Morgunblaðið - 06.10.2011, Page 35

Morgunblaðið - 06.10.2011, Page 35
MENNING 35 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2011 Tónlistarmaðurinn Glen Campbell hef- ur verið lengi að, hálf öld er frá því hann hóf upp raust sína. Nú er komið að leiðarlokum því hann hefur lýst því yfir að Ghost on the Canvas sé kveðjuskífan, enda hefur hann greinst með elliglöp. Þó að byrjunin á Ghost on the Canvas sé lágstemmd, bara kassa- gítar og einlæg rödd er Campbell ekkert að breyta um stíl svona að skilnaði; strax í næsta lagi birtast fleiri hljóðfæri, syngjandi kántrígít- arar og sykraðir strengir. Vindur svo fram út plötuna – víst er hann að kveðja, en hann gerir það á sama hátt og hann hefur skemmt aðdá- endum sínum í gegnum árin. Það er helst í textunum sem Campbell velt- ir fyrir sér óminninu sem bíður hans, en það er svo sem ekki nýlunda held- ur að hann syngi um dauðans óvissu tíma og breyskleika sinn, slíkt og þvílíkt hefur hann gert að segja út ferilinn og er líka til siðs í þeirri tón- listarhefð sem hann er sprottinn úr. Glen Campbell – Ghost on the Canvas bbbnn Glen Camp- bell kveður Árni Matthíasson bbbbn Það telst til stór- tíðinda þegar DJ Shadow gefur út. Frá því Entroduc- ing..... kom út árið 1996 hefur hann verið einn allra áhrifamesti hip-hop tón og taktsmiður samtímans. Plat- an sú var alfarið gerð með notkun sampla og þykir mikið brautryðj- endaverk. Á nýju plötunni The Less You Know, the Better er að finna helstu höfundareinkenni skuggans: bráðsmitandi takta í bland við flottar lagasmíðar og blöndun ólíkra stíla. Hörðu rappi er skeytt saman við so- ul-ballöður og rokk í þyngri kant- inum. Sem fyrr mynda þessir ólíku blæbrigði flotta heild sem ekki alls ekki er gefið að gangi upp. Þó platan sé líklega ekki það besta sem DJ Shadow hefur gert er hún samt sem áður mun betri en The Outsider sem kom út fyrir fimm árum síðan og sýnir að hann á nóg eftir. Líklega yrðu margir ánægðir ef daðrinu við rokkið færi að ljúka og það er deg- inum ljósara að tónlistin yrði stíl- hreinni fyrir vikið. Birtir til hjá skugganum DJ Shadow - The Less You Know, the Better Hallur Már Will Oldham, sem hljóðritar oftlega undir nafninu Bonnie ’Prince’ Billy, varð Ís- landsvinur mikill eftir vel heppn- aðar hljómleikaheimsóknir hingað um og upp úr 2000. Stutt var þá síðan þrekvirkin I See a Darkness (1999) og Ease Down the Road (2001) höfðu komið út og jafnframt stutt í það þriðja, Master and Everyone (2003). Okkar maður eignaðist harðsnúinn hóp aðdáenda hérlendis um þetta leyti og varð jafnframt aðdáandi okkar um leið, átti eftir að vinna með hérlendu fólki og fór svo að Valgeir Sigurðs- son (Gróðurhúsið/bedroom comm- unity) stýrði upptökum á plötu hans frá 2006, The Letting Go. Ein Íslandstengingin til fylgir þessari nýjustu plötu prinsins, temmilega langsótt þó, en plötuna vann hann náið með Shahzad Is- maily sem vann og náið með Ólöfu Arnalds að Innundir skinni. Altént, Bonnie Prince Billy nafn- ið var í upphafi notað er Oldham hallaði sér í kántríáttir en það hef- ur ekki endilega verið reyndin á fjöldamörgum plötum hans undir þeim hatti síðasta áratuginn. Wolfroy Goes to Town snertir þó nokkuð á þeim flötum, minnir dá- lítið á hina afslöppuðu (á köflum aðeins of afslöppuðu) plötu Beware (2009) en einnig á meistarastykkið hljóðláta Master and Everyone. Platan er eiginlega eins og af- kvæmi þessara tveggja platna, hún er ekki eins ofurlágvær og Mast- er... en að sama skapi er meira bit í henni en á Beware. Platan ber þá með sér sterka heild, ekkert lag er öðru ofar og hún rúllar örugglega áfram. Vert er þá að geta söng- konunnar Angel Olsen sem ljær nokkrum lögum undurblíða en um leið sérkennilega rödd. Oldham er auðheyranlega við tónlistarlega hestaheilsu og er það vel, enda hefur þessi hæfileikamaður mikið að gefa þegar hann er vel „tengd- ur“. Myrkraprinsinn mjúki Bonnie ’Prince’ Billy - Wolfroy Goes to Town bbbbn Arnar Eggert Thoroddsen Galdrakarl Will Oldham er listamaður fram í kynlega fingurgóma. Erlendar plötur Oktoberfest var sett í fyrradag á Kex hosteli við Skúlagötu og var það sendiherra Þýskalands á Íslandi, Hermann Sausen sem dældi fyrsta bjórnum í krús og færði Ásgeiri Sig- urvinssyni, fyrrum knattspyrnu- manni. Októberfest stendur til 9. október með tilheyrandi ölkneifun. Eigendur Kex pöntuðu sérstaklega fyrir hátíðina glás af lítrabjórkrús- um sem merktar eru staðnum og verður á hátíðinni boðið upp á þýsk- an mat á borð við svínaskanka, salt- kringlur og pylsur, mat sem minnir á Oktoberfest. Þá verður þjón- ustufólk staðarins klætt bæverskum klæðum, leðurstuttbuxum og kjólum sem nefnast Dirndl. Morgunblaðið/Sigurgeir S. Öl Ásgeir Sigurvinsson með ölkrúsina og sendiherrann sér við hlið. Ásgeir fékk fyrstu krúsina Nýstofnuð hljómsveit stígur á stokk í kvöld á Café Rósenberg kl. 20.30. Sveitin nefnist Blágresi og er skipuð Tinnu Marínu, Daníel Auðunssyni og Leifi Björnssyni. Plata er svo væntanleg í haust. En föruneytið er stærra, því textahöfundur sveitarinnar er skáldið og rithöfundurinn Einar Már Guðmundsson og verður hann með upplestur á milli laga. Þá stígur Bjartmar Guðlaugsson á stokk, tekur lagið og segir sögur. „Þau flytja tónlistina og ég tala úr verkum mínum, flyt sögur og ljóð,“ sagði Einar Már er hóp- urinn kom saman á Hressó í gær. „Svo er Bjartmar líka með inn- slög, við víxlum þessu öllu og þetta er blandað á staðnum, eins og malbikið í gamla daga hjá Sverri.“ „Við vinnum úr þeim mögu- leikum sem eru fyrir hendi,“ bætti Bjartmar við. „Augnablikið leiðir okkur í gegn- um dagskrána, oftast þannig að hvorki við né áhorfendur rönkum við okkur fyrr en tveir tímar eru liðnir,“ heldur Einar Már áfram. Fyrsta skífa Blágresis er vænt- anleg í haust, Hvað ef himinninn brotnar. pebl@mbl.is Morgunblaðið/Sigurgeir S. Blágresi Hljómsveitin á Hressó í gær með Einari Má og Bjartmari. Hrært í tónlist, ljóðum og sögum LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar ABDUCTION Sýnd kl. 8 - 10:15 RAUÐHETTA 2 3D ÍSL TAL Sýnd kl. 6 JOHNNY ENGLISH REBORN Sýnd kl. 6 - 8 - 10:15 COLOMBIANA Sýnd kl. 8 - 10:15 STRUMPARNIR 3D ÍSL TAL Sýnd kl. 6 HANN HLÆR FRAMAN Í HÆTTUNA HÖRKU SPENNUMYND FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR „TAKEN“ ÞRÆLMÖGNUÐ SPENNUMYND Í ANDA BOURNE MYND- ANNA MEÐ TAYLOR LAUTHER ÚR TWILIGHT ÞRÍLEIKNUM -bara lúxus sími 553 2075 Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is Þú færð 5% endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR MR. BEAN ROWAN ATKINSON HHH „JOHNNY ENGLISH Í GÓÐUM GÍR“ - K.I. -PRESSAN.IS SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ BORGARBÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS GLERAUGU SELD SÉR 5% RAUÐHETTA 2 2D ÍSL.TAL KL. 4 - 6 L RAUÐHETTA 2 3D ÍSL.TAL KL. 4 - 6 L ELDFJALL KL. 5.45 L ELDFJALL LÚXUS KL. 3.30 - 5.45 L ABDUCTION KL. 8 - 10.20 12 ABDUCTION LÚXUS KL. 8 - 10.20 12 JOHNNY ENGLISH REBORN KL. 5.45 - 8 - 10.15 7 I DON´T KNOW HOW SHE DOES IT KL. 8 - 10.10 L WARRIOR KL. 10.20 14 SPY KIDS 4 4D KL. 3.30 L STRUMPARNIR 3D ÍSL.TAL KL.3.30 L RAUÐHETTA 2 3D ÍSL.TAL KL. 6 L ABDUCTION KL. 10 12 JOHNNY ENGLISH REBORN KL. 6 - 8 - 10 7 ÞRÆLMÖGNUÐ SPENNUMYND Í ANDA BOURNE MYNDANA RAUÐHETTA 2 3D ÍSL.TAL KL. 6 L JOHNNY ENGLISH REBORN KL. 8 - 10.15 7 ELDFJALL KL. 5.45 - 8 - 10.15 L PROJECT NIM KL. 6 - 8 L LE HAVRE KL. 6 - 10 L BOBBY FISCHER KL. 8 - 10 L Á ALLAR SÝNINGAR Í SMÁRABÍÓI TIL OG MEÐ 10. OKT!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.