Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1995, Blaðsíða 25

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1995, Blaðsíða 25
Utgáfusíöan Umsögn um myndina Kærleikur viðfyrstu sýn Kærleikur við fyrstu sýn (Kjærlighet för förste blikk...) er heillandi mynd um meðgöngu, fæðingu og hið nýfædda barn. Mynd sem ljósmæður og læknar mæla með. Myndin er gefin út af norska Lj ósmæðrafélaginu. Myndin svarar mörgum af þeim spurningum sem koma upp í huga þeirra kvenna sem eiga von á sínu fyrsta barni. Þeim konum sem hafa átt barn áður gefur myndin dýpri skilning og innsæi í þá upplifun sem í vændum er. Myndin fjallar um hvernig konur geta undirbúið sig, líkamlega, andlega og tilfmningalega undir fæðinguna og haft sjálfar áhiif með því að vera virkar í fæðingunni. Einnig er fjallað um fæðingarstellingar, kynlíf á meðgöngu, fæðinguna og nýburann. Öfædda barnið er einstaklingur; næm og lítil mannvera. Myndbandið fjallar um uýjustu rannsóknir sem sýna að skilningarvit ófædda barnsins eru vel þroskuð og f'arnið sér, heyrir og finnur bragð. Það sem barnið „upplifir“ á meðgöngunni er uúkilvægara fyrir vöxt þess og þroska í framtíðinni en menn hafa gert sér grein fyrir fúugað til. ^tyndbandið er til hjá Ljósmæðrafélagi íslands, Grettisgötu 89, Reykjavík, til Utláns fyrir ljósmæður. Ingibjörg Eiríksdóttir og Kristín ]. Sigurðardóttir, Ijósmœður á Fœðingargangi Landsspítala. LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 23

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.