Morgunblaðið - 06.10.2011, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.10.2011, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2011 Ég var samtíma Baddý á Sól- heimum á árunum 1983-1991 þegar við báðar bjuggum þar, en hún bjó þar mun lengur en ég. Baddý var fremur varkár í samskiptum en við náðum að tengjast og mynda traust okkar á milli. Mér er minnisstæð mánaðar- löng ferð okkar til Spánar í hópi frá Sólheimum. Baddý naut sín í þessari ferð og var sú eina sem þorði í sjóinn! Hún hló og lék sér í öldunum. Einnig man ég sérstaklega eftir þegar hún kvað upp raust sína á fundi og bað um að ákveðnu atriði væri sinnt sem truflaði hana í dag- legu lífi. Það var auðsótt mál. Um árabil unnum við saman á vefstofunni þar sem hún var Bjarney Erla Sigurðardóttir ✝ Bjarney ErlaSigurðardóttir (Baddý) fæddist í Reykjavík 30. sept- ember 1957. Hún andaðist á heimili sínu, Malarási 4, hinn 23. september 2011. Útför Bjarneyjar Erlu fór fram frá Árbæjarkirkju í Reykjavík þriðju- daginn 4. október 2011. afar vandvirk, glettin og sam- viskusöm. Undir hljóðu yf- irbragði bjó huguð, tilfinningarík og stolt kona. Ég hitti Baddý síðast í Reykjavík fyrir nokkrum ár- um. Það urðu fagn- aðarfundir, hlýtt bros, vangi að vanga. Ég varðveiti minninguna um Baddý í hjarta mínu frá dögum okkar á Sólheimum. Ég varð- veiti einnig teikningar sem hún gerði hjá mér í skólanum, sjálfs- myndir sem segja meira en mörg orð. Það er mér heiður að hafa átt vináttu Bjarneyjar Erlu Sigurð- ardóttur. Góðu foreldrar, Guðrún og Sigurður, ég sendi ykkur alúðar kveðjur og samúð yfir missi dóttur ykkar. Gunnhildur Sigurjónsdóttir. Örfá kveðjuorð til vinkonu minnar Bjarneyjar Erlu Sigurð- ardóttur. Ég var svo lánsöm að kynnast henni og eiga með henni samleið um árabil. Baddý var fremur seintekin en þeim mun hugljúfari og áhugaverðari við nána kynningu. Hógværð, sjálfsvirðing og sterk réttlæt- iskennd voru þeir þættir sem helst voru einkennandi í fari hennar. Hún var reiðubúin að rétta hlut þeirra sem hún taldi hallað á og varði eigin mann- helgi af einurð ef svo bar við. Hún var frábær félagi hjálp- söm, skemmtileg og bjó yfir sér- stakri glettni. Það fór þó ekki á milli mála að hennar bestu fé- lagar og ástvinir voru foreldrar hennar, sem hún mat öðrum fremur og naut best að vera samvistum við, hvort heldur var heima eða á ferðalögum. Þeir sem þekkja til vita einnig að Baddý var sólargeislinn í lífi þeirra og þeirra er missirinn sárastur. Ég sendi þeim ásamt öllum vinum Baddýjar í Stuðla- seli 2 mínar dýpstu samúðar- kveðjur. Helga Birna Gunnarsdóttir. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Baddý bjó frá fæðingu í fjöl- skylduhúsi á Marargötu 1. Þar bjuggu foreldrar hennar Guð- rún og Sigurður frændi minn á miðhæðinni, afi og amma, Bjarney og Sigurjón, uppi og Sigdís afasystir í kjallaranum. Við vorum á svipuðum aldri og þangað kom ég reglulega að heimsækja Sigdísi eða Siggu frænku eins og hún var kölluð og var ömmusystir mín. Í þess- um heimsóknum hittumst við Baddý frænka mín og lékum okkur saman. Við höfðum gam- an af að hlaupa eftir renningn- um á ganginum uppi hjá Bjarn- eyju og Sigurjóni eða spila svartapétur við Siggu eða dunda eitthvað niðri hjá henni. Skemmtilegast var þó þegar Baddý spilaði á orgelið hennar ömmu sinnar og við sungum með Siggu frænku sem hafði gaman af því hvað við kunnum af textum og stolt yfir því hvað Baddý var flink að spila. Hún var svo músíkölsk og spilaði allt eftir eyranu. Á öllum hæðum var okkur gert eitthvað til góða og ég minnist sérstaklega þegar við fengum fyllta brjóstsykurinn hjá Bjarneyju og eitthvað var okkur gert til góða á öllum hæð- um. Baddý var umvafin ást og umhyggju lítil stelpa á Marar- götunni og var augasteinn allra. Við hittumst minna eftir að hún fór að Sólheimum í Grímsnesi en þó oft í fríum. Ég hafði ekki hitt hana í fjöldamörg ár þegar ég kom að Sólheimum og við báðar orðnar fullorðnar. Hún þekkti mig strax og eftir þetta hittumst við stöku sinnum. Seinna var ég svo heppin að geta endurnýjað kynnin við Baddý þegar ég fór að hitta hana ásamt mömmu hennar og Halldóri fósturpabba á Borgar- bókasafninu í Árbæ þar sem ég starfa. Þangað kom hún síðast núna þremur vikum áður en hún dó. Þá færði hún mér tvær myndir af sér aðra þar sem hún er í upphlutnum hennar Bjarn- eyjar ömmu sinnar á Marargöt- unni þar sem burkninn stóri er í baksýn í fallegu stofunni. Baddý hefur verið svo heppin að fá tækifæri til að ferðast um allan heim með mömmu sinni og fósturföður og hafði yndi af því að punta sig og taka þátt í sam- kvæmislífinu á ferðalögum. Hún naut þess líka að synda bæði í sundlaugum og sjó og lét smá kælingu ekki aftra sér. Þau fóru líka iðulega með henni í bústað- inn í Grímsnesinu, hjólhýsaferð- ir og fyrir nokkrum árum hitti ég þau öll í Esjugöngu. Sam- band þeirra var einstakalega hlýtt og gamansamt og hún naut þess að vera í löngum frí- um á fallega heimilinu í Mal- arásnum. Eftir að Baddý veikt- ist hafa þau hugsað um hana dag og nótt og sinnt því verk- efni af einstakri alúð. Ekki er hægt að hugsa sér betri að- hlynningu og umhyggju en hún hefur fengið að njóta hjá þeim. Söknuður þeirra og missir er mikill. Um leið og ég vil þakka fyrir að hafa fengið að kynnast Baddý frænku votta ég fjöl- skyldu hennar og ástvinum inni- lega samúð. Guð geymi hana Baddý frænku mína. Jónína Óskarsdóttir Elsku Baddý, ég fékk þann heiður að verða stjúpsystir þín þegar pabbi þinn og mamma mín giftu sig. Þegar við hitt- umst síðast varstu svo hress og svo indæl eins og alltaf. Það sem mér finnst standa upp úr síðustu árin sem við gerðum saman var stúdentsveislan mín í fyrra, þar sem við skemmtum okkur konunglega og ég á svo skemmtilegar myndir frá því sem ég mun passa vel upp á. Það voru ófá skiptin þar sem við vorum með mömmu inni á baði að gera okkur sætar, auðvitað var litun og plokkun föst rútína hjá okkur. Takk fyrir samfylgdina á liðnum árum. Soffía Sóley Þráinsdóttir. Elsku Baddý okkar, mikið eigum við eftir að sakna sam- verustundanna með þér. Það var oft kátt á hjalla hjá okkur þegar við vorum að stússast í eldhúsinu eða þegar við fórum í búðaráp og keyptum okkur eitt- hvað til að punta okkur, þú varst svolítil punturófa. Oft fórum við í Kolaportið að skoða öll djásnin þar, það fannst þér skemmtilegt og fengum við okkur oftast eitthvað gott í gogginn. Við minnumst líka hvað þú spilaðir fallega á hljóm- borðið jólasálma, en þú hafðir lært á orgel hjá ömmu, nöfnu þinni. Oft greipstu í prjónana hjá mér og prjónaðir stanslaust án þess að þurfa að horfa, lík- lega hefur þú fengið þessa æf- ingu á Sólheimum. Þú varst allt- af glöð, kát og góð, ekki síst þegar þú hittir smáfólkið, það fannst þér sérstaklega skemmti- legt. Við viljum þakka þér fyrir allar góðu samverustundirnar. Pabbi og Alda. Kær vinkona okkar hún Bjarney Erla Sigurðardóttir, eða Baddý eins og hún var ávallt kölluð kvaddi hinn 23. september síðastliðinn. Hún Baddý var alveg sérstaklega ljúf og yndisleg kona. Hún var sannur vinur vina sinna og varði þá af mikilli einurð ef henni fannst þurfa. Baddý spilaði listavel á orgel og var með ein- staklega næmt tóneyra. Ef hún kunni ekki eitthvert lag var nóg að humma það fyrir hana og þá gat hún spilað það. Við áttum margar góðar stundir við org- elið í Stuðlaselinu þar sem Baddý spilaði og við hin sung- um. Baddý var mikill húmoristi og ekki þurfti mikið til að hún sæi spaugilegu hliðarnar á hlut- unum, það er gott að muna hlát- urinn hennar Baddýjar því hann hlýjaði manni svo mikið. Baddý átti alveg sérstakt samband við foreldra sína sem einkenndist af mikilli ástúð og náinni vináttu. Hún kaus að verja flestum sínum frístundum með þeim og ferðuðust þau saman um allt landið og út um allan heim. Í dánarheim vitja ég þín dapur í kvöld, í draumi þig litið ég hef. Við gröfina sit ég, þó golan sé köld, og grátandi flyt ég þér stef. Og þegar að veturinn víkur á braut og vorfuglar kveða sín ljóð, og blómin sig vefja um brekkur og laut, ég bý um þig, elskan mín góð. (K.N.) Elsku besta Baddý okkar. Við kveðjum þig með miklum trega og söknuði í hjarta. Fyrir hönd allra í Stuðlaseli 2, Oddrún. Gullsmárinn Spilað var á 14 borðum í Gull- smára mánudaginn 3. október. Úr- slit í N/S: Pétur Antonsson – Örn Einarsson 300 Sæmundur Björnsson – Jens Karlss. 298 Katarínus Jónsson – Oddur Jónsson 293 Ernst Backman – Hermann Guðmss. 292 A/V Þorsteinn Laufdal – Páll Ólason 342 Gunnar Hansson – Guðm. Magnúss. 325 Sigurður Njálsson – Pétur Jónsson 316 Díana Kristjánsd. – Ari Þórðarson 292 Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ás- garði Stangarhyl 4 mánud. 3. okt. Spilað var á 11 borðum. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S. Auðunn Helgason – Siguróli Jóhannss. 251 Björn Péturss. – Valdimar Ásmundss. 228 Haukur Leósson – Ólafur B. Theodórs 226 Friðrik Jónsson – Tómas Sigurjónss. 221 Árangur A-V. Björn Svavarss. – Jóhannes Guðmannss. 275 Bergur Ingimundars. – Magnús Jónss. 268 Albert Þorsteinsson – Bragi Björnsson 267 Rúnar Sveinsson – Þröstur Sveinsson 241 Hraðsveitakeppni hjá Brids- félagi Reykjavíkur Tuttugu sveitir mættu til leiks í hraðsveitakeppni BR þetta árið. Að lokinni fyrstu umferð af þremur er staðan þessi. Chile 91 stig Ástarlía 61 stig Ísland 48 stig Í sveit Chile spila Stefán Jóhanns- son, Kjartan Ásmundsson, Ómar Ol- geirsson og Ragnar Magnússon Næst verður raðað upp á nýtt í riðlum, þar sem 10 efstu sveitirnar spila innbyrðis. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is 176 5050 10324 17221 23229 31307 35662 40509 48338 55355 61762 68689 254 5134 10474 17474 23311 31415 35705 41765 48526 55500 62066 69613 288 5191 10546 17671 23465 31484 35763 41938 48778 55507 62106 69670 310 5211 10647 17713 23666 31486 35890 42160 49005 55585 62246 69820 402 5260 10771 18032 24258 31554 36108 42203 49330 55669 62596 69920 408 5279 10811 18071 24379 31710 36185 42710 49355 55852 62791 69943 468 5283 11037 18144 24960 31769 36572 42760 49373 55962 63254 70671 554 5384 11073 18885 25020 31897 36865 42767 49428 56305 63524 70780 707 5449 11296 19038 25264 31919 37017 43548 49534 56424 63558 71647 741 5639 11446 19101 25311 32036 37042 43610 49603 56468 63773 71782 1032 5844 11634 19268 25418 32096 37065 43876 49953 56803 64013 72196 1274 5989 11695 19662 26162 32403 37141 43962 50181 56855 64255 72397 1352 6547 11742 19673 26205 32425 37247 44095 50634 57246 64657 72637 1929 6685 11788 19731 26235 32629 37312 44179 50639 57593 65043 72694 2299 6857 11855 19732 26361 32654 37369 44430 50750 57892 65124 72981 2433 6897 11894 20009 26458 32975 37533 44790 50817 58205 65653 72986 2591 6908 12018 20016 27287 33048 37564 44851 51053 58250 65654 73666 2644 7130 12255 20077 27423 33244 37641 44879 51139 58611 65678 73795 3053 7182 12337 20423 28045 33279 38024 44892 51640 58796 65899 73814 3090 7383 12555 20715 28260 33324 38033 45277 52231 58953 66046 73960 3142 7798 12772 20862 28308 34029 38093 45603 52236 59056 66060 73991 3231 8003 13281 21169 28593 34083 38129 45961 52310 59085 66101 74000 3330 8843 13497 21456 28810 34150 38305 46012 52376 59150 66146 74128 3440 8861 13844 21931 28930 34199 38390 46205 52385 59546 66185 74181 3493 8987 13889 21943 29065 34440 38464 46207 52617 59737 66389 74241 3609 9035 13909 22312 29238 34542 38510 46685 53465 60704 66902 74967 3666 9270 15103 22580 29976 34657 39169 46758 53607 60752 67334 Kr. 25.000 3781 9607 15365 22664 30217 34918 39388 46778 54243 60869 67346 4151 9686 15538 22701 30559 35240 39493 47393 54265 61039 67656 4522 9740 15602 22811 30616 35346 39629 47429 54543 61113 67770 4605 9742 16068 22910 30620 35375 39872 47599 54778 61322 67811 4644 10003 16151 23084 30716 35427 40019 47688 54791 61637 68080 4734 10219 16482 23087 31017 35567 40069 47753 54801 61639 68440 4933 10299 16488 23147 31121 35601 40188 48326 55056 61671 68463 Vinningaskrá 10. FLOKKUR 2011 ÚTDRÁTTUR 5. OKTÓBER 2011 Kr. 3.000.000 Aukavinningar kr. 100.000 27860 27862 Kr. 100.000 3573 8005 8171 19654 31633 42261 46825 52413 54955 59111 Kr. 20.000.- 28 27861 Vöruúttekt í: BYKO, ELKO, Húsgagnahöllinni og Intersport á miða með endatöluna: Kr. 15.000 122 6724 14027 17908 24462 30759 36837 43845 50942 56494 62402 67786 123 6779 14037 18038 24515 30968 36993 43886 51033 56949 62403 68204 149 6942 14047 18057 24620 31071 37051 44137 51165 56952 62636 68216 167 6961 14153 18418 24640 31191 37058 44332 51186 56957 62686 68256 343 7031 14155 18454 24661 31402 37133 44397 51425 57001 62780 68332 359 7038 14347 18565 25160 31404 37157 44545 51537 57201 62890 68512 398 7111 14395 18576 25219 31451 37285 44564 51699 57330 63024 69047 650 7148 14486 18667 25294 31454 37483 44572 51777 57470 63078 69147 892 7172 14607 19025 25374 31577 37597 44635 52024 57541 63158 69318 1171 7190 14626 19125 25448 31589 37957 44901 52070 57621 63259 69337 1254 7438 14662 19141 25817 31676 38189 44924 52098 57865 63321 69401 1425 7483 14814 19176 25855 31779 38273 44950 52223 57986 63484 69402 1437 7704 14874 19391 26024 31790 38456 45446 52262 58004 63661 69666 1540 7756 14992 19394 26049 31802 38480 45660 52340 58101 63725 69751 1550 7926 15024 19513 26169 31831 38509 45773 52426 58160 63758 69775 1690 8139 15028 19566 26179 31832 38613 45775 52439 58374 63846 70173 1837 8246 15043 19755 26191 31859 38626 45900 52599 58430 63999 70688 2167 8281 15059 19834 26211 31882 38639 45941 52639 58437 64007 70698 2290 8297 15060 19840 26298 31908 38651 46011 52697 58465 64011 70729 2366 8509 15068 20142 26311 32169 38668 46273 52721 58473 64024 70867 2400 8596 15093 20186 26344 32183 38705 46441 52890 58514 64050 70974 2509 8659 15097 20216 26365 32283 39118 46465 53139 58530 64082 70988 2542 8671 15100 20296 26396 32478 39580 46563 53187 58638 64229 71113 2563 8734 15138 20341 26591 32615 39648 46816 53282 58646 64357 71122 2573 8755 15180 20415 26608 32997 39836 46866 53286 58656 64502 71240 2920 8794 15312 20603 26650 33097 39979 46980 53401 58694 64562 71266 2989 8964 15380 20622 26936 33198 39991 46999 53434 58811 64795 71282 3257 9002 15432 20807 26995 33307 40062 47048 53441 58870 64812 71317 3292 9094 15457 20818 27015 33351 40123 47052 53472 58901 64873 71413 3402 9185 15469 20882 27354 33455 40453 47120 53480 58992 64903 71553 3483 9227 15517 20896 27605 33468 40792 47128 53583 59004 64939 71668 3695 9268 15570 20975 27677 33478 40831 47216 53948 59040 64961 71859 3707 9472 15771 21049 27752 33614 40858 47235 54005 59042 64978 71861 3814 9527 15935 21076 27764 33665 41377 47250 54077 59113 65052 71958 3887 9551 15961 21352 27850 33669 41431 47328 54221 59175 65205 72303 4011 9658 16037 21706 28000 33721 41477 47330 54268 59396 65213 72370 4030 9729 16229 21867 28064 33801 41504 47451 54461 59447 65228 72496 4085 9765 16296 21875 28112 33812 41557 47925 54505 59513 65280 72625 4098 10155 16301 21880 28120 34002 41662 47992 54577 59754 65377 72740 4139 10231 16436 21881 28131 34040 41818 48174 54645 59896 65647 72809 4181 10302 16456 21958 28226 34136 41876 48226 54799 59906 65676 72848 4298 10553 16473 22112 28476 34344 42052 48235 54866 59919 66148 72946 4304 10587 16501 22125 28504 34468 42089 48269 54889 60299 66200 72951 4431 10673 16519 22168 28716 34625 42117 48373 54982 60364 66450 72954 4578 10690 16581 22202 28806 34690 42235 48537 55022 60449 66466 73020 4637 10879 16616 22350 28845 34766 42298 48577 55034 60453 66620 73150 4710 11137 16769 22558 28937 34877 42475 48949 55156 60632 66726 73256 4872 11379 16793 22561 29141 35085 42500 49203 55329 60733 66736 73392 4944 11452 16806 22579 29300 35095 42538 49243 55341 60881 66781 73422 4972 11505 16859 22772 29307 35124 42589 49261 55437 60975 66787 73731 5030 11547 16875 22787 29314 35189 42625 49278 55439 61015 66813 73873 5203 11622 16959 22790 29377 35309 42705 49352 55471 61038 66884 74092 5244 11730 16963 23018 29452 35371 42808 49376 55474 61080 66911 74107 5649 11867 17016 23036 29705 35396 42845 49388 55490 61084 67014 74257 5660 11918 17044 23232 29712 35667 42852 49663 55516 61097 67116 74285 5846 11934 17109 23249 29850 35700 43286 49858 55625 61098 67213 74293 5850 12153 17143 23420 29898 35713 43311 49910 55701 61131 67233 74424 5923 12352 17156 23542 30015 35716 43453 49958 55715 61402 67263 74438 5981 12676 17310 23631 30017 35901 43503 50013 55834 61490 67317 74559 6178 12849 17363 23636 30110 35918 43541 50114 55930 61501 67358 74744 6288 12868 17396 23712 30122 35954 43545 50339 56015 61656 67426 74812 6292 12940 17431 23781 30192 36077 43558 50342 56195 61953 67437 74880 6344 12986 17489 23908 30359 36515 43655 50427 56253 61954 67532 74939 6406 13485 17494 23933 30400 36532 43683 50732 56254 62000 67567 6553 13681 17523 23996 30437 36599 43761 50764 56285 62038 67651 6557 13820 17568 24129 30692 36702 43815 50843 56318 62177 67691 6611 13952 17887 24295 30709 36783 43837 50868 56487 62278 67706 Afgreiðsla vinninga hefst þann 20. október 2011 Birt án ábyrgðar um prentvillur Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, "Senda inn minningargrein", valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.