Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1995, Blaðsíða 36

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1995, Blaðsíða 36
Reglur um starfsmenntunarsjóá félagsmanna í LJÓSMÆÐRAFÉLAGI ÍSLANDS 1 .GREIN Sjóðurinn heitir Starfsmenntunarsjóður félagsmanna í Ljósmæðrafélagi Islands og starfar með því skipulagi og mark- miði, sem segir í reglum þessum. Heimili sjóðsins og varnarþing er í Reykjavík. 2.GREIN Ljósmæðrafélag íslands og þeir atvinnu- rekendur, sem hafa undirritað reglur þessar eru aðilar að sjóðnum. Auk þess eiga allir félagar í Ljósmæðrafélagi íslands, sem eru starfandi hjá þessum aðilum, einstaklingsaðild að sjóðnum. 3 .GREIN Markmið sjóðsins er að tryggja fjárhagslegan grundvöll símenntunar og endurmenntunar fyrir ljósmæður í tengslum við störf þeirra, þannig að þær beri ekki kostnað eða verði fyrir tekju- tapi vegna slíks náms. 4.GREIN Stjórn sjóðsins skal skipuð fjórum mönnum til tveggja ára í senn. Skulu tveir skipaðir af Ljósmæðrafélagi Islands og tveir af atvinnurekendum. Þeir atvinnurekendur, sem hafa flestar ljós- mæður í störfum skulu eiga forgang á að skipa hvorn sinn fulltrúa í sjóðsstjórn. ef þeir svo kjósa. Stjórnin skal halda gerarbók og rita í hana allar samþykktir sínar. Til þess að samþykkt sé lögmæt þarf meirihluti stjórnar- manna að greiða henni atkvæði. Stjórnin skipar með sér verkum og setur sér starfsreglur. 5 .GREIN Tekjur sjóðsins eru: a) framlag atvinnurekenda eins og umsamið er í kjarasamningi Ljósmæðrafélags Islands við við- komandi atvinnurekendur. Um skil á framlagi atvinnurekenda skal höfð hliðsjón af reglum sem gilda um skil á orlofsfé. b) vaxtatekjur. 6.GREIN Til þess að annast hlutverk sitt skal sjóðsstjórn, eftir því sem hún telur unnt, veita neðangreindum aðilum fjárstyrk úr sjóðnum til eftirfarandi verkefna, enda samrýmist þau markmið þeim, sem stefnt er að sbr. 3.grein. 1. Einstakra sjóðsfélaga til að a) sækja ráðstefnur, námskeið eða framhaldsnám innanlands eða utan í ljósmóðurfræðum. 34 ljósmæðrablaðið

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.