Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1995, Blaðsíða 22

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1995, Blaðsíða 22
Alþjóðasiðareglur ljósmæðra Formáli Hlutverk AJþjóðasambands Ijósmæðra (ICM) er að efla þá umönnun sem konum, börnum og fjölskyldum stendur til boða í heiminum í dag með því að stuðla að menntun ljósmæðra, þróun og viðeigandi hagnýtingu á störfum þeirra. f samræmi við það meginmarkmið að Ijósmóðir skal stuðla að bættri heilsu kvenna, leggur Alþjóðasamband Ijósmæðra til eftirfarandi siðareglur til leiðbeiningar við menntun, störf og rannsóknir ljósmæðra. Þessar siðareglur virða konur sem persónur, stuðla að réttlæti fyrir alla og sanngjarnri dreifingu gæða í heilbrigðisþjónustu. Siðareglurnar byggja á gagnkvæmu trausti og virðingu og á þeirri meginhugsun að sérhvern einstakling beri að virða sem manneskju. I. Samskipti ljósmæðra A. Ljósmæður virða rétt kvenna til að taka upplýstar ákvarðanir og stuðla jafn- framt að því að konur taki ábyrgð á afleiðingum eigin ákvarðana. B. Ljósmæður vinna með konum og styðja rétt þeirra til að taka virkan þátt í öllum ákvörðunum er lúta að umönnun þeirra. Ljósmæður hvetja konur til að taka þátt í allri umræðu sem á sér stað í samfélagi þeirra um málefni er varða heilsugæslu kvenna og fjölskyldna þeirra. C. Ljósmæður starfa ásamt öðrum konum með heilbrigðisyfirvöldum að því að skilgreina þá heilbrigðisþjónustu sem konur hafa þörf fyrir og þær leitast við að tryggja að þeim gæðum sem standa til boða sé réttlátlega skipt með tilliti til for- gangs í heilbrigðisþjónustu og aðgangs að henni. D. Ljósmæður styðja og styrkja hverja aðra í störfum sínum sem ljósmæður og efla sjálfsvirðingu annarra ljósmæðra sem og sína eigin. E. Ljósmæður starfa með öðru fagfólki í heilbrigðisþjónustu og leita stuðnings annarra eða vísa á aðra sérfræðinga þegar þörf konu fyrir umönnun verður eklti sinnt af ljósmóðurinni einni. LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 20

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.