Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1995, Blaðsíða 38

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1995, Blaðsíða 38
Starfsmenntunarsjóður Ljósmæárafélags íslands Starf sreglur sjóÓsstjórnar 1. Umsóknum skal skilað á sérstökum umsóknareyðublöðum til skrifstofu Ljósmæðrafélags Islands, Grettis- götu 89, 105 Reykjavík. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu LMFÍ. 2. Úthlutað verður úr sjóðnum fjórum sinnum á ári. Umsóknir þurfa að berast sjóðs- stjórn fyrir l.mars, l.júní, l.septem- ber og 1. desember. Stefnt er að afgreiðslu umsókna innan tveggja vikna frá lokum umsóknarfrests. 3. Umsækjendur skulu vanda frágang umsókna og tilgreina nákvæmlega til hvers þeir ætla að verja styrkfé auk annarra atriða sem spurt er um á eyðublaðinu. 4. Sjóðsstjórn setur teglur um hámarksstyrkfjárhæðir, sem nú nemur 15.000.- krónum. 5. Greiðslur úr sjóðnum fara að jafnaði fram eftir að umsækjandi hefur gert grein fyrir kostnaði, t.d. með því að leggja fram frumrit reikninga, vott- orð um launalaust starfsleyfi frá stofnun, o.s.frv. 6. Einungis sjóðsfélagar geta fengið styrk úr sjóðnum. Umsækjandi verður að vera í starfi hjá vinnuveitendum, bæði þegar hann sækir um styrkinn og þegar hann notar hann, nema að styrkurinn varði endurhæfingu þar sem staða umsækanda hafi verið lögð niður. 7. Þeir sjóðsfélagar, sem aldrei hafa hlotið styrk úr sjóðnum og hafa verið félagar í a.m.k. eitt ár, njóta að jafnaði forgangs við úthlutun. 8. Umsækjandi, sem hlotið hefur styrk úr sjóðnum á næstliðnum tveimur árum getur að hámarki hlotið styrk er nemur ónotuðu hlutfalli af hámarksfjárhæð, sbr. 4. tölulið. 9. Ef styrksloforðs er ekki vitjað innan 9 mánaða frá dagsetningu tilkynn- ingar sjóðsins til umsækjanda fellur styrksloforðið niður. 10. Reglur þessar gilda um afgreiðslu umsókna vegna kostnaðar, sem til er stofnað eftir 1. janúar 1993- Stjórnin getur breytt reglum þessum án fyrirvara. 36 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.