Morgunblaðið - 06.10.2011, Side 40

Morgunblaðið - 06.10.2011, Side 40
FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 279. DAGUR ÁRSINS 2011 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Hlegið að Íslendingum 2. Planar síðasta prakkarastrikið 3. Skjálftar undir Mýrdalsjökli 4. Spænski drengurinn látinn »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Allar skáldsögur Kristínar Marju Baldursdóttur hafa verið endurprent- aðar í kilju í Þýskalandi í tilefni af bókasýningunni í Frankfurt. Nýjasta skáldsaga hennar, Karlsvagninn, hef- ur einnig verið gefin út innbundin. Morgunblaðið/Einar Falur Skáldsögur Kristínar gefnar út á þýsku  Fjórðu tónleikar tónleikarað- arinnar gogoyoko Wireless verða haldnir í kvöld kl. 22 á Hvítu perl- unni í Austur- stræti. Að þessu sinni leikur hljóm- sveitin Agent Fresco órafmagnað ásamt strengja- sveit og aukahljóðfæraleikurum. Tón- listarveitan gogoyoko stendur að tónleikaröðinni. Agent Fresco með strengjasveit  Sagafilm og dreifingarfyrirtækið Shine International hafa samið við sjónvarpsstöðina TV2 í Noregi um endurgerð sjónvarpsþáttanna Næt- urvaktarinnar. Fram- leiðslufyrirtækið Monster sér um endurgerðina. Þá hefur dreifing- arfyrirtækið Nor- dic World tekið að sér að dreifa þátt- um fram- Næturvaktin endurgerð í Noregi Á föstudag Hæg breytileg átt og skúrir vestanlands, en norð- vestanátt og lítilsháttar él við norðausturströndina. Þykknar upp syðra. Hvessir með rigningu suðvestantil um nóttina. Hiti 1-6 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustan 2-20 m/s, hvassast austantil. Rigning eða slydda nyrðra, en þurrt að kalla syðra. Dregur smám saman úr vindi. Hiti yfirleitt 0-8 stig, kaldast í innsveitum nyrðra. VEÐUR Kolbeinn Sigþórsson, fram- herji Ajax og íslenska lands- liðsins í knattspyrnu, varð fyrir miklu áfalli í gær en þá kom í ljós að hann er ökkla- brotinn og verður frá keppni næstu 3-4 mánuðina. „Það var mikið áfall þegar ég fékk fréttirnar frá lækn- unum,“ sagði Kolbeinn við Morgunblaðið í gærkvöldi en hann hefur farið frábær- lega af stað með hollensku meisturunum. »1 Mikið áfall segir Kolbeinn „Þeir eru langbesta liðið í riðlinum en þar með er ekki sagt að við getum ekki veitt þeim keppni. Við unnum þá síðast þegar við mættum þeim á Englandi og von- andi verðum við í jafnmiklu stuði nú og við vor- um í þeim leik,“ segir Eyjólfur Sverr- isson, þjálfari U21 árs landsliðsins í knatt- spyrnu, um enska lands- liðið sem Ís- land mætir á Laugardalsvelli í kvöld. »4 Vonandi verðum við í jafnmiklu stuði nú Fram og FH fögnuðu sigrum þegar þriðja umferð N1-deildar karla í handknattleik hófst í gærkvöld. Framarar lögðu Akureyringa og hafa þar með unnið alla þrjá leiki sína í deildinni. Íslandsmeistarar FH-inga unnu sinn annan leik í röð en þeir höfðu betur á móti bikarmeisturum Vals á heimavelli sínum í Kapla- krika. »2-3 Framarar með fullt hús og FH lagði Val að velli ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Gestir Eyvindarstofu geta gætt sér á útilegumannamat og lifað sig inn í líf Fjalla-Eyvindar og Höllu. Eyvindarstofa verður opn- uð á Blönduósi næstkomandi laugardag. Eigendur veitingastaðarins Pottsins á Blönduósi eru að inn- rétta Eyvindarstofu á efri hæð hússins. Stofan verður rekin í tengslum við veislusal. Útbúa Eyvindarhelli „Þetta kom upphaflega til af því að ég rak ferðaþjónustu á Hveravöllum en þar voru heim- kynni Eyvindar og Höllu um tíma. Við vorum að vinna að hug- mynd um uppbyggingu gesta- stofu þar með aðkomu ríkisins. Það gekk hægt, og raunar er enn ekkert farið að gerast, svo ég ákvað að líta mér nær,“ segir Björn Þór Kristjánsson sem rek- ur veitingastaðinn Pottinn með konu sinni, Söndru Kaubriene. Ekki er full lofthæð í hluta rýmisins og því kom upp hug- myndin að nýta það pláss fyrir Eyvindarhelli. Reynt er að ná upp stemningu hálendisins og hveranna. Sögunni um Fjalla- Eyvind er miðlað með myndefni og textum. Sérstök upplifun Matur er borinn fram á diskum og skálum sem gerð eru í stíl handverks Eyvindar, að vísu ekki úr tágum heldur leir, en Fjalla- Eyvindur var rómaður fyrir hag- leik sinn. Matseðillinn er líka óvenju- legur og tekur mið af sömu hugs- un. Aðalrétturinn er léttsaltaður lambaskanki. Hrár silungur er settur út í súpuna. Eftirrétturinn er rúgbrauðskaka með rjómaís og rabarbaragraut. Allt eru þetta þjóðlegir réttir sem Eyvindur og Halla gætu hafa lifað á í heim- kynnum sínum á hálendinu. Sil- ung hafa þau sótt í vötnin og soð- ið brauð í hverum. Að vísu eru lömbin keypt af bændum en ekki tekin ófrjálsri hendi úr sum- arhögum. Þá tekur veitingamað- urinn fram að annar matur sé í boði fyrir þá sem ekki vilja úti- legumannafæði. „Við viljum geta sinnt hópum sem nú fara í gegnum Blönduós, veitt þeim sérstaka upplifun. Einnig getum við nýtt aðstöðuna fyrir fundi og boðið hana fyrir hvataferðir,“ segir Björn Þór um markmiðið með framtakinu. Boðið upp á útilegumannafæði  Eyvindarstofa opnuð á Blönduósi um helgina Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Eyvindarstofa Björn Þór Kristjánsson og Sandra Kaubriene hafa lagt sig fram um að ná upp hálendis- og útilegu- mannastemmningu í Eyvindarstofu og tengdum veislusal á efri hæð Pottsins á Blönduósi. „Þetta er eins og vertíð. Maður dregur saman seglin þegar vertíðin er búin,“ segir Björn Þór Krist- jánsson veitingamaður. Auk Pottsins og Eyvindarstofu rekur hann kaffihúsið Við árbakkann, félagsheimilið á Blönduósi og sumarhótel í Húnavallaskóla. Áður rak hann ferðaþjónustuna á Hveravöll- um í nokkur ár. Björn Þór var lengi skipstjóri, mest á rækjutogurum á fjarlægum miðum, og neitar því ekki að sú reynsla nýtist sér. Hann er með talsvert á þriðja tug starfsmanna á sumrin, heldur fleiri en voru á togurunum, en minna er að gera á vetrum og þá eru um tíu starfsmenn. „Þetta er fjölbreytt og skemmtilegt starf. Maður hittir margt fólk og það eru engir tveir dagar eins,“ segir Björn. Eins og að vera á vertíð SKIPSTJÓRI Í FJÖLÞÆTTUM VEITINGAREKSTRI Frá Hveravöllum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.