Morgunblaðið - 06.10.2011, Síða 36

Morgunblaðið - 06.10.2011, Síða 36
Menning MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2011 Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Málmvíkingarnir í Skálmöld eru þessa dagana á þeysireið um Evrópu undir merkjum farandhátíðarinnar Heidenfest ásamt fimm öðrum málm- böndum af áþekkum meiði. Þrjár sveitir til viðbótar slást svo í hópinn um helgar en flösu verður feykt dag- lega til 23. þessa mánaðar. Leikar hófust í Geiselwind og Gie- ßen í Þýskalandi en þaðan lá leiðin til Berlínar og pólsku borganna Varsjár og Krakár, þar sem Skálmöld var niðurkomin þegar Morgunblaðið náði tali af Snæbirni Ragnarssyni bassa- leikara. „Það eru fjögur gigg að baki og þetta hefur gengið vonum framar, fullt út úr dyrum og við merkjum ekki annað en fólk fíli okkur ágæt- lega,“ segir Snæbjörn og bætir við að ljúft hafi verið að heyra í lýðnum þeg- ar stigið var af sviði í Varsjá – „Skol- múld! Skolmúld!“ „Við erum ekki stærsta númerið hérna en það er alltaf gaman að sjá einn og einn í Skálmaldarbol í mann- fjöldanum. Tæknimennirnir, sem fylgja okkur, hafa líka verið mjög já- kvæðir í okkar garð. Enginn okkar hefur tekið þátt í tónleikaferð af þessu kaliberi og við erum staðráðnir í að skemmta okkur.“ Skálmöld fer á svið um klukkan þrjú síðdegis um helgar en sex síð- degis á virkum dögum, eigi að síður eru málmþyrstir áhorfendur löngu búnir að taka sér stöðu. „Hér mæta menn á réttum tíma og halda hvergi aftur af sér enda þótt það sé mánu- dagur,“ segir Snæbjörn en þúsund manns að meðaltali hafa hlýtt á Skálmöld leika til þessa. Hvað er eiginlega í matinn? Hann segir lítinn mun á því að standa á sviði í Þýskalandi og Pól- landi en á hinn bóginn sé umgjörðin svolítið önnur. „Þó svo að við höfum ekki yfirgefið þessa einu byggingu og því ekki farið mikinn í að kynna okk- ur kúltúrinn finnum við mjög vel að við erum komnir austar en í gær. Dyraverðirnir líta út fyrir að vera hermenn frekar en dyraverðir, og eru það sennilega. Klósettin lykta mjög illa og sturturnar eins, mat- urinn var svo sundursoðinn að engin leið var að átta sig á hvað var hvað, og töluverða ölvun var að sjá á tónleikagestum enda þótt nú sé mánudagur. Mikill munur frá Excel-skipulögðu Þýskaland- inu,“ svo vitnað sé beint í spriklandi fjöruga dagbók á heimasíðu sveitarinnar, skalmold.is. Skálmöld er óðum að kynnast samreið- arsveinum sínum og -meyjum en rússneska bandið Arkona, sem deilir rútu með þeim, skartar söngkonu. Þriðja band- ið í rútunni er Norðmennirnir í Troll- fest og segir Snæbjörn sam- komulagið prýðilegt. „Við tengdum strax við Norðmennina en Rússarnir voru svolítið þurrir á manninn til að byrja með. Við settum hins vegar að- eins brennivín í þá í gær og þá mýkt- ust þeir allir upp. Eiginlega einum of, því faðmlög og kossar með blautum vörum eru heldur mikið af því góða fyrir Íslendinginn – alla vega svona við fyrstu kynni,“ segir hann hlæj- andi. Hlíft við óvæntum uppákomum Framundan eru tónleikar í Hol- landi, Bretlandi, Austurríki, Frakk- landi og fleiri löndum. „Ég veit ekki hvaða víðáttubrjálæðingur skipulagði túrinn en hann er ekkert að spara bensínið, við þurfum að aka allt upp í 12 til 13 tíma á nóttu til að komast milli staða,“ segir Snæbjörn en bætir við að skipulagið sé til fyrirmyndar. „Sé okkur sagt að við verðum komin á áfangastað klukkan eitt erum við komin klukkan eitt, ekki klukkan fimm mínútur yfir eitt. Skipuleggj- endur vita að álagið er mikið og bönd- unum er fyrir vikið hlíft við óvæntum uppákomum. Það er til fyrirmyndar.“ Framhaldið leggst vel í Snæbjörn en hann fæst ekki til að tala um vænt- ingar. „Við rennum þannig lagað séð blint í sjóinn, höfum ekki hugmynd um hvaða þýðingu þessi túr kemur til með að hafa fyrir okkur. Ætli við ger- um þetta ekki bara upp þegar við verðum komnir heim og búnir að kasta mæðinni.“ Skálmöld Húsvískur heiðingjametall fer nú sem eldur í sinu um Evrópu. Skálmað um Evrópu  Skálmöld komin af stað í langa og stranga tónleikaferð um Evrópu  Deila rútu með böndum frá Noregi og Rússlandi Hin málmböndin sem flengjast með Skálmöld um Evrópu eru í meira lagi skrautleg. Nægir þar að nefna sjóræningjaþungarokks- sveitina Alestorm (Stormur í öl- glasi, í lauslegri þýðingu) sem er frá Skotlandi og Írlandi. Að sögn Snæbjarnar verður að segjast alveg eins og er að konseptið lítur ekki mjög vel út á papp- írunum. Aðalsöngv- arinn spilar á Keytar og textarnir fjalla allir um fjársjóði, staurfætur, romm og hreinar meyjar. „Í stuttu máli gengur þetta fullkomlega upp,“ segir í dagbókarfærslu. „Sennilega hefur það talsvert með færni og form að gera, bandið er þéttara en rasskinnarnar á íþróttaálfinum. Eftir tónleikana í gær kynntumst við þeim síðan svolítið og þeir eru bæði mjög skemmtilegir og vel hæfir til drykkju. Skárra væri það nú, sjó- ræningjasveit sem er á samningi hjá Captain Morgan, ekki væru þeir mjög sannfærandi ef þeir væru templarar.“ Stormur í ölglasi SKRAUTLEGAR SAMREIÐARSVEITIR Túrrútan Nítján kojur eru á efri hæðinni. Þröngt mega sáttir sofa. Éger brospinni! Hvar er þinn Brospinni? Nú um helgina eru Brospinnar seldir til styrktar bættum aðbúnaði á geðdeildum Landspítalans. Kauptu Brospinna og veifaðu honum framan í heiminn og hver veit nema heimurinn brosi framan í þig! www.brospinnar.is Styrktaraðilar: Actavis - Alcoa Fjarðaál - Astra Zeneca - Boðskipti - Byr sparisjóður - Ernir Eyjólfsson ljósmyndari Guðrún Valdimarsdóttir - Janssen - Leturprent - Lilly - Lundberg Netvistun - Roche - Skaparinn auglýsingastofa - Umslag Haffi Haff, tónlistarmaður o.fl.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.