Morgunblaðið - 06.10.2011, Page 31

Morgunblaðið - 06.10.2011, Page 31
DAGBÓK 31 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2011 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand SKOR- DÝRAEITUR AAAAHHH.. FURU- ILMUR LYKTAR- EYÐIR KALLI, VEISTU AF HVERJU ÞAÐ VERÐUR ALDREI NEITT ÚR ÞÉR? ÉG VISSI EKKI AÐ ÞAÐ VÆRI NÚ ÞEGAR KOMIÐ Á HREINT AÐ ÞAÐ YÐRI EKKERT ÚR MÉR JÚ AUÐVITAÐ, ÞAÐ VITA ÞAÐ ALLIR AF HVERJU FÆ ÉG ALLTAF AÐ VITA ALLT SÍÐASTUR? ÚFF! ÞESSI KULDI HÆGIR SVO SANNARLEGA Á OKKUR ÉG TEK UNDIR ÞAÐ, VIÐ ERUM BÚNIR AÐ VERA FASTIR HÉRNA Í VIKU ÉG HELD AÐ KRAKKARNIR HAFI HAFT MJÖG GAMAN AF ÞVÍ AÐ KOMA FRAM Í ÞESSUM RAUNVERULEIKAÞÆTTI ÞRÁTT FYRIR AÐ ÞAU HAFI EKKI UNNIÐ KEPPNINA ÞÁ VORU ÁHORF-ENDURNIR MJÖG HRIFNIR AF ÞEIM OG ÉG HELD AÐ ÞAÐ HAFI GERT MIKIÐ FYRIR SJÁLFSTRAUSTIÐ JÁ... POTTÞÉTT ERUÐ ÞIÐ BÚIN AÐ FINNA UMBOÐS- MANN FYRIR OKKUR? HVAR ER HANN? HVAR ER ÞESSI PADDA!? TÓKSTU BÚNINGINN MEÐ? ER ÞAÐ Í LAGI? Í LAGI? ÞAÐ ER ALVEG FRÁBÆRT! ÉG SKAL SKIPTA VIÐ ÞIG Á MYNDAVÉLINNI ÞETTA ER JÓI VINUR MINN. HANN ER MEÐLIMUR Í ÁHUGAMANNA- LEIKHÓPI EN FRÁBÆRT, ERU ÞIÐ AÐ SÝNA EITTHVAÐ SKEMMTILEGT Á NÆSTUNNI? SÝNA? NEI, VIÐ KUNNUM EKKERT AÐ LEIKA ÞAU HAFA BARA MJÖG MIKINN ÁHUGA Fasteignaspeki Nú tala spekingar miklir víða í þjóð- félaginu og í fjöl- miðlum um að nauð- synlegt sé að hækka fasteignaverð, það sé í raun krafa fjárfest- anna. Þannig er að sjálfsögu mál með vexti að því fer fjarri að það sé rétt. Hið rétta er að verð á fast- eignum á auðvitað að byggjast á vitrænum sjónarmiðum. Allir aðilar málsins, allt frá fasteignasölum og arkitektum til byggingaverka- mannsins, eiga að vera raunhæfir í sinni kröfu um gjald fyrir sitt fram- lag. Fjölskyldur og einstaklingar ásamt atvinnulífinu eða fyrirtækjum þurfa að sjálfsögðu sitt húsnæði en ekki er mikill búmannsbragur að því að slá lán í banka eða öðrum lána- stofnunum út á falskt fasteignaverð hvort heldur við rekstur fyrirtækis eða heimilis eins og oft hefur tíðkast þá með þeim hætti að fasteignamat (byggingaverð) hefur verið ofreikn- að, sem hefur valdið því að bruna- bótamatsverð hefur hækkað. Bygg- ingaraðilar, verktakar og byggingarfyriræki þurfa líka að vera sanngjörn með sitt gjald fyrir byggingar, þá ekki hvað síst vegna tilkomumikillar bygg- ingatækni við hús- byggingar. En mennt er máttur eins og sagt er. Það má samt ekki gleyma því að hið op- inbera, þ.e. fólkið, hef- ur jafnan borið hitann og þungann af mennt- un, t.d. byggingaver- fræðinga, arkitekta, fasteignasala, lögfræð- inga og hagfræðinga, jafnvel kennaranna sjálfra. Þannig að menn mega ekki van- meta þann þátt að þeir hafa jafnan menntast á kostnað fólksins ef svo má segja. Það má ekki selja tækni of dýru verði, menn verða að sjá hluti í réttu samhengi. Heiðarlegir menn hugsa nú kannski ekki beint um arð- semiskröfu hvað varðar húsnæði fyrir sitt heimili eða fyrirtæki ef menn stunda atvinnustarfsemi held- ur notagildi, svo kemur hagnaður fyrirækisins. Kristján Snæfells Kjartansson skipstjóri. Ást er… … þessi sérstaka tilfinning. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Vinnustofa kl. 9, gönguhópur kl. 10.30, myndlist/ prjónakaffi kl. 13. Bókmkl. kl. 13.15, spænska kl. 16.30, jóga kl. 18, hekl kl. 20. Bingó fellur niður 7. okt. vegna starfsdags starfsfólks. Árskógar 4 | Handavinna, smíði/ útskurður kl. 9. Botsía kl. 9.30. Helgi- stund kl. 10.30. Myndlist kl 13.30. Boðinn | Handavinna/jóga kl. 9. Vatnsleikfimi kl. 9.15. Ganga kl. 11, bingó kl. 13.30, hefst 8. september, og verður annan hvern fimmtudag. Bólstaðarhlíð 43 | Myndlist, bók- band, leikfimi. Skartgripagerð og handavinna. Dalbraut 27 | Handavinnustofa kl. 8. Digraneskirkja | Leikfimi ÍAK kl. 11. Félag eldri borgara í Kópavogi | Skvettuball í Gullsmára 8. okt. kl. 20. Hljómsveitin Prima. Veitingar á góðu verði. Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids kl. 13. Félagsheimilið Gjábakki | Ramma- vefnaður kl. 9.05, leikfimi kl. 9.15, málm- og silfursmíði kl. 9.30, bókband kl. 13 og myndlistarhópur kl. 16.10. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Qi gong kl. 8.10, handav./karla- leikfimi kl. 13, botsía kl. 14, kóræfing kl. 16. Félagsstarf eldri bæjarbúa Seltjarn- arnesi | Vatnsleikfimi kl. 7.15. Gler Mýrarhúsaskóla kl. 9. Kaffispjall í krók kl. 10.30. Karlakaffi í safnaðarheimili kl. 14. Félagsvist Skólabraut kl. 14. Félagsstarf Gerðubergi | Helgistund kl. 10.30. Félag heyrnarlausra kl. 11. Frá hádegi búta/perlusaumur og myndlist. Á morgun kl. 13 hefst bók- band. Breiðholtsdagar 18.-25. nóv. fjöl- breytt dagskrá í hverfinu, ábendingar óskast. Hraunbær 105 | Handav. kl. 9. Leik- fimi kl. 9.15, botsía kl. 10.30, postulín kl. 13, félagsvist kl. 13.30. Hraunsel | Qi gong kl. 10, dýnuæf- ingar Bjarkarhúsi kl. 11.20, glerskurður kl. 13, pílukast og félagsvist kl. 13.30, vatnsleikfimi kl. 14.40. Hvassaleiti 56-58 | Botsía kl. 10. Hannyrðir kl. 13. Félagsvist kl. 13.30, kaffisala. Hæðargarður 31 | Við Hringborðið/ dagblöðin/kaffitár kl. 8.50. Stef- ánsganga kl. 9. Morgunandakt hálfs- mánaðarlega kl. 9.30. Leikfimi kl. 10. Þegar amma var ung kl. 10.50. Söng- hópur Hjördísar Geirs kl. 13.30. Línu- dans Ingu kl. 15. Íþróttafélagið Glóð | Ringó kl. 17. Línudans hópur III kl. 18. hópur IV (byrjendur) kl. 19 í Kópavogsskóla. Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun kl. 9.30 er sundleikfimi og Listasmiðjan kl. 13.30. Norðurbrún 1 | Botsía kl. 10. Handa- vinna kl. 9/13. Leirlistarnámskeið kl. 9/13. Útskurður kl. 9. Vesturgata 7 | Handavinna/ glerskurður kl. 9.15, leikfimi kl. 10.30. Kertaskreytingar/kóræfing kl. 13, kaffi- veitingar kl. 14.30. Þriðjudaginn 11. okt. kl. 10.55-12 leiðbeina nem. úr 10. bekk Vesturbæjarskóla í tölvufærni, ókeypis. Skráning/upplýsingar í s. 535-2740. Helgi Seljan sendir kveðju til Vísnahornsins: „Eftir útvarps- umræður: Undanvillingar voru þau lömb sem villtust frá mæðrum sín- um, þó ekki viljandi. Ég nota það orð um þá er viljandi yfirgáfu það fólk sem kaus þá. Orðanna flóð af flestu bar, flóði þó yfir barma. Undanvillingar allir þar ákaft fengu að jarma. Töluvert hefur verið rætt og skrafað um gjá milli þings og þjóð- ar. Friðrik Steingrímsson orti: Eflum bjartsýn okkar trú, út á djúpið leggjum, yfir gjána byggjum brú úr brotnum hænueggjum. Kristbjörg F. Steingrímsdóttir bætti við: Þegar sett er þing á ný þörf er fyllstu varúðar, gæta skyldi grannt að því hvort gjálífi er stundað þar. Vésteinn Valgarðsson sá í frétt- um „að heimskunnur bandarískur ofurhugi hefði svifið vængjum þöndum í gegn um gat í fjalli í Kína (nokkurs konar Dyrhólaey) fyrstur manna, og mun afrek það verða í minnum haft ef fréttamaðurinn var sannspár, en menn leggja jú mikið á sig til að gleymast ekki á end- anum. Jæja: Grimmir dómar gleymskunnar glepja menn og brýna, svífa hetjur heimskunnar um holótt fjöll í Kína.“ Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af gjá og ofurhuga

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.