Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1995, Blaðsíða 17

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1995, Blaðsíða 17
voru algengar. Við nánari athugun varð ljóst að það voru í raun allt aðrir þættir en spangarklippingar sem höfðu áhrif á lækkun tíðni leg- og blöðrusigs, þættir svo sem að nú til dags eignast konur færri börn og ekki eins þétt og áður, næringarástand kvenna er betra en fyrr á öldinni, o.s.frv. Hinsvegar sýna rannsóknir fram á að spangarklipping í fæðingu veikir grindarbotn kvenna mun meira en ef hann rifnar. Þetta kom m.a. fram í nýlegri doktors-rannsókn Gunny Röckner við Karolinska Instituten í Stokkhólmi, sem ber titilinn Endurskoðun á notkun spangar- klippinga hjá frumbyrjum”. Aðrir “kostir” sem menn höfðu talið að spangarklippingar hefðu í för með sér fyrir konu og barn hafa ekki staðist nanari rannsóknir, og nú er hætt að rnæla með því að konur séu spangar- klipptar í fæðingu. En afhverju er éc að tala um SPANGARKLIPPINGAR HÉR? Ég er með þessu að gefa dæmi um kvernig tveir atburðir sem gerast á sama tima eru ranglega settir í orsakasam- hengi, og hvernig afleiðingin getur °rðið álykt un sem kann að hafa mikil °g langvarandi áhrif á framkvæmd feðingarþjónustu. Nú er um það rætt hvort öruggt sé fyrir konur að fæða hér á Höfn eða hvort best sé að þær fari allar til Reykjavíkur lJGsmæðrablaðið til að fæða, á Landspítalanum. Á undanförnum 1 - 2 áratugum hefur fæðingum úti á landi fækkað og fæðingum á Landspítalanum fjölgað. Á sama tíma hefur burðarmálsdauði lækkað. Því miður gætir gjarnan þeirrar tilhneigingar að setja þessa tvö atriði, burðarmálsdauða og fæðingarstað, í orsakasamhengi. Slíkt hefur ekki aðeins verið gert hér á landi heldur einnig á flest öllum Vesturlöndum, þar sem lækkun burðarmálsdauða hefur verið m.a. þökkuð því að fæðingar fluttust af heimilum inn á sjúkrastofnanir, og síðar hátæknisjúkrahús. En hafa rannsóknir staðfest að þarna sé orsakasamhengi á milli? Svarið er nei! Breski tölfræðingurinn Marjorie Tew hefur gert ítarlegar rannsóknir á burðar- málsdauða versus fæðingarstað, og birtir niðurstöður sínar í bók sem heitir “Safer Childbirth? A critical history of maternity care”. Með því að bera saman opinberar tölur og fjölda rannsókna kemst hún að þeirri niðurstöðu að sú staðreynd að heilbrigðar konur fæða börn sín inni á hátæknisjúkrahúsum hefur líklega elckert með lækkun burðarmálsdauða að gera. Auk þess bendir hún á að opin- berar tölur og rannsóknir sýni að það að fæða á hátæknisjúkrahúsi minnki ekki áhættu fyrir konu í fæðingu. Þegar borin er saman útkoma fæðinga hjá heilbrigðum konum eftir fæðingarstað, ------------------------------ 15

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.