er hún komin með vefverslun sem er í fullum gangi og sendir hvert á land sem er og líka til útlanda. „Ég reyni að hugsa ekki of mikið fram í tímann heldur nýt ég þess dag hvern að starfa við það sem mér þykir skemmtilegt. En enginn veit síðan hvað framtíðin ber í skauti sér,“ segir þessi brosmilda og hæfi- leikaríka, unga kona að lokum. Ljósmynd/Kristján Eldjárn Butterfly Laus og þægilegur kjóll með stórum fiðrildaermum með hekluð- um kanti. Fyrirsætan er Sigríður Þóra Ásgeirsdóttir. Ég byrjaði á því að hanna flíkur sem mér fannst mig hafa vantað en ég er þannig gerð að ég á erfitt með að vera í óþægilegum fötum. Silja er með vefsíðuna: www.madebySHE.is og þaðan er hægt að komast inn á bæði vefverslunina og Facebook-síðu SHE. Versl- unin Garðastræti 2 er opin á fimmtudögum og föstudögum frá kl. 12 til 18. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MAÍ 2010 Leiðrétting Í blaðinu í gær var sagt frá skemlauppboði sem fer fram í dag í Gylfaflöt, dagþjónustu fyrir fötluð ungmenni. Í fréttinni stóð að Gylfaflöt væri í Bæjarflöt 17 í Kópavogi en hið rétta er að hún er í Bæjarflöt 17 í Reykja- vík. Í dag milli kl. 15 til 17 er tíu ára afmælishátíð Gylfaflatar og kl. 16.15 fer fram uppboð á skemlum sem ungmennin hafa gert til fjáröflunar fyrir Gylfaflöt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.