Morgunblaðið - 06.10.2011, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 06.10.2011, Blaðsíða 25
breyttum húsinu okkar og var alltaf boðinn og búinn til að hjálpa og veit ég að allir úr okkar vina- hópi hafa sömu sögu að segja. Siggi átti frábæra konu hana Guðrúnu. Hún kom svo sannar- lega sterk inn í hans líf og reyndist dætrum hans af fyrra hjónabandi afar vel. Í öllum hans veikindum sem hafa varað í nokkur ár hefur hún staðið sem klettur við hlið hans. Siggi var einhver jákvæð- asti maður sem ég hef hitt og allt- af þegar ég spurði hann um líðan hans sagði hann ég hef það ágætt, alveg fram á síðustu stundu. Um leið og ég votta Guðrúnu, börnum þeirra, Ástu móður hans og öðrum aðstandendum mína innilegustu samúð vil ég þakka Sigga hans vináttu, kátínu og góðvild í gegn- um okkar lífshlaup. Vertu sæll í bili, vinur. Ólafur B. Bjarnason. Elsku Siggi Það er með trega gert að kveðja jafn glaðan og bjartan mann og þig. Þegar litið er yfir farinn veg hafið þið Gunna verið stór hluti af lífi okkar og við getum sannarlega talið okkur lánsamar að hafa átt ykkur að. Það sem fyrst kemur í hugann þegar við hugsum til þín er hversu barngóður, glaður og brosmildur þú varst og hversu sérstakt lag þú hafðir á að draga fram bros hjá þeim sem hjá þér stóðu. Það er erfitt að hugsa til þess að við fáum ekki að njóta nærveru þinnar í framtíðinni, en við yljum okkur við þær ótal mörgu og góðu minningar sem við eigum með þér. Við kveðjum þig með miklum söknuði um leið og við þökkum þér fyrir að hafa gætt lífi okkar þeirri gleði sem þú bjóst yfir. Þú átt sannarlega stað í hjörtum okk- ar. Elsku Gunna og fjölskylda, við sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur. Katrín, Valgerður, Íris og Lilja Hann Siggi Ásgeirs vinur minn er fallinn frá eftir erfið veikindi. Við Siggi kynntumst á vinnu- stað fyrir margt löngu og þrátt fyrir að vinnuumhverfi okkar breyttist héldum við ávallt góðu sambandi. Það má að vísu segja að upphaf samstarfs okkar hafi ekki verið eins farsælt og ég hélt í fyrstu, því Siggi trúði mér fyrir því síðar að honum hefði í raun ekkert litist á að fara að vinna með mér. En einhverja punkta hef ég náð að vinna mér inn hjá Sigga og vinátta okkar varð löng og traust. Það er sannarlega mikill harm- ur þegar ungt fólk kveður þennan heim langt um aldur fram. Og maður spyr sig af hverju hann, af hverju er maður á besta aldri tek- inn frá fjölskyldu sinni? Okkur er víst ekki ætlað að skilja af hverju miklar þjáningar og erfiði eru á suma lagðar. En minningarnar, þær verða ekki frá okkur teknar og þær eru eilífur vitnisburður um þann sem hefur verið frá okkur tekinn. Og í minningunum getum við aftur fundið til gleði þegar við upplifum aftur góðar stundir með fjölskyldu, ættingjum og vinum. Þegar ég hugsa um Sigga koma ótal gleði- og ánægjustundir upp í hugann og ætla ég að láta eina sögu fljóta hér með. Eitt sinn fórum við félagar í golfferð til Cork á Írlandi. Það var eitt kvöldið að við ákváðum að finna alvöru írskan pöbb, með öllu sem því tilheyrði, dans, söng og skál. Við leituðum víða en alls staðar var sami doðinn og ekkert í líkingu við það sem við héldum að ætti að vera á alvöru írskum pöbb. Því var haldið heim á hótel og þar tók á móti okkur dillandi írsk tón- list, dansað uppi á borðum og mik- ið skálað. Og þegar við gengum í salinn heyrðum við síðustu loka- tóna tónleikanna. Við höfðum eins og sagt er leitað langt yfir skammt og farið í stóran hring frá þeirri skemmtun sem við vorum að leita að. Þetta varð eftirminnileg ferð og við Siggi rifjuðum iðulega upp skemmtilegar stundir frá Eyjunni grænu. Það var alltaf stutt í hláturinn og gamansemina hjá Sigga og það breyttist ekki þótt erfið veikindin settu mark sitt á hann. Hann vildi lítið tala um veikindin og var fljót- ur að breyta um umræðuefni ef maður spurði um þau. Hann tók veikindunum með ótrúlegu æðru- leysi og reisn. Nú þegar ég kveð Sigga er mér efst í huga þakklæti fyrir að hafa fengið tækifæri á að kynnast manninum og fyrir þær mörgu góðu stundir sem við áttum sam- an. Ég sendi fjölskyldu og ástvin- um samúðarkveðju með ósk um að þau nái að finna styrk til þess að komast í gegnum þessa erfiðu tíma. Þorsteinn Gunnarsson. Ekki er gefið að náið sambýli tveggja fjölskyldna gangi upp. Að ekki sé talað um þegar ekki er lok- að á milli íbúðarhæða. Þannig var þetta á Þjórsárgötu 1, vorið 1983, við fluttum á neðri hæðina, Gunna og Siggi á þá efri. Skemmst er frá því að segja að þarna hófst skemmtilegasta og þægilegasta sambýli sem sögur fara af. Þegar á reyndi urðum við samstiga um hvaðeina sem leysa þurfti. Með okkur tókst vinátta sem aldrei hefur brugðið skugga á. Dídí var fyrsta barnið okkar og litla telpan uppi skildi snemma að með því að bakka niður snarbratt- an stigann komst hún í ágætis- félagskap. Svo kom lítill strákur á neðri hæðina og ástarsambandið Dídí + Hjörtur upphófst. Þau urðu óaðskiljanleg. Foreldraó- myndirnar lágu í hláturskasti þegar Dídí fattaði trixið að ýta Hirti um koll í snjóinn, alltaf stóð hann aftur upp en hún ýtti jafn- harðan við honum og bæði skríktu. Dídí ákvað strax að Ragnheið- arnafnið væri ekki brúklegt, Agga varð fyrir valinu. Fjölskylda Sigga og Gunnu er sú eina sem hefur fengið að halda því nafni til streitu. Við bættist Ásta og síðasta sameiginlega Þjórsárgötubarnið var Sigga Lára. Ásta stóð alltaf sem fastast í pínkulitlu forstof- unni kreppti og opnaði lófana og sagði, baddi, baddi. Ekki séns að koma henni upp fyrr en hún var búin að fá að strjúka baddanum. Árin okkar sex á Þjórsárgöt- unni voru samfellt ævintýri, tvö pör sem voru að byggja upp líf sitt, eignast börn, framtíð, ham- ingju og ást. Þessi ár eru svo ná- tengd Sigga og Gunnu í okkar huga að það er eins og við höfum öll verið eitt. Hjörtur var að farast úr sorg yfir að þurfa að flytja úr Litla- Skerjó. Þegar við komum aftur og hófum framkvæmdir við nýja hús- ið, tók hann til sinna ráða og flutti „heim“ til Gunnu og Sigga, við minnumst þess ekki að þau hafi kvartað. Þegar við fluttum húsið út í Vatnsmýri kom náttúrlega enginn annar til greina sem meistari að því en Siggi. Hverjum treystir maður fyrir sjálfum sér og aleigu sinni? Hann var einstakur verk- maður, fljótur að átta sig á hlut- unum, hraðvirkur og vandvirkur. Auk þess svo launfyndinn og skemmtilegur að andrúmsloftið varð alltaf þægilegt nálægt hon- um. Siggi vann í gegnum tíðina jöfnum höndum sem smiður og þjónn. Þetta voru ólíkir heimar. Annars vegar grófur byggingar- bransinn, hins vegar fáguð veit- ingahús með dúkuð borð og fína gesti. Siggi var einstakt ljúfmenni, en þó skapmaður. Þegar hann vann sem yfirþjónn á Hótel Sögu kom einhver að honum þar sem hann kýldi óhreinatauspokann sem hékk starfsmannamegin við vængjahurðina. Viðkomandi horfði undrandi á þessar boxara- aðferðir og spurði hvers vegna í ósköpunum hann væri að þessu. „Nú, viltu heldur að ég lemji gest- ina?“ var svarið. Innst inni dreymdi okkur fjög- ur alltaf um að flytja aftur saman, af því verður ekki úr þessu. Siggi vinur okkar er farinn, við kveðjum hann með söknuði og sorg í hjarta. Elsku hjartans Gunna, Heiða, Hildur, Dídí, Ásta, Ívar, Ásta amma, Lóa, systkinin öll og fjöl- skyldur, okkar innilegustu samúð- arkveðjur, Jón, Ragnheiður (Agga), Hjörtur og Sigríður Láretta. Þar sem góðir menn ganga eru Guðs vegir. Þannig maður var Sigurður Ásgeirsson vinur okkar, því hann var einstaklega vandað- ur og heilsteyptur bæði til orðs og æðis. Við minnumst þess ekki að hafa séð hann skipta skapi í þau rúmlega fimmtíu ár sem við þekktum hann og var hann þó bæði kappsamur og fullur af heil- brigðum metnaði. Slíkt var jafn- aðargeðið og skapfestan. Hann hafði sérstaklega þægilega nær- veru og glaðværð og græskulaus glettni fylgdi honum og jafnan lagði hann gott eitt til málanna. Siggi Ásgeirs eins og hann var kallaður af okkur æskufélögunum úr Kópavogi var fjórði í aldursröð sex samrýndra systkina sem ólust upp á Kársnesinu á sjötta og sjö- unda áratug síðustu aldar. Það voru forréttindi að fá að alast upp þarna og kynnast Sigga og fjöl- skyldu hans, en alla bernskuna og fram á fullorðinsár var heimili hans þungamiðja leikja og starfa hóps barna og ungmenna sem tengdust fjölskyldu hans vináttu- og tryggðaböndum. Þarna kom margt til, systkinin öll einstakir félagar og svo sýndu þau Ásta og Ásgeir foreldrar þeirra okkur vin- um barnanna mikla velvild og vin- semd. Sigurður nam til tveggja iðna, framreiðslu og húsasmíði og lengi framan af skipti hann vinnu sinni milli iðngreinanna eftir því úr hvorri Keflavíkinni var betra að róa. Stundum var unnin tvöfaldur vinnudagur þar sem aðalvinnu- tími þessara ólíku iðna skarast lít- ið. Á daginn var smíðað en á kvöldin þjónað til borðs. Það hefur þurft mikið þrek til að standa þannig að verki en Siggi var ekki einhamur maður og vann því oft tveggja manna störf. Svo fór að húsasmíðin höfðaði meira til hans og Sigurður menntaði sig frekar á því sviði og lauk meistaraprófi í iðninni og starfaði sem húsa- smíðameistari síðan. Hann var vel liðinn, vandvirkur og farsæll meistari og starfaði bæði sem verkstjóri í stórum bygginga- félögum og sem meistari með lít- inn hóp iðnaðarmanna með sér. Alltaf var gott að leita til Sigga ef einhver mannvirki voru í hönnun eða smíðum og minnumst við fé- lagarnir sérstaklega eins verkefn- is þar sem vinátta og samhugur réði ferð en þeirri vinnu stjórnaði hann af ljúfmennsku, færni og festu og mikilli ósérhlífni eins og við mátti búast. Andlátsfréttin kom ekki á óvart því Sigurður hafði glímt við mjög erfið veikindi af einstökum kjarki og þreki. Hann stóð meðan stætt var og lést á líknardeild Landspít- alans í Kópavogi fimmtudaginn 29. september tæpum ellefu árum eftir að Ragnar Örn, elsti bróðir hans, lést þar úr svipuðu meini. Við trúum því staðfastlega að Raggi og Ásgeir faðir þeirra, sem einnig er látinn, hafi tekið vel á móti litla bróður og syni og að þeir æskuvinir okkar muni mæta þeg- ar klukkan kallar okkur til að auð- velda vistaskiptin sem allra bíður. Við sendum Guðrúnu konu Sig- urðar, afkomendum og tengda- börnum svo og Ástu móður hans og hennar fjölskyldu okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Megi góður Guð vernda ykkur og styrkja. Góður drengur er genginn en minning hans og orðstír lifir. F.h. æskuvinanna af Kársnesinu, Arnór, Lárus og Ingi. MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2011 ✝ Kristján ÍsaksValdimarsson fæddist 3. maí árið 1936 á Ísafirði. Hann lést á Land- spítalanum í Foss- vogi 26. september 2011. Hann var sonur hjónanna Sigríðar Ísaksdóttur og Valdimars Valdi- marssonar. Systk- ini Kristjáns eru Íslaug Að- alsteinsdóttir, búsett í Garðabæ, Kristína Jakobína Valdimars- dóttir, látin í júlí 1935, Erla Valdimarsdóttir, látin í sept- ember 2008, Elvar Þór Valdi- marsson, látinn í ágúst 2011, og drengur óskírður Valdimars- son, látinn í september 1942. þau eiga fimm börn. 7. Elín Ís- laug, maki Kristinn Ágúst Ing- ólfsson, þau eiga þrjú börn. Systkinin misstu móður sína á unga aldri og voru bræðurnir Kristján og Elvar aldir upp hjá móðursystur sinni Guðlaugu Ís- aksdóttur og manni hennar á Skarði ofan Akureyrar. Krist- ján gekk í Gagnfræðaskólann á Akureyri, hann útskrifaðist sem stýrimaður frá Stýrimannaskól- anum í Reykjavík og var til sjós í nokkur ár. Hann vann lengst af hjá Sýslumanninum á Ak- ureyri. Kristján tók þátt í starfi Sjálfsbjargar um skeið og var meðal annars framkvæmda- stjóri Plastiðjunnar Bjargs. Kristján hafði mikinn áhuga á íþróttum, tók þátt í starfi Knatt- spyrnufélags Akureyrar (KA) og Íþróttabandalagi Akureyrar (ÍBA). Hann starfaði í Odd- fellow-hreyfingunni og var sú regla honum mikils virði. Útför Kristjáns fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 6. októ- ber 2011, kl. 13.30. Árið 1957 kvæntist Kristján Grétu Halldórs hjúkrunarkonu frá Akureyri. Börn þeirra eru. 1. Helga Sigríður, maki Jón Þór Guð- jónsson, þau eiga fjögur börn. 2. Árni Valdimar, maki Ragnheiður Skúla- dóttir, þau eiga fjögur börn. 3. Sverrir Þór, maki Guðrún Hörn Stef- ánsdóttir, þau eiga þrjú börn. 4. Margrét Jónína, maki Páll Páls- son, þau eiga þrjú börn. 5. Kristján Ísak, maki Sigríður G. Pálmadóttir, þau eiga þrjú börn. 6. Gunnar Freyr, maki Margrét Dögg Bjarnadóttir, Elsku afi, ég sakna þín mjög. Elsku afi, ef ég mætti ráða vær- ir þú enn hér hjá mér. Elsku afi, ég mun aldrei gleyma yndislega knúsinu þínu. Elsku afi, ég geymi þig í hjart- anu mínu að eilífu. Elva Margrét Árnadóttir. Kær vinur okkar og samferða- maður í rúma hálfa öld, Kristján Valdimarsson, er fallinn frá. Við vorum 16 ungar stúlkur sem hófum nám í Hjúkrunarskóla Íslands sumarið 1954. Það má segja að Kristján hafi verið fyrsti „mágur“ okkar skólasystranna þar eð þau voru þegar heitbundin, Kristján og Gréta Halldórs skóla- systir okkar, þegar við hófum nám. Kristján var einstaklega glað- lyndur, ljúfur og hjálpsamur mað- ur. Það var unun að fylgjast með ást þeirra Grétu og Kristjáns blómgast þessi þrjú ár í námi okk- ar því ekki voru nú stefnumót daglegt brauð við þær aðstæður. Eftir að Gréta lauk námi stofn- uðu þau Kristján heimili á Akur- eyri. Þau eignuðust sjö mannvæn- leg börn sem öll bera foreldrum sínum gott vitni. Kristján var ein- staklega góður eiginmaður og fað- ir. Aldrei var svo þröngt um þessa stóru fjölskyldu að ekki væri hægt að bæta við í fæði og húsnæði þeg- ar vinir áttu leið um Akureyri. Ógleymanlegar og dýrmætar eru minningar okkar um ferðalög okkar skólasystranna með mökun bæði heima og erlendis sem hafa verið næstum árlegur viðburður eftir að vinnudögum lauk. Gréta og Kristján tóku þátt í þessum ferðum þegar heilsa leyfði og var Kristján jafnan hrókur alls fagn- aðar. Síðastliðin ár hafa þau hjón ekki gengið heil til skógar. Erfið veikindi hafa hrjáð þau bæði. En aldrei var bugast og get ég fullyrt að þau studdu hvort annað af ást og umhyggju allt að leiðarlokum. Við skólasysturnar biðjum þann sem öllu ræður að vera með Grétu okkar, börnum þeirra hjóna og fjölskyldum þeirra. Við vottum þeim öllum okkar innilegustu samúð á erfiðum tímum. Minning um góðan vin mun lifa með okkur. Blessuð sé minning Kristjáns Valdimarssonar. Fyrir hönd skólasystra úr Hjúkrunarskóla Íslands sem útskrifuðust haustið 1957, Soffía Jensdóttir. Kveðja frá Íþróttabandalagi Akureyrar Kristján Valdimarsson er lát- inn. Þar er genginn einn af þess- um hógværu en traustu mönnum, sem rækti öll störf sem honum vorum fengin af samviskusemi, áhuga og alúð. Íþróttir og íþrótta- rmál voru hans áhugamál og naut íþróttahreyfingin á Akureyri sér- staklega góðs af því. Hann var KA-maður fram í fingurgóma og starfaði mikið fyrir félagið. Hann þótti sjálfsagður til þess að taka sæti í stjórn Íþróttabandalags Ak- ureyrar (ÍBA), en eðlilegt var tal- ið, að stærstu félögin innan vé- banda þess tilnefndu menn í stjórnina. Þannig sat hann um árabil í stjórn ÍBA á níunda og tí- unda áratug síðustu aldar allan tímann sem gjaldkeri. Þar var réttur maður á réttum stað. Hann hélt af öryggi og samviskusemi utan um fjármál bandalagsins þannig að aldrei kom til neinna vandamála í rekstrinum að því leyti. Formaður og framkvæmda- stjóri bandalagsins, sem unnu með Kristjáni á þessum tíma, minnast hans sérstaklega með miklu þakklæti. Hann var rólegur og yfirvegaður í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Þá var hann mannasættir og valdist þess vegna oft til þess að miðla málum, þegar ágreiningur kom upp og sætta þurfti ólík sjónarmið. Kom það oft fyrir þegar sigla þurfti á milli skers og báru vegna sér- stakra hagsmuna hinna ýmsu fé- laga innan vébanda Íþróttabanda- lagsins. Menn báru virðingu og traust til Kristjáns og vissu að hann reyndi að beita ýtrustu sanngirni við úrlausn mála. Alltaf var kom- ist að niðurstöðu, sem allir gátu sætt sig við þegar Kristján kom að málum. Íþróttabandalag Akureyrar þakkar nú Kristjáni enn og aftur fyrir hans mikilvægu og farsælu störf að eflingu íþróttastarfsemi á Akureyri og sendir eiginkonu hans og fjölskyldu innilegar sam- úðarkveðjur. f.h. Íþróttabandalags Akureyr- ar, Þröstur Guðjónsson formaður. Kristján Ísaks Valdimarsson ✝ Hrefna Pribish fæddist íReykjavík 25. júlí 1946. Hún lést á Landspítalanum 1. októ- ber 2011. Hrefna var dóttir Hönnu Kristjánsdóttur saumakonu, f. 23. apríl 1922, látin 5. október 1979, og Nicolas L. Pribish, f. 1922, og látinn 1998. Systkini Hrefnu eru: 1. Sig- ríður, Dinah, f. 29. desember 1943, maki Magnús Jón- asson. 2. Alfreð, f. 29. nóvember 1950, maki Steinunn Sigurð- ardóttir. 3. Viðar, f. 3. maí 1953, maki Sigríður Gestsdóttir. 4. Reynir Ágúst, f. 25. ágúst 1963. 1960, þau eiga 3 syni Anton Þór, Bergþór og Gabríel Þór. 2. Linda, f. 9. febrúar 1967, gift Braga Björnssyni, f. 9. desem- ber 1963, þau eiga 3 börn Hrefnu Sif, Ragnar Örn og Berglindi Rut. 3. Hrefna, f. 30. nóvember 1974, gift Gísla Páli Reynissyni, f. 23. apríl 1973, þau eiga 3 syni Eldar Mána, Óliver Dúa og Ísar Tuma. Nánast öll búskaparár sín sinnti hún móður-, húsmóður- og síðar ömmuhlutverkinu, en þau störf voru henni kærust. Þau hjón höfðu búið sér glæsi- legt heimili í Seljahverfi þar sem hún undi sér vel í að gera garðinn og heimilið fallegt. Hús- móðir var hún af alúð og liggja eftir hana mörg falleg handverk hvort sem í saum eða prjóni. Útför Hrefnu fer fram frá Seljakirkju 6. október 2011, og hefst athöfnin kl. 13. Hálfsystur samfeðra eru Nico- lette og Victoria búsettar í Bandaríkjunum. Hinn 25. júlí 1964 giftist Hrefna eftirlifandi eig- inmanni sínum Valdimari A. Valdi- marssyni húsa- smíðameistara, f. 15. mars 1943, syni Valdimars A. Valdi- marssonar, f. 15. febrúar 1906, d. 28. júlí 1979, og Önnu Þórarinsdóttur, f. 8. júlí 1905, d. 16. janúar 1995. Hrefna og Valdimar eignuðust þrjár dætur: 1. Anna Hanna, f. 20. nóvember 1964, gift Sigurði Garðari Steinþórssyni, f. 5. mars Hún Hrefna systir er látin. Aðdragandinn var stuttur en veikindin var Hrefna ekki að bera á torg eða kveinka sér yfir þeim. Allt frá æsku hefur Hrefna verið minn styrkur, alltaf til stað- ar, svo sterk og ákveðin. Það er margs að minnast, allra góðu stundanna við heimsóknir. Þá var oftar en ekki rætt um ferðalög til útlanda og þá helst til Bandaríkjanna. Þar undi Hrefna sér vel við að heimsækja ætt- ingja og vini, versla og þá helst fyrir börn og barnabörn. Minningabrot koma fram. Það var eitt sinn fyrir nærri 50 árum að ég varð þess var að þær mæðgur, mamma og Hrefna, voru eitthvað að pukrast inni í eldhúsi. Ungur maður beið utan- dyra, sem síðar átti eftir að verða lífsförunautur Hrefnu. Valli og Hrefna hafa verið sem eitt síðan, eiga yndisleg börn og barnabörn. Fjölskyldan var Hrefnu allt. Guð gefi ykkur styrk í sorginni. Guð geymi þig, elsku systir. Viðar. Hrefna Pribish

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.