Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2005, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2005, Blaðsíða 3
DV Fyrst og fremst FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ2005 3 Þau Símon, Hildigunnur, Gunnar, Óli, Anna og Laufey eru önnum kafin í bæjarvinnunni. „Jú, þetta er fínt. Við erum að planta stjúpmæðrum og þetta verður huggulegt. Það er líka fínt að vinna úti svona í sólinni," sögðu þau. Þessa dagana flykkjast ungmenni í bæjar- og unglinga- vinnu, frelsinu fegin, út í garða, á torg og umferðareyjur £ bæjarfélögum landsins og vinna að því að fegra umhverfið með því að reyta arfa, planta blómum og hreinsa til. Sum í þessum hópi voru að útskrifast úr menntaskóla og eru að undirbúa sig undir frekara nám. Spurning dagsins Hvað þykir þér um Ijósmyndasýningar við Austurvöll? Góðar myndir en Ijótir stöplar „Mérþykirþetta skemmtilegt fram- tak og er ánægð með myndirnar sem hafa verið sýndar hingað til. Öðru máli gegnir um stöplana sem halda þeim uppi, en það er engin prýði að þeim." Hildur Baldursdóttir barnabóka- vörður. „Mér þykja þetta alveg yndislegar myndir og er mjög ánægð að hafa þær í bænum." Alison Kosnett, bandarísku utan- ríkisþjónustunni. „Þetta er frá- bært framtak og mjög flott, ég býð forseta þingsins vel- kominn í heiminn!" KarlJónas Kárason, aðstoð- arverslunarstjóri í Jack and Jones. „Þetta eru flottar sýning- ar og mynd- irnar skemmti- legar. Það á umfram allt að halda þessu áfram, heldég." Egill Búason málari. „Éghefbara aldreiséð þessar sýning- aroggetþess- vegna ekkert sagt um þetta." Svala Rún Sigurðardóttir. Meirhluti viðmælenda DV að þessu sinni er ánægður með Ijós- myndasýningar á Austurvelli. Það viðhorf kom þó fram að stöplarn- ir sem notaðir eru til þess að setja upp myndirnar séu ekki nógu fríðir. Forseti Alþingis, Halldór Blöndal, hefur lagt fram kvörtun við borgaryfirvöld og er ekki hlynntur staðsetningu myndanna. „Við erum sjálfsagt að kynna haust- eða jólaútgáfúna þarna," segir Jónatan Garðarsson, dag- skrárgerðar- og leiðsögumaður, um Gömiu myndina að þessu sinni. Hún er tekin á plötukynningu út- gáfufélagsins Steina hf. á skemmti- staðnum Hollywood í nóvember árið 1981. „í þá daga voru alltaf haldnir blaðamannafundir í Holly- wood. Nánast jafii oft og maður fer í laugina í dag. Næstum því daglega, með smá ýkjum. í hvert skipti sem kom út plata var hald- inn blaðamannafund- ur. Þá sátu menn og spjölluðu og sumbluðu svo eitthvað frameftir eftirá. Það var alltaf mikið stuð á þessum fundum og hending hvað var skrifað eftir þetta. Raunar þurftum við að hafa fréttatilkynningar klárar daginn eftir fúndina því það var hending að menn myndu eftir þessu daginn eft- ir. Þetta voru skemmtilegir tímar. Ég myndi ekki vilja breyta þeim.“ Kvótið • sem hefur enga þýðingu, allavegTekkl myndi eg allavega vita að Það væri lifandi maður sem sæti við rrtvélina." Megas íviðtall við DVísept-1 ember2002A Þaö er staðreynd... ...að árið 2003 voru 71.412 hross á fæti á Is- landi, sam- kvæmttölum Hagstafu ís- | lands. * ÞAU ERU HJON Þingmaðurinn & menningarfulltrúinn Hjálmar Waag Árnason alþingismaður fyrir Framsóknarflokkinn er gift- ur Valgerði Guðmundsdóttur menningarfulltrúa Reykjanesbæjar. Val- gerður var lengi kennari við Holtaskóla í Reykjanesbæ og síðar kenndi Jiún í Fjölbrautaskóla Suðurnesja þar sem Hjálmar var skóla- . meistari þar til hann fór fyrst á þing árið 1994. Hjálmar er (fæddur 15. nóvember árið 1950 en Valgerður er fædd 3. júní árið 1955 og heldur því upp á fimmtugsafmæli sitt á morgun. Þau hjón eiga saman tvö börn, Hjálmar á tvö af fyrra hjóna- bandi og Valgerður á eina dóttur fyrir. MENNTASKÓLINN í REYKJAVÍK INNRITUNí Menntaskólann í Reykjavík stenduryfir dagana 5.júníkl.14-17 og 13.-14.júnf kl.9-18. Aðstoð við innritun er veittá þessumtímum og á venjulegum skrifstofutíma aðra daga. Nemendur 10. bekkjar sækja rafrænt um skólavist, en aðrirsækja um á eyðublöðum sem fá má á skrifstofu skólans eða á www.mr.is. Nemendur velja um tvær meginnámsbrautir með fjölbreyttum kjörsviðum: Málabraut 2 nýmáladeildir 2 fornmáladeildir Náttúrufræðibraut 2 eðlisfræðideildir 2 náttúrufræðideildir Reynsla hefur sýnt að nám í Menntaskólanum í Reykjavík er traustur grunnur fyrir nám á háskólastigi. Nemendur skólans eru um 830 og starfsfólk um 90. Á heimasíðu skólans, www.mr.is, má finna frekari upplýsingar um nám og starf í skólanum. OPIÐ HÚS fyrir 10. bekkinga og forráðamenn þeirra verður sunnudaginn 5.júní kl. 14-17. Þar kynna kennarar og nemendur skólann. Allir eru hjartanlega velkomnir. Rektor Menntaskólinn í Reykjavík við Lækjargötu 101 Reykjavík sími 545 1900 http://www.mr.is leggur traustan grunn að velgengni í háskóla

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.