Morgunblaðið - 06.10.2011, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.10.2011, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2011 SVIÐSLJÓS Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Öryggi gesta í Þríhnúkagíg verður í hávegum haft og heimsókn þang- að verður ekki áhættusöm, segir Björn Ólafsson, framkvæmdastjóri Þríhnúka ehf. sem vinnur að því að gera gíginn að ferðamannastað. Augljóst er að hrunið hefur úr veggjum gígsins en Björn segir óvíst hvenær það hrun hafi orðið, en líklegt að það hafi gerst strax við myndun gígsins. Hann hafi aldrei orðið var við hrun í gígnum í þeim fjölmörgu ferðum sem hann hefur farið ofan í gíginn á sl. 20 ár- um, né heyrt af því hjá öðrum leið- öngrum. Hugmynd Þríhnúka- manna er sú að gera um 300 metra jarðgöng frá aðkomuhúsi að gígn- um. Göngin myndi opnast í 50-65 metra hæð frá gígbotninum og þar gætu gestir gengið út á pall og virt fyrir sér hvelfinguna. Enn er verið að meta hvar best sé að staðsetja jarðgangaopið. Rannsóknir á jarðlögum sýna að á kafla, fljótlega eftir að göngin byrja, þarf að styrkja jarðgöngin með sprautusteypu. Nær gígnum er hins vegar farið í gegnum grá- grýti sem er gott berglag fyrir göng. Gert er ráð fyrir að jarð- göngin verði boruð með hefð- bundnum hætti, þ.e. borvagnar muni bora göt í bergið og síðan yrði sprengt, að sögn Björns. Ekki sé talið að borunin hafi nokkur áhrif á gíginn. Á lokametrunum yrði ekki sprengt heldur yrði síð- asta haftið borað og fleygað burt. Hugsanlega U-laga Björn segir að staðsetning palls- ins verði einnig valin með tilliti til þess að upplifunin gesta verði sem mögnuðust. Hugmyndir hafa verið uppi um að smíða hringstiga sem myndi liggja niður á botninn og þar gæti fólk gengið um en Björn segir að ekkert sé ákveðið í þeim efnum. Slíkt myndi vera áhrifa- ríkara en ýmis álitamál séu uppi varðandi öryggi og hönnun slíks stiga. Taka verði afstöðu til þess hvað raunhæft sé að bjóða upp á og hvort það samræmist hugmynd- um Þríhnúka um hófstillta nálgun. „Ég efast ekki um að það væri áhrifamesta upplifunin að síga nið- ur á botn í körfu en það varla raunhæf leið,“ segir hann. Ýmsar hugmyndir hafa einnig verið nefndar um pallinn sem mun skaga út í gíghvelfinguna. Ein er sú að pallurinn verði U-laga og verði að hluta til opinn í miðjunni. Einnig hefur verið rætt um að gera tvö jarðgöng þannig að þeir sem eru á leið inn í gíginn fari aðra leið en þeir sem eru á leið út. Ekki hefur verið ákveðið hvernig þetta verður útfært. Gatið yrði að skugga Björn leggur áherslu á að þó að gat verði gert í gíghvelfinguna verði það lítið og aðeins brotabrot af heildar veggjarfleti. Verði rekstri hætt sé einfalt mál að fjar- lægja pallinn. Þá muni gatið falla sem skuggi inn í vegginn. Ferðin í eldfjallið verður örugg  Bora síðustu metrana að gíghvelfingunni sérlega varlega Ljósmynd/Kristján Maack Hyldýpi Sigið ofan í Þríhnúkagíg. Um 120 metrar eru niður á botn. Þríhnúkagígur Uppdráttur VSÓ frá árinu 2009 *Ekki er víst að göngin verði Nákvæmlega á þessum stað Jarðgangaleið* Strompur Gígop Margar ferðir hafa verið farnar í Þríhnúkagíg og stund- um hefur legið við alvarlegum slysum. Það var einhvern tíma fyrir árið 1980 sem Pétur Ás- björnsson fór með námskeiðshóp frá Íslenska alpaklúbbn- um að Þríhnúkagíg með það í hyggju að síga með hópinn ofan í. Pétur segir að þá hafi ekki legið fyrir hversu djúp- ur hann var en talað hefði verið um 105 metra. Hann batt saman þrjár klifurlínur sem hver var á 40-45 metrar og festi tryggilega uppi áður en hann lagði af stað niður. Þegar Pétur kom niður sá hann að það vantaði 1 til 1,5 metra upp á að línan næði niður á hellisgólfið og hann ákvað að stökkva rest- ina. Hann hafði hins vegar ekki hugsað út í að klifurlínur eru teygjanlegar. „Og um leið og ég leysti mig úr línunni skaust hún upp,“ segir hann. „Og þú getur ímyndað þér hvað svona jólasveinn hugsaði þegar línan þaut upp.“ Pét- ur náði ekki til línunnar en hann hlóð í skyndingu litla vörðu og með því að stíga upp á hana tókst honum, rétt svo, að teygja sig í línuna. Féllu 5-10 metra þegar kápan á línunni slitnaði Haustið 1989, að því viðmælendur minnir, var Pétur í ferð með Hjálparsveit skáta í Reykjavík þegar annað og ekki síður hrollvekjandi atvik varð í gígnum, í þetta skipt- ið þegar verið var að klifra aftur upp. Línur sem þessar eru annars vegar úr kápu og hins vegar úr kjarna. Mesta hættan við að klifra upp úr gígnum er að línurnar skemm- ist við að nuddast utan í bergvegginn efst í hellinum, fyrst skemmist kápan en svo kjarninn. Á undan Pétri upp fór Anna María Lind Geirsdóttir. Bæði notuðu sérstök tól til að klifra upp línur, svokallaða júmmara, sem eru föst við línurnar. Þegar Anna María var komin 90-100 metra upp slitnaði kápan og við það rann hún niður eftir kjarnanum. Bæði Anna María og Pétur hröpuðu, líklega um 5-10 metra, áður en kápan krumpaðist undan þunga Önnu Maríu og fallið stöðvaðist. Pétur segist hafa talið að sín síðasta stund væri nú upp runnin. „Að segja að maður sjái lífið fyrir sér er tóm vitleysa. Það eina sem ég hugsaði var: Jæja, nú er þetta búið,“ segir hann. Önnu Maríu brá ekki síð- ur. „Við sáum ekki neitt, maður sá bara þar sem höfuðljósið lýsti og ég sá bara gulu hanskana mína. Ég reyndi að grípa línuna með höndunum en það virkaði auðvitað ekki neitt.“ Fallið hafi virst endalaust. Aftur lagði Anna af stað upp og nú þurfti hún að klifra á berum línukjarnanum sem var ekki beinlínis traustvekjandi. Skaust 10-15 metra beint upp í loftið Árið 1991 var Einar Stefánsson, sem vinnur nú að því ásamt fleirum að opna gíginn fyrir almenning, í rannsókn- arferð í gígnum. Hann klifraði síðan upp línuna en jafn- framt var hún dregin upp á handknúnu spili. Einhvern veginn hafði línan skorðast á bak við stein og var því föst. Þeir sem voru á spilinu vissu það ekki og skildu ekkert í því hvers vegna svo erfitt væri að draga línuna inn. Á meðan teygðist á línunni en línur sem þessar geta teygst um 40-50%, að sögn Einars. Loks var hlaupið til niðri og línan losuð. Við það skaust Einar 10-15 metra beinustu leið upp í loftið og húrraði svo aftur niður sömu vegalengd. Þar dúaði hann í smá stund. „Það var svo mikið myrkur að ég vissi ekkert hvort ég væri á leið upp eða niður.“ Einar bendir á að með því að opna gíginn fyrir almenning dragi úr hætt- unni sem myndast í hvert skipti sem sigið er þar ofan í. Einn á gígbotninum og náði ekki í línuna  Legið við slysum í Þríhnúkagíg Umsögn Orkuveitu Reykjavíkur um tillögu að matsáætlun fyrir fram- kvæmdir við Þríhnúkagíg er nei- kvæð. OR telur að framkvæmdin og starfsemin sem henni fylgir muni fela í sér óviðunandi hættu á meng- un grunnvatns og vatnsbóla höfuð- borgarsvæðisins. Þríhnúkagígur er á svæði sem er skilgreint sem fjarverndarsvæði A. Áhyggur OR lúta ekki síst að auk- inni umferð um Bláfjallaveg. Í um- sögn sinni segir að auk þess sem áhættan sé „algerlega óviðunandi“ geti miklar framkvæmdir á svæðinu haft slæm áhrif á ímynd fyrir öruggt neysluvatn. Hólmfríður Sigurðardóttir, um- hverfisstjóri OR, segir að í umsögn- inni felist ábendingar sem fram- kvæmdaraðili muni vinna úr. Fyrirhugaðar framkvæmdir við Þríhnúkagíg eru ekki eina starfsem- in á svæðinu sem OR hefur áhyggj- ur af. Hólmfríður bendir á að OR hafi margoft lýst yfir áhyggjum af starfsemi á skíðasvæðinu í Bláfjöll- um. Væri sú starfsemi ekki á staðn- um og óskað yrði eftir leyfi til að hefja hana myndi OR ekki taka vel í þá hugmynd og myndi líta svo á að hún væri óviðunandi. Í umsögn OR er lýst yfir áhyggj- um af samlegðaráhrifum skíðasvæð- anna, Þríhnúkagígs og hugsanlega fleiri rekstraraðila sem myndu vilja selja ferðamönnum þjónustu. Björn Ólafsson, framkvæmda- stjóri Þríhnúka ehf., seir að svo megi standa að framkvæmdum við Þríhnúka að vatnsbólum stafi ekki hætta af. Hann minnir á að umsögn OR byggi á tillögu að matsáætlun. Eftir sé að gera ýmsar rannsóknir og leggja fram meiri gögn áður en eiginlegt umhverfismat fer fram. Eftir sé að greina möguleg um- hverfisáhrif, hvaða mótvægisað- gerðir séu mögulegar o.s.frv. Eðli- legt sé að ljúka þessu ferli áður en menn dragi ályktanir um áhrif á umhverfið. Björn bendir einnig á niðurstöður áhættumats vegna vatnsverndar á Bláfjallasvæðinu sem verkfræðistof- an Mannvit vann fyrir Samtök sveit- arfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Þar hafi verið komist að þeirri niður- stöðu að umferð um svæðið gæti tí- faldast, án þess að það hefði áhrif á vatnsvernd höfuðborgarsvæðisins. Áhyggjur af mengun  OR telur áhættuna algerlega óviðunandi  Þríhnúkamenn segja hægt að koma í veg fyrir mengun  Matsvinnan eftir Vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins Kortagrunnur: Loftmyndir ehf. Þríhnúkagígur Vatnsvernd, fjarsvæði A Vatnsvernd, Fjarsvæði B Brunnsvæði Grannsvæði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.