Líf og list - 01.05.1950, Qupperneq 14

Líf og list - 01.05.1950, Qupperneq 14
synlega að vera vegna þess, að skáldskapur Audens sé betri en kveðskapur hinna þriggja áður- greindu skálda, sem venjulegast eru talin í hóp með honum, held- ur stafar það af því, að þróun hans virðist mikilvægari. Auden byrjaði eins og Spender, Day Lew- is og MacNeice að yrkja ljóð, sem voru undir sterkum áhrifum frá marxistiskum hugsjónum, en hann hefir eins og þeir snúið baki við þeim kenningum. í byrjun styrj- aldarinnar ferðaðist Auden til Ameríku og varð hugfanginn af sömu hreyfingu og Huxley hafði bundið trúnað við, hinni svoköll- uðu Heard-cum - Hollywood -ind verskri -jóga-klíku, en þessi hreyf- ing bqitir sér fyrir andlegri endur- vakningu. Hvernig svo sem áhrif þessarar jóga-speki hafa orðið á siðfræðikenningar Audens, hafa á- hrif hennar á ljóð hans verið hvumleið. Meðan hann hefir ennþá ekki glatað nokkru af orðhnyttni sinni, meðan margar líkingar hans og myndir eru lifandi og ljósar, hef- ir hann nú glatað hinni einlægu mannúðarkennd sinni, hinum ger- hugla skilningi sínum á flóknum og margþættum mannlegum tengsl- umí sem auðkenndi mörg kvæði hans í bók lians „Another Time“ og þó sérstaklega í harmkvæðum hans um Yeats, Freud og spánsku styrjöldina, sem voru ort eftir að hann hafði snúið baki við marx- ismanum og áður en hann tók að daðra við dulspekina. ÖIl kvæðin í bók hans, „The New Year Lett- er“, valda manni vonbrigðum, þrátt fyrir fagurt orðalag þeirra og gildi hrynjandi þeirra. „The New Year Letter" er „tour de-force“ í þýðum átthendum, sem eru marg- sveigjanlegar, fágaðar og liprar. Þar sem enn er ekki hægt að efast um, að Huxley, Maugham, og á- reiðanlega T. S. Eliot og Sitwell sé Gunnar Dal: Tvö musterisljóð I. Við altari guðanna moldaðist mannanna blóð. Þar marmaralikneskið hefur á stallinum ríkt. Og inni i borginni eilifu musteri stóð, sem var eitt sinn i fyrndinni goðverum trúaðra vígt. En hógvœrð hins eilifa hulin i veikleik og mýkl hönd sinni mjúkri og barnslegri um musterið strauk. Og herskari guða, er höfðu um aldir þar rikt, hljóður í duftinu síðustu stund sinni lauk. A hofrústum guðanna gert er þitt musteri úr grasi og kvistum og sefgrœnni rökkvaðri lind. Og skuggi hennar geymir á gráum og hálfföllnum múr gleymskunnar dýrlingamytid. II. Skuggar manna yfir auglit mitt' með ásakandi hungursvipum falla. Úr nýjum gröfum koma þeir og kalla: full alvara í (trúrænni) baráttu þeirra, þá lýsir sér einhver ung- gæðislegur hálfvelgj uskapur og eins konar sjálfumgleði-viðhorf í því, hvernig Auden leggur áherzlu á trúræn (andleg) verðmæti, sem ger- ir manni ókleift að merkja harða lífsreynslu, þó að tilætlun hans sjálfs sé ekki sú. (Frh.). Stgr. Sig. ísl. Af krásum dýrum svignar matborð þitt. Þú vissir ei, hve örbirgð heims var hörð? Að hungurvofan nœrðist þínu brauði? Hvi sultum vér? Oss hertök hungurdauði! Er hörmung stœrri til á Kains jörð? Skuggar manna yfir auglit mitt ásakandi, vofubleikir renna. (í kirkju minni kertaljósin brenna. Hér krýp ég, drottinn, innst við háborð þitt). Heim þeir snúa heljarslóðum frá og horfa á mig þöglir líkt og dauðinn: Var blóði voru fórnað fyrir auðinn? Æ, fyrirgef mér. Ég hef drepið þá! Skuggar manna yfir auglit mitt með ásakandi kuldaglotti leika, sem ánauðgir á refilstigum reika. Þeir ráða úr hverri gœtt á herfang sitt. Náðarherra, sel mér aflausn enn. (Innst i kór ég fórna presti minum skildingum og hyl i helgiskrinum). Herra, sendu frá mér þessa menn! Smósögukeppni Líf og List efnir til samkeppni um beztu smásögu. Sögurnar verða að Iiafa borizt ritstjórum þess fyrir 1. júlí næstkomandi. Engin verð- laun verða veitt önnur en heiður- inn. Sagan má ekki vera lengri en það, sem svarar þremur síðum í Lífi og List. Ritstjórarnir. 14 LÍF og LIST

x

Líf og list

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.