Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1995, Blaðsíða 9

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1995, Blaðsíða 9
Ráðstefnan sett af forseta ísraels M. Weizmann. Sjá má hluta af ráðstefnugestum, sem voru alls um 1000 manns. Dr. Winstein forseti ráðstefnunnar situr við hlið forsetans. ingar og við skoðuðum þann stað sem talinn er vera gröf Krists. Að loknum hádegisverði var ekið til Betlehem og kirkjan skoðuð sem er kyggð yfir þann stað sem fjárhúsið er talið hafa verið þar sem jesúbarnið fædd- ist. OPNUNARHÁTÍÐ Opnunarhátíð ráðstefn- nnnar var haldin í gömlum Hallargarði umluktum naúrum. Þátttakendur voru frá 51 landi. Einn aðili frá hverju landi kom UPP á svið og fékk í hendur friðardúfu sem öllum var síðan sleppt samtímis og flugu þær upp í stjörnubjartan nætur- hirnininn. Þetta var hugsað sem tákn, um þá von, að friður megi komast á ekki síst í þessum heimshluta þar sem her 0g vopnaburður setja sitt mark á ^aglega lífið. Áherslan var mest lögð á að börn okkar allra og barnabörn megi eygja bjartari framtíð. ^•esta morgun var ráðstefnan sett af ferseta ísraels M. Weizman. Fyrirlestrar Voru stöðugt frá kl 8,30 til 20 öll kvöld. Idér á eftir segjum við frá því sem okkur fennst markverðast úr fyrirlestrunum: F Y R I R L E S T R A R ^ana Shemesh Ijósmóðir og hjúkrunar- ^a-'ðingur frá Jerúsalem (Misgaw Ledach hospital), kynnti rannsókn um „ekki virka“ (non-active) eða nátt- úrulegar fæðingar. Tilgangur rann- sóknarinnar var að sýna fram á að fæðing án inngripa undir handleiðslu ljósmæðra, leiddi til framúrskarandi fæðingar útkomu. Rannsakaðar voru 77 konur í eðlilegri meðgöngu sem voru hvattar til að fæða á náttúrulegan hátt og fengu þær einstaklingshæfa meðferð. Niðurstöðurnar sýndu: - Mjög lága keisaratíðni (5,2%). - Lágmarksnotkun á verkjalyfjum (14,3%). - Apgar stig voru há (meðaltal 8,8 og 9,9). - Episiotomíur voru sjaldan gerðar og það var engin 3°ruptura og í mögum tilfellum var spöngin heil hjá frum- byrjum. '•Jósmæðiubladid________________________________——---------------------- 7

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.