Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2005, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2005, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ2005 Sport DV Ragnar Sigurðsson (2) Óli Stefán Flóventsson Atli Sveinn Þórarinsson Dennis Silm Sinisa Keklc Helgi Valur Daníelsson Slgþór Júlfusson (2) Guðmundur Benediktsson (2) Björgólfur Takefúsa - , \ mikið þegar ég kom heim, það er miklu erfiðara að komast í landsliðið þegar maður spilar héma heima. Svo skil ég það alveg að ég hafi ekki verið valinn fyrr, ég var bara ekkert að spila nægilega vel. Ég veit ekki hvort ég fæ tækifæri til að spila núna eða ekki en ég hef mikinn metnað fyrir því að leika með landsliðinu og halda mér inni í myndinni.“ Fylkismenn sýndu glimrandi spilamennsku 1 4.umferð Landsbankadeildar karla og tóku Skagamenn í kennslustund á þeirra heimavelli. Besti maður vallarins var Helgi Valur Daníelsson sem lék á miðjunni í leiknum eftir að hafa byrjað mótið sem bakvörður, daginn eftir leikinn var síðan tilkynnt að Helgi hefði verið valinn í íslenska landsliðshópinn. Huaurinn leitar út Z „Það hefur verið góður stígandi í minni spilamennsku, ég vissi að ég gæti gert betur eftir tvo fyrstu leikina og svo fann ég mig vel eftir það. Ég er líka í betra formi en oft áður, mér finnst ég til að mynda í miklu betra formi í ár heldur en í fyrra. Ég var þyngri þá en hef unnið vel í vetur." sagði Helgi Valur þegar DV-Sport tilkynnti honum í gær að hann hefði verið valinn leikmaður umferðarinnar. Við spurðum hann að því hvort honum þætti betra að spila á miðjunni eða sem bakvörður. „Miðjan er mín upphaflega staða, spilaði hana þegar ég var yngri. Ég kann mjög vel við mig á miðjunni þótt mér finnist kannski ekkert endilega betra að spila þar. Mér finnst bara alltaf gaman að vera mikið með í spilinu og fá að vera í boltanum, hvort sem það er á miðjunni eða í bakverði. Ég kann miðjuna betur en það er erfitt að gera upp á milli." Ættum að hafa fleiri stig Helgi segist ekki hafa verið sáttur við sína spilamennsku í fyrra og var ákveðinn í að bæta úr því. „Við erum með nægilega sterkan hóp og gott lið til að geta nartað í þessi lið sem hafa skorið sig úr í deildinni. Við verðum þó að fara að vinna okkar leiki á heimavelli, við erum fullir af sjálfstrausti eftir síðasta leik. Við höfum spilað betur núna heldur en í býrjun síðasta tímabils og ættum með réttu að vera með fleiri stig, það var mjög svekkjandi að fá ekkert út úr leiknum gegn KR en síðan lékum við vel gegn Þrótti í leiknum þar á eftir. En við höfum alveg það sem þarf til að vera að berjast á toppnum." Vil halda mér í myndinni Hjálmar Jónsson dró sig út úr landsliðshópnum sem leikur gegn Ungverjalandi og Möltu í undan- keppni HM. Helgi Valur var kallaður inn í hópinn í hans stað. „Ég kem inn fyrir vinstri bakvörð en það kemur sér samt vel að ég hef spilað margar stöður, þægilegt fyrir þjálfarana að vita að ég get leyst ýmsar stöður á vellinum." sagði Helgi en neitar því að hann hafi beinlínis verið að bíða eftir að fá sæti í landsliðinu. „Það breyttist náttúrulega ið 2000 var Helgi valinn efnilegasti leikmaður efstu deildar hér heima og eftir það fór hann út til Peterborough á Englandi sem lék í 2.deild. Helgi setur stefnuna á að komast aftur út í atvinnu- mennskuna. „Það var ágætt þarna úti í Englandi til að byrja með en svo fékk ég leið á þessu og vildi komast aftur heim. Fótboltinn hjá liðinu var ekki að mínu skapi og ég naut mín ekki mikið, mikill kraftabolti í gangi og ég vildi prófa eitthvað annað." sagði Helgi Valur „Ég væri mikið til í að fá að reyna fyrir mér á einhverjum öðrum stað ef sá möguleiki býðst. Síðustu ár hef ég þrisvar farið út til Svíþjóðar til reynslu og mér líkaði mjög vel þar, hjá AIK og Norrköping. Það kom ekkert út úr því en ég er opinn fyrir nánast öllu, þar á meðal að fara aftur í enska boltann. Samningur minn hjá Fylki rennur út eftir þetta ár og ég verð bara að skoða möguleika mína eftir það. Annars er ég ekkert að stressa mig á þessu, ég var að byrja í Háskólanum í haust og mér líður vel í Árbænum. Það er alveg á hreinu að Fylkir er eina liðið fyrir mig hér á íslandi." elvar@dv.is ■V..J Fylkismenn fara ótroðnar slóðir Fylkismenn hafa átt 63 skot að marki í (4 fyrstu fjórum umferðunum, 17 skotum ^ fleira en næsta lið (FH) og 40 skotum fleira en mótherjar þeirra. Fylkismenn hafa auk þessa fengið 37 af45 hornum sem hafa komiö íleikjum þeirra til þessa ísumar. f ~s Fylkismenn fara í sumar ótroðnar slóðir ÞQ ý I sögu sinni í efstu deild. Fylkismenn hafa ^ þahnig aldrei unniö tvo fyrstu útileiki sína og að sama skapi aldrei tapaö tveimur fyrstu heimaleikjum sínum. Fylkisliðið er nú með 0 stig og markatöluna 2-4 á heimavelli en 6 stig og markatöluna 5-1 á útivelli. Valsmenn hafa verið sérstaklega sterkir í fyrri f hálfleikjum leikja sinna í Lands- bankadeildinni í sumar. Hllðar- endapiltar hafa markatöluna 8-1 út úr fyrri hálfleikjum fyrstu fjög- urra umferðanna en hafa á móti aöeins skorað tvö mörk gegn einu I seinni hálfleik. Annað þeirra er sigurmark Matthlasar Guðmundsson- ar á Fylkisvellinum í þriðju umferð. Það erþvl Ijóst að það borgar sig aö mæta snemma á leiki Valsliðsins. Valsmenn hafa ekki unnið fjóra fyrstu leiki sína á Islandsmóti í27 ár eða síðan liðið vann sextán fyrstu leiki sína sumarið 1978. Sið- ^ an þá höföu Valsmenn unnið þrjá fyrstu leiki sína 1980 og 1991 en bæði árin töpuöu þeir fjórða leiknum sínum, 0-1 á útivelli fyrirFram 1980 og svo 0-3 á heimavelli gegn KR 1991. Valsmenn unnu Fram hinsvegar örugglega 3-0 í fjórða leikn- um í ár. s- Tryggva Guðmundssyni mistókst að A skora í tfunda leiknum í röö þegar hann skoraði ekki í 1 -0 sigri FH á KR-vellinum og um leið er Ijóst að met Arnars Gunnlaugs- sonar frá 1992-95 stendur en Arnar skoraði þáí 11 deildarleikjum í röð. Tryggvi hafði skoraö Isex síð- ustu leikjum sínum með ÍBV1997 og þeim þremur fyrstu með FH-liðinu I sumar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.