Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2005, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2005, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ2005 Fréttir DV Ég víti ykkur Svarthöfði hefur alltaf hrifist af Haildóri Blöndal. Þessi maður hefur á einhvern hátt verið holdgervingur málefnalegrar og þroskaðrar um- ræðu á Alþingi undanfarna áratugi og það hefhr verið hreinn unaður að fylgjast með honum stýra fundum Alþingis með harðri hendi. Þar hefur hann vítt menn út og suður af mikilli hörku og haidið uppi aga sem hver herdeild væri stolt af. Svarthöfði hefur líka tekið eftir að Halldór Blöndal lætur fátt fram hjá sér fara. Til dæmis deilir Svarthöfði óánægju Halldórs vegna steinstöpl- anna sem á að setja upp á Austur- Svarthofði velh vegna einhverrar ljósmynda- sýningar. Þessir stöplar eru mikil umhverfismengun og afskaplega ósmekklegir að mati Haildórs og Svarthöfði er sammála honum. Þessir stöplar falla engan veginn inn í heildarmyndina meö Alþingishús- ið í bakgrunni. Það er greinilegt að óagaðir ein- staldingar ráða ríkjum á þessari sýn- ingu og gaman væri að sjá Halldór kom skikk og skipan á hlutina þar á bæ. Haildór gæti byrjað á að víta Kristján B. Jónasson, hjá Eddu-útgáfu, sem stendur fyrir sýningunni. Þegar hann væri búinn að því þá gæti hann vítt ljósmyndarann Ragnar Ax- elsson sem sýnir myndir sínar á stöplunum. Að lokum gæti hann vítt Svanhildi Konráðsdóttur, sviðs stjóra menningar- og ferðamála Reykjavíkurborgar, fyrir að vera ekki sammála hon- um. Víturnar væru fyrir vítavert smekkleysi og sóðaskap og myndu binda endi á glæstan feril Halldórs, feril sem einkenndist af sannköOuðum víta- hring undir það síðasta. Svarthöföi Allri áhöfninni á Haraldi Böðvarssyni AK12 var sagt upp störfum fyrir síðustu áramót. Skipinu var lagt og fundur haldinn með áhöfninni í matsal skipsins þar sem áhöfninni var sagt að hún fengi áframhaldandi vinnu hjá nýju sameinuðu fyrirtæki, HB- Granda. Mikill hluti áhafnarinnar hefur verið atvinnulaus frá áramótum og segir að nýir stjórnendur kannist ekki við loforð forvera sinna. Okkur var sagt upp störfum seint á síðasta ári þannig að upp- sagnarfresturinn rynni út um ára- mót, enda átti þá að hætta útgerð- inni á Haraldi," segir Karl Kristján Jónsson stýrimaður. Karl var áhafn- armeðlimur á Haraldi Böðvarssyni og er einn þeirra sem sagt var upp störfúm. Flestir skipverjanna eru Skagamenn, en þegar Haraldur Böðvarsson og Grandi sameinuðust fyrir um einu og hálfu ári óttuðust margir Skagamenn að starfsemin yrði færð til Reykjavíkur. „Þeir komu niður í messa þegar við komum í land í síðasta sldptið, Haraldur Sturlaugsson og annar maður. Þeir sögðu okkur þá að við myndum fá pláss með einu eða öðru móti hjá hinu nýja fyrirtæki, HB- Granda, en Grandi var að yfirtaka rekstur Haralds Böðvarssonar á þessum tíma." 15 milljóna króna hluturá ári „Menn skildu þetta þannig að um væri að ræða skipsrúm á nýju Engeynni. Engeyin er nýkomin til landsins og stendur niðri við Reykja- víkurhöfn," segir Karl. Engey REl er nýtt skip í eigu HB-Granda og verð- ur um margt eitt glæsilegasta og best búna fjölveiðiskip íslenska flotans. Kristján segir að eftir miklu sé að slægjast með því að komast á Eng- eyna. Skipið sé gott og hugsanlega sé um að ræða hásetapláss með möguleika á 15 miRjóna króna árs- tekjum. „Það er skiljanlegt að menn séu ósáttir. Best hefði verið ef fyrir- Engey RE1 er nýtt sklp í eigu HB-Granda og verður um margt eitt glæsilegasta og best búna fjölveiðiskip íslenska flotans. Skeljungs- ræníngiá Hraumð Stefán Aðalsteinn Sig- mundsson, sem kallaður hefur verið Skeljungsræn- inginn, er kominn á Litla- Hraun þar sem hann af- plánar fangelsisdóm fyrir Skeljungsránið árið 1995. Stefán var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi í mars og þegar DV ræddi við hann á þeim tíma sagð- ist hann vera að bruna suð- ur að leita ráða, jafnvel með það fyrir augum að áfirýja til Manméttinda- dómstóls Evrópu. Glæpur Stefáns komst upp eftir að fyrrverandi kona hans sagði lögreglunni frá því sem hann hafði gert. Ránsfeng- urinn var fimm miBjónir, þar af var reiðufé um þrjár miUjónir. Réttyfir lögaldri Við húsleit hjá Eiði Th. Gunnlaugssyni, sem ákærður hefin verið fyrir aðild að seinni hluta Dettifossmálsins, fann lögreglan meðal annars myndir á tölvu Eiðs. Á myndum mátti sjá afar unga stúlku í óðviður- kvæmiegum stelOngum og var uppi grunur um að um bamaklám væri að ræða. Efúr nánari eftir- grennslan komst lögregla að þeirri niðurstöðu að óþarfi væri að rannsaka máOð frekar eftir að sanmeynt hafði verið að stúlkan á myndinni væri rétt yfir lögaldri. Þetta staðfesti Eiður sjálfur í samtali við DV. Árrisulir ökufantar Lögreglan í Keflavík hafði afskipti af ökuhraða fjögurra ökumanna á Reykjanesbraut snemma í gærmorgun. Á vef lögregl- unnar kemur fram að sá þehra er hraðast ók hafi mælst á 130 kílómetra hraða á vegarkafla þar sem settur hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund. Samkvæmt reglugerð dómsmálaráðuneytisins má þessi ökumaður búast við að verða sektaður um 30 þúsund krónur, auk þess sem hann fær tvo umferð- arpunkta í kladdann. Karl Kristján Jónsson, fyrrverandi stýrimaður á Haraldi Böðvarssyni AK12, segir að allri áhöfninni hafa verið sagt upp og að HB-Grandi hafi svikið loforð um áframhaldandi vinnu. Skipverjar hafi átt að fá pláss á Engey REl með möguleika á árstekjum upp á 15 milljónir króna. Karl Kristján Jónsson Við hina nýju Engey Hann segir skipverja á Haraldi Böðvarssyni hafa verið svikna um vinnu hjá HB-Granda. tækið hefði komið hreint fram við okkur. Nú er búið að auglýsa eftir áhöfri á Engey og búið að ráðstafa þessum plássum. Ég veit ekki tíl þess að það hafi nokkurn túna verið hringt í okkur sem vorum á Haraldi. Ég var heppinn, því ég ákvað bíða ekki eftir að menn stæðu við þessi loforð og fór og fann mér annað pláss,“ segir Karl. Reyndu að vinna heið- arlega Guðmundur PáO Jónsson sér um starfsmannamál og vef- stjóm hjá HB-Granda. Aðspurð- ur segir Guðmundur að ákvörð- unin um að leggja Haraldi Böðv- arssyni hafi verið tekin meðal annars vegna aldurs skipsins og yfirvofandi viðhaldskostnaðar. „Jú þehn var sagt upp störfum á Haraldi, enda vomrn við að leggja skipinu. Það var haldinn fundur með áhöfninni og við ræddum möguleika á frekari vinnu. Þeim var sagt að ef skips- rúm losnuðu þá mynd- um við auðvitað hafa þá í huga, en engu var lof- að, enda erfitt að gefa loforð í þessari stöðu. Einhverjir fengu vinnu en aðrir ekki,“ segir Guðmundur. Guð mundur sagði einnig að jafiivel þótt stjómendur fyrirtækisins hefðu mannaráðningar á sinni könnu þá væri endanleg ákvörðun um skips- rúm aOtaf skipstjórans. „Við reynd- um að vinna þetta efiis skýrt og heiðarlega og hægt var, en það er nú einu sinni þannig að aOt orkar tví- mæOs þá ‘ gert er,“ segir Guð- mundur. sigtrygg- ur@dv.is Guðmundur Páll Jónsson hjá HB- Granda. Engu var lof að. Einhverjir fengu vinnu, aðrir ekki og allt orkar tvimælis. Hvernig hefur þú það' Éghefþaöbaraágætt- þakka þér fyrir, “ segir Ólafur Jáhannesson kvik- myndagerðarmaður.„Ég er með fætur uppi d borði þessa dagana, meö fingur uppí nefi og ekkert að gera - nema hvað... ég er að dunda mér viö það þessa dagana að skoða bloggsíður á netinu mér til grlðarlegrar skemmtunar. “

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.