Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1995, Blaðsíða 15

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1995, Blaðsíða 15
hver athugasemd, jafnvel hugsanir okkar eru varanlega greyptar í minni þeirra kvenna sem við önnumst. Áhrif okkar á samfélagið eru langlíf og óhagganleg. Við erum geymdar en ekki gleymdar. Ljósmæðrastarfið er streituvaldandi, vegna þess að til að vinna starfið vel þarf Ijósmóðirin að gefa gífurlega mikið af sjálfri sér, og hún verður ósjálfrátt hluti af hinni nýju fjölskyldu sem hún hefur tekið að sér að annast. Til að gera henni mögulegt að vera uppspretta styrks og líknar þarfnast hún sjálf stuðnings og blíðu. Ljósmóðir sem vill vera þess megnug að veita góða umhyggju þarf fyrst að hafa fundið sér stuðning. Ef hún er heppin á hún þegar góða að, samstarfsmann, elskhuga, systur, foreldri eða maka, en oft eru slíkir valkostir ekki fyrir hendi og ljós- móðurin þarf að skapa sér stuðningshóp. Árum saman hefur hjúkrunar- fræðingum og ljósmæðrum verið ráð- lagt “ekki taka of mikið inn á þig”, og það hefur oft verið notað sem gagnrýni á hjúkrunarfræðinga og ljósmæður að “hún tekur vanda sjúklingana of mikið inn á sig”. En það hefur orðið æ ljósara og betur viðurkennt að margir ganga í þessar stéttir einmitt vegna þess að þeir vilja eiga aðild að lífi annarra. Það er einnig vitað, að sá eiginleiki sem flestar konur vilja einmitt finna hjá þeim sem annast þær á meðgöngu, í fæðingu og sængurlegu er að þeir sýni hluttekningu - hafi áhuga á þeim sem fólki en ekki bara hverjum einum vanfærum líkama sem þarfnast meðferðar.” (þýS. I. G.) Aðalfundur LMFÍ verður kaldi Ó.maí n.k. kl 13.30. í sal BSRB á 4. kæð. mn LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 13

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.