Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1995, Blaðsíða 8

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1995, Blaðsíða 8
Námsferð á fyrstu alheimsráðstefnu í fœðingarhjálp til Jerúsalem í Israel Hér á eftir verður í stuttu máli sagt frá ráðstefnu sem við undirritaðar sóttum til Jerúsalem dagana 3.-7. júlí 1994. Fyrsta alheimsráðstefna um fæðingar- hjálp (The first world congress on labor and delivery). Við komum til Tel-Aviv á sunnu- dagsmorgni um sólarupprás eftir að hafa yfirgefið Island um fjögurleytið síðdegis daginn áður og millilent í London í u.þ.b. 4 ldst. Frá Tel-Aviv var ekið til Jerúsalem sem var um 1/2 klst akstur. Þegar að við komum á hótelið okkar var morgunverður að byrja og síðan átti að fara í fylgd leiðsögumanns til gömlu Jerúsalem og Betlehem. Því var ekki um annað að ræða en að gera sig kláran og taka þátt í skoðunarferð- inni. Eitthvað sem hét svefn og hvíld Hér sést Crátmúrinn í gömlu Jerúsalem, þar sem gyðingarnir biðjast fyrir. Það er girt af sér svæði fyrir karla og sér fyrir konur. var rokið út í veður og vind , við mátt- um ekki missa af neinu. Við eyddum síðan deginum í fylgd annarra ferða- manna alls staðar að úr heiminum sem ætluðu síðan að taka þátt í ráðstefnunni ásamt okkur. Kristfn er að setja miðann með bæninni í rifurnar í Grátmúrnum. Fyrsti áfangastaðurinn í ferðinni var gamla Jerúsalem, með öllum sínum gömlu múrum og hlöðnu veggjum, þar sem fólk lifir ennþá sams konar lífi eins og á síðustu öld. Síðan fórum við að Grátmúrnum og fórum að dæmi annarra sem áttu þangað leið að skrifa bæn á lítinn miða sem var skilinn eftir í sprungnum veggjum Grátmúrsins. Þar næst gengum við götuna via Dolorosa upp á hæðina Golgata sömu leið sem Jesú gekk með krossinn til krossfest- 6 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.