Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1995, Blaðsíða 18

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1995, Blaðsíða 18
þá er nær undantekningarlaust lægri tíðni burðarmálsdauða og lægra “mor- biditet” hjá konum sem fæða heima eða á fæðingarheimilum, en hjá þeim sem fæða á hátæknisjúkrahúsum. Lækkun burðarmálsdauða hér á landi hefur að öllum líkindum lítið með það að gera að hærra hlutfall fæðinga fer fram á Landspítalanum og að fæð- ingum hefur fækkað úti á landsbyggð- Marjorie Tew skýrir hverju þettar sætir (bls. 290): “öll lœknisfrœðisleg meðferð felur í sér meiri eða minni ábattu og kemur því aðeins að gagni ef meðferðin er notuð til að lakna eða fyrirbyggja ástand sem felur í sér meiri áhœttu en sjálf meðferðin. Heilbrigður einstaklingur þarf ekki á lœknisfrœðilegri meðferð að balda. FLestar barnshafandi konur eru heilbrigðar og þurfa því ekki lœknisfrœðilega meðferð, en fizðingarlaknar hafa endurskil- greint meðgöngu og fieðingu sem sjúkdóm, sem þarfnast alltaf einhverrar meðferðar á einhverju stigi, fyrirbyggjandi efekki til Lœkninga. Það sem fœðingar- laknar hafa hins vegar ekki gert, er að vega rétt áhættuna sem felst í meðferðinni á móti áhœttunni semfelst ísjúkleika tengdum bamsburði". Þar sem tœknin er tiL staðar er tilhneiging til að nota hana og þájafnvel stundum til óþurfiar. inni. Orsökina er m.a. að finna í betri meðferð mjög lítilla fyrirbura og veikra barna, auk þess sem ómskoðanir og leg- vatnsástungur eru notaðar til greiningar á ýmsum fæðingargöllum á fósturstigi, sem gætu annars hafa leitt til dauða barnsins. Fóstureyðingar á gölluðum fóstrum hafa þannig átt þátt í að lækka tíðni burðarmálsdauða. Það hefur verið ríkjandi viðhorf síðustu áratugina að líta á fæðingu einungis sem lífeðlislegt ferli eða læknisfræðilegan atburð. Ahersla hefur verið lögð á rannsóknir í lífefna- og lífeðlisfræði æxlunar og sjúkdómafræði sem þeim 16 ------------------------------- tengist. Því miður hefur lítið tillit verið tekið til þess að líffræðilega ferlið fæðing tengist tilfinningalegum og félagslegum þáttum í lífi hinnar verðandi móður órjúfanlegum bönd- um. Kona er ekki einungis einhver líf- fræðilegur massi sem sér um að ala fóstrið, og síðan að flytja það úr leginu í heiminn. Fæðing er tilfinninga- þrunginn viðburður í lífi hverrar konu og fjölskyldu hennar, sem er einnig háður félagslegum aðstæðum ekki síður en líffræðilegum þáttum. Rannsóknir hafa staðfest að umhverfi og líðan hafa mikil áhrif á gang fæðing- ar. Konum gengur best að fæða í kunn- --------------------- LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.