Líf og list - 01.05.1950, Page 3

Líf og list - 01.05.1950, Page 3
■RITSTJÓRAR: Gunnar Bergmann, Skeggjag. 21. Steingrímur Sigurðsson, Barmahlíð 49. LÍFogLIST i TÍMARIT UM LISTIR OG MENNINGARMÁL Simar: 81248 7771 AFGREIÐSLA: Laugaveg 18 Kemur út í byrjun hvers mónaðar. Ár- gangurinn kostar kr. 50.00. Verð í lausa- sölu kr. 5.00. Sími 7771. I. órgangur Rcykjavík, maí 1950 2. hefti - LISTAMANNAÞING - SETNING Laugardaginn 29. ÞINGSINS. apríl 1950 var Lista- mannaþing hið þriðja sett í Þjóð- leikliúsinu. Hófst það með því, að leikinn var forleikur eftir Jón Leifs af Sinfóníuhljómsveitinni undir stjórn höfundar með aðstoð Utvarpskórsins. Formaður fram- kvæmdarnefndar þingsins Helgi Hjörvar setti þingið með ræðu og tilkynnti forsetakjör. Heiðursfor- seti þingsins var kjörin Arndís Björnsdóttir, leikkona, en sökum forfalla tók Valur Gíslason, leikari, við forsetastörfum. Menntamála- ráðherra ávarpaði síðan þingið. Mæltist honum eitthvað á þá leið, að velferð einnar þjóðar væri kom- in undir listum hennar og að þjóð- félagið gæti bezt styrkt listamenn á þann hátt að taka þá í þjón- ustu sína, hvenær sem tækifæri byðist. RÆÐA Því næst flutti Hall- KILJANS dór Kiljan Laxness, rithöf., aðalræðu þingsins. Hóf liann mál sitt með því að rekja sögu Listamannaþingsins á íslandi, sem liann kvað Pál ísólfsson, tón- skáld, hafa átt frumkvæði að. Sagði Kiljan, að íslenzkir listamenn vildu á þingum sínum sanna, að hér byggi listskapandi þjóð — þannig, að höfðatalan þyrfti ekki að standa í hlutfalli við afköstin. Þetta lista- mannaþing væri lialdið að þessu sinni vegna opnunar þjóðleikhúss, „en því má þó aldrei gleyrna," sagði hann, „að á öldum myrkurs Halldór Kiljan Laxness. Málverk eftir Kristján Davíðsson, listmálara. og kulda átti þjóðin sitt þjóðleik- hús, sem var íslenzka baðstofan. Þar var að vísu ekki fullkomnari ljósa- útbúnaður en grútartýran. Þar ríkti þó innri skynjan, en ef hin innri skynjan, þ. e. a. s. hið frum- stæða, er ekki fyrir hendi, þá held- ur listin áfram að vera í hættu. Þessi skilning var til hjá fólkinu í gömlu baðstofunni á íslandi. Það flutti verk, sem, þó skönnn sé frá að segja, eru betri en vér höfum gert.“ Viðvíkjandi smíði Þjóðleik- hússins og kostnaði, sagði hann: „Það er ekki til nein dýr menning- arstofnun. Þar kemur kostnaður ekki málinu við. Allt, sem horfir LÍF og LIST S

x

Líf og list

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.