Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2005, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2005, Blaðsíða 13
DV Fréttir FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ2005 13 Skammvinnt hjónaband Lækna þurfti til að stía í sundur króatískri brúði og svaramanni brúðguma hennar eftir að gengið hafði verið inn á þau í eldheitum ástarleik. Brúð- urin fékk krampa þegar vinur brúðgumans kom að þeim á klósettinu. Eftir það var engin leið fyr- ir þau að slíta sig í sundur og þurftu þau að þola að gestir í veislunni virtu þau fyrir sér áður en læknar komu á staðinn og létu flytja þau á nærliggjandi spítala. Veislan hélt þó áfram þar sem brúðgum- inn tilkynnti hana haldna í tilefni skilnaðar síns í stað brúðkaups. Eftirsótt fórnarlamb Þýskur maður lenti í því að vera rændur þrisvar sinnum sama kvöldið. Reiner Hamer var að skemmta sér á næturklúbbi í heimabæ sínum Oberhausen þeg- ar þrír menn réðust á hann og rændu veski hans og farsíma. Reiner hringdi í lögregluna úr síma vinar síns. Meðan hann beið réðust svo aðrir þrír á hann og stálu úrinu og sígarett- unum. Þegar Reiner var að jafna sig á annarri árásinni kom svo fimm óþokkar til viðbótar og rændu jakka Reiners og skiptimynt hans. Freudísk Argentínskur dómari var í vik- unni rekinn eftir að dómstóll hafði komist að þeirri niðurstöðu að hann væri latur. Dómarinn, Nestor Narizano, var fundinn sek- ur fyrir þessar sakir eftir að upp komst að hann sótti kúrs í sálfræði í nálægum háskóla á vinnutíma. Nestor segist því hafa verið rekinn fyrir að eyða tveim- ur tímum á dag í að lesa Freud. Hann segist ein- ungis hafa gert þetta til að skilja betur hugarfar glæpamanna. Nestor þykir þetta ekki sanngjarnt og segir þetta setja blett á argentínskt réttarfar. uppsögn Gift í 80 ár Bresk hjón komust í heimsmetabók Guinness í gær fyrir að vera í lengsta skráða hjóna- bandi sögunnar. Percy og Florence Arrowsmith, hann 105 ára og hún 100 ára, létu pússa sig saman 1. júní 1925, og hafa því verið gift í áttatíu ár. Frú Arrowsmith segir leynd- armálið á bak við vel heppnað hjónaband þeirra vera að þau rífist sjaldan og fari aldrei ósátt að sofa. „Ef þið lendið í rifrildi þá sættist þið. Aldrei vera hrædd við að biðjast afsökun- ar,“ sagði frú Arrow- smith. Bílaframleiðandinn Ford er nú orðinn skotspónn hægri samtaka kristinna í Banda- ríkjunum. Bandarísku f}ölskyldusamtökin hafa hvatt meðlimi sina til að kaupa ekki vörur stórfyrirtækisins. Fopd gagnrýntfyrir að styðia samkynhneigða Bandarísku fjölskyldusamtökin, AFA (American Family Associ- ation), hægrisinnuð samtök kristinna, hrundu af stað herferð á þriðjudaginn þar sem bandarískur almenningur er hvattur til að sniðganga vörur frá bflaframleiðandanum Ford vegna stuðnings við samkynhneigða. Formaður AFA, Donald Wild- mon, sagði í yfirlýsingu sem sam- tökin sendu frá sér að Ford fyrir- tækið, sem er annar stærsti bfla- framleiðandi Bandaríkjanna, væri leiðandi meðal bandarískra fyrir- tækja sem vinna leynt og ljóst að því að breyta ímynd fjölskyldunnar og styðja hjónabönd samkyn- hneigðra. Þá er Ford snuprað fyrir að veita tugmilljóna króna styrld til félagasamtaka samkynhneigðra og stefnumála þeirra, auk þess að senda yfirmenn og stjórnendur innan fyrirtækisins á námskeið þar sem samkynhneigð er sögð eðlileg. Ótakmörkuð virðing Varaforseti starfsmannasviðs Ford, Joe Laymon, svaraði fyrir Ford og sagði að fyrirtækið mæti alla jafnt, burt séð frá kynþætti, trú, kyni, kynhneigð, menningu eða líkamlegum burðum, að fyrir- tækið bæri virðingu fýrir viðskipta- vinum sínum og starfsmönnum. Ford var á meðal 56 bandarískra fyrirtækja sem í fyrra fengu viður- kenningu frá Human Rights Campaign, baráttusamtökum „Ford er að gera nokkuð sem það hef- ur neitaðað gera fyrir aðra/' samkynhneigðra, fyrir að bjóða upp á tryggingar fynir maka sam- kynhneigðra starfsmanna, styrkja baráttusamtök samkynhneigðra og markaðssetja vörur sínar fyrir samkynhneigða. Mismunun AFA sendi áskorunina í tölvu- pósti til meðlima sinna, sem telja 2,2 milljónir manna, og sagði tals- maður átaksins, Randy Sharp, að síðdegis á þriðjudag hefðu þá þeg- ar 55 þúsund manns skráð sig sem stuðningsmenn átaksins. Sharp segir markaðssetningu Ford á bfl- um sínum í fjölmiðlum sem ein- beita sér að málefnum samkyn- hneigðra angra sig. Til dæmis sú staðreynd að Ford gefi rúmar 60 þúsund krónur af sölu hvers Jagú- ars eða Land Rovers í sjóð ákveð- inna samtaka samkynhneigðra. Frjálslyndi Ákveðinn hluti afsölu hvers Jagúars rennur til baráttusam- taka samkynhneigðra. I DV-myndir Gettylmages One Man + One Woman 19:4-6 Jesús sagöi: Hjónaband = einn maður + ein kona. Við það styðst fjölskyldufólk I Bandarlkjunum sem gagnrýnir bílaframleiðandann Ford. „Ford er að gera nokkuð sem það hefur neitað að gera fyrir aðra,“ sagði Sharp. Talsmaður Ford neitar þessu og segir fyrirtækið hafa gefið um fimm milljarða króna til ýmissa mála í fyrra. Langstærstur hluti af því hafi farið til menntunarmála. Misheppnað gegn Disney AFA batt nýverið enda á níu ára langt átak gegn Disney-samsteyp- unni þar sem meðlimir samtak- anna og aðrir Bandaríkjamenn vom hvattir til að sniðganga vömr og þjónustu fyrirtækisins þar sem það efndi til uppákoma sem tengdar væru samkynhneigð í skemmti- görðum sínum og byði mökum samkynheigðra starfsmanna trygg- ingar. Átakið virtist litlu skila þar sem hagnaður jókst, sem og gesta- flöldi £ skemmtigörðunum. Heimild: FoxNews.com ísraelska lögreglan í vandræðum Sérkennilegt átak japanskra stjórnvalda Enqin löq qeqn nýnasistum ísraelska lögreglan veit ekki í hvom fótinn hún á að stlga eftir að flett var ofan af hópi nýnasista í land- nemabyggðinni Ariel á Vesturbakk- anum. Engin sérstök lög em til í land- inu sem banna fólki að aðhyllast kenningar nasista. Eftir því sem ísraelska dagblaðið Maariv greinir frá uppgötvaðist hóp- urinn, um mttugu ungir innflytjendur frá lýðveldum Sovétríkjanna sálugu, eftir að lögreglan handtók einn þeirra, tvítugan hermann, vegna gruns um fíkniefhamisnotkun. Her- maðurinn reyndist hafa hakakross tattúeraðan á handlegginn og mikið af niðurhlöðnu efrú um nasistahreyf- inguna í tölvunni sinni. Frekari rann- sókn tengdi hermanninn við hina nýnasistana og em þeir grunaðir um að halda nasistaathafriir og taka þátt í spjaUrásum gegn gyðingum. Talsmaður lögreglunnar segir Gyðingahatur Nýnasistum hefur á undan- förnum árum vaxið fiskur um hrygg og finn- ast nú í landi þeirra sem þeir hata. DV-Mynd Getty Images máhð hið óhugnanlegasta, að íbúar í ísrael ræði á jákvæðum nótum um útrýmingu gyðinga. í landi sem hundmð þúsunda gyðinga sem lifðu ofsóknir nasista af fluttu til. Engin viðbrögð hafa fengist frá ísraelskum yfirvöldum. Jakkafötin auka loft- mengun Japönsk yfirvöld hafa hleypt af stokkunum herferð þar sem starfsfólk er hvatt til þess að varpa hefðbundn- um klæðnaði, svo sem jakkafötum og bindum, fyrir róða og klæðast léttari sumarfamaði. Herferðin er Jfluti af átaki japanskra yfirvalda til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Lofflflti og raki er mikill í stórborg- um Japans á sumrin. Til að vinna á móti því em loftræstingar keyrðar á fullu á vinnustöðum borgarinnar. Fólk í viðskiptalífinu hefur hingað til klæðst hefðbundnum famaði yfir sumarmánuðina en nú er það hvatt til að klæðast léttum sumarklæðum svo hægt sé að draga úr notkun loft- kælikerfa og minnka þannig útblástur gróðurhúsalofttegunda. Junichiro Koizumi Forsætisráðherra Jap- ans setti fordæmi í léttum klæðnaði þegar herferðin fór opinberlega afstað ígærdag. Þetta hefur leitt til þess að fyrir stuttu sást einn ráðherra japönsku ríkisstjómarinnar í skærlitri havaí- skyitu. Þá hefur þmgmönnum jap- anska þmgsms verið sagt að við flest tækifæri megi þeir sleppa jökkum og skyrtum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.