Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2005, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2005, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 2. JÚNl2005 Fréttir DV Kveikt í bifreið Lögreglu á Reykjanesi var í fyrradag tiliynnt um reyk sem lagði frá Miðnes- heiði. Þegar laganna verðir mættu á staðinn blasti við þeim bifreið sem augljós- lega hafði verið kveikt í. Bif- reiðin var á heiðinni milli Garðs og Sandgerðis. Ekk- ert meira er vitað um málið að svo stöddu og er málið í rannsókn. Þá höfðu skemmdir verið unnar á leigubíl sem lagt var fyrir utan skemmtistað við Haftiargötu. Bfllinn var dældaður og rispaður. Vöxtur á Vest- fjörðum Svonefndur vaxtar- samningur Vestfjarða var undirritaður á ísafirði í gær. Samningnum er ædað að styrkja hagvöxt á svæðinu með nýstárlegum aðferð- um sem byggjast á því að styrkja hagvöxt svæðisins innan svokallaðra klasa. Verður svæðinu skipt upp í sjávarútvegs- og matvæla- klasa, mennta- og rann- sóknarklasa og menningar- og ferðaþjónustuklasa. Að- ild að samningnum eiga rfki, sveitarstjórnir, fyrir- tæki og stofnanir. Við- skiptaráherra og bæjar- stjórar voru viðstaddir. Er tími KR liðinn? Búi Bendtsen útvarpsmaöur „Það eru einhverjar breytingar í gangi núna. Þær taka smá tima en ég bið og vona eftir þvl aö ungu strákarnir fái að spreyta sig. Ég gefþessu tvö, þrjú ár. Þá verðum við meistar- ar. Góðir hlutir gerast hægt. “ Hann segir / Hún segir „Ég hef trú á þeim. Þeir eiga eftir að rlsa upp úr lægðinni. Ég bý IVesturbænum en veit voðalega litið um fótbolta. Afi var samt rosalegur fótbolta- kappi og markmaður með ÍBV. Ég held með Eyjamönnum.“ Sigríöur Lund útvarpskona. Yfirlæknir á sjúkrahúsinu í Frederikstad, Björn Moum, telur að Sigurður H. Björns- son, starfsmaður Landspítala, hafi smitast af hermannaveiki heima á íslandi. Þrátt fyrir það sitja íslensk heilbrigðisyfirvöld fast við sinn keip og halda því fram að smitið hafi átt sé stað erlendis. Aðstoðarlandlæknir segir fullum fetum að engin rannsókn muni fara fram. Norðmenn segja að ef starfsmaður hjá þeim myndi smitast færi fram opinber rannsókn. Yflrgnæfandi líkur að hermannaveihin hafl smtasla Smitaðist á íslandi Norskurtæknir telur Sigurð H. Björnsson hafa smitast af hermannaveiki heima á íslandi en ekki erlendis eins og íslensk Iheilbrigðisyfirvöld hafa haldið fram, „Þetta er mikil fjölgun á smitum milli ára, óeðlilega mikil að mínu mati „Það þarf enga rannsókn," sagði Matthías HaUdórsson aðstoð- arlandlæknir er blaðamaður DV bar undir hann álit norsks sér- fræðings, Björns Moum, yfirlæknis á sjúkrahúsinu í Fredriksstad í Noregi, sem hvetur yfirvöld á fslandi til að láta fara fram opin- bera rannsókn á því hvar Sigurður H. Björnsson, starfsmaður Landspítala - háskólasjúkrahúss, smitaðist af hermannaveiki. Allar lflcur eru á því að smitið hafi átt sér stað hér á landi. Björn Moum er einn þeirra lækna hefur fariö fyrir þeim hópi sem ann- ast umönnun þeirra sem veikst hafa af hermannaveiki í Noregi en und- anfarið hafa sex manns látist af völd- um sjúkdómsins. Björn þekkir sjúk- dóminn vel og er ósammála Matthíasi Halldórssyni um að ekki þurfi að fara fram opinber rannsókn: „Það eru yfirgnæfandi lflcur á að sjúklingurinn sem um ræðir, starfs- maður Landspítala, hafi smitast af hermannaveiki áður en hann fór til Ítalíu," segir Björn en blaðamaður skýrði út fyrir honum ferðalagið og þá staðreynd að hann veikist á þriðja degi ferðarinnar. Hermannaveiki smitast yfirleitt á sjúkrahúsum. „Tíminn sem líður frá því fólk smitast þar til það verður alvarlega veikt er yfirleitt þrír til tíu dagar. Hér í Noregi eru hins vegar sterkar vís- bendingar um að margir sjúkling- anna hafi borið sjúkdóminn í allt að tvær vikur áður en þeir veiktust," segir Björn. Smitaðist á íslandi Eins og DV hefur þegar greint frá hélt Sigurður utan 12. maí og veiktist alvarlega þann 15. maí. Til þess að útiloka smit á íslandi hefði hann því þurft að smitast strax á fyrsta degi úti á Ítalíu. Það er fræðilega mögu- legt en Bjöm telur það mjög ólfldegt: „Þar sem 120 manns vom með þessum manni í ferðinni hefði ég talið að fleiri farþegar hefðu smitast. Þar sem það gerðist ekki og með til- liti til þess hvenær hann varð veikur tel ég yfirgnæfandi líkur á að hann hafi smitast á fslandi," segir Bjöm. Forstjórinn veit ekkert Helgi Már Arthúrsson, upplýs- ingafulltrúi heilbrigðisráðuneytis- ins, sagðist í samtali við DV ekkert vita um málið og að Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra væri í útlöndum og hefði því ekkert um það að segja. Hann benti blaðamanni DV hins- vegar á Magnús Pétursson, forstjóra Landspítala - háskólasjúkrahúss. „Ég er ekki rétti maðurinn til þess að ræða þessi mál þar sem ég er hag- fræðingur," sagði Magnús og benti á læknana sína. Ólafur Guðlaugsson, smitsjúk- dómalæknir á Landspítalanum, vildi Fleiri smitast í ár en í fyrra Hermannaveiki er bráður lungnasjúkdómur sem einkennist af lungnabólgu og oft vefjabreytingum í lifur, nýmm og miðtaugakerfi. Um er að ræða bakteríu sem þrffst með- al annars í vatnslögnum í nuddpott- um og sturtuhausum og loftræsti- kerfum bygginga og dreifist þaðan. Veikin berst ekki manna á rnilli, en getur þó orðið að farsótt eins og dæmi hafa sýnt, það nýjasta í Noregi þar sem sex hafa látist og hundruðir smitast, sumir mjög illa haldnir. Undanfarin ár hafa aðeins tvö til þrjú tilvik af hermannaveiki komið upp á ári á íslandi en fyrstu fimm mánuði þessa árs hafa fimm tilvik hermannaveiki komið upp sam- kvæmt Landlæknisembættinu. „Þetta er mikil fjölgun á smitum milli ára, óeðlilega mikil að mínu mati," segir Björn, yfirlæknirinn í Noregi. „Ef ég myndi stjóma aðgerð- um á íslandi myndi ég strax fara fram á rannsókn og athuga mjög gaumgæfilega hvort þetta fólk hefur verið á sama stað á svipuðum tíma því þetta gæti verið faraldur," segir Björn. Vill rannsókn Björn Moum, yfirlæknir i Nor- egi (t.v.), telur íslensk heilbrigðisyfirvöld ekki bregöast rétt við. Uppruni smitsins enn ókunnur Björn Moum, yfirlæknir á sjúkrahúsinu í Fredriksstad, hef- ur sinnt mörgum sjúklingum með hermannaveiki í tengslum við faraldurinn í suðurhluta Nor- egs. Hann segir aö enn séu marg- ir illa haldnir af veikinni og að óvíst sé með hvort þeir nái sér. Þrátt fyrir rannsókn hefur heil- brigðisyfirvöldum ekki enn tekist að komast að því hvar uppruna veikinnar er að finna og em menn mjög uggandi yfir því. ekkert tjá sig um hvort opinber rannsókn færi ffam og benti á Har- ald Briem, sóttvamalækni landlæknisembættisins. Haraldur var ekki til við- tals í gær en DV reyndi . ítrekað að ná í hann. f Skildi meðal annars eftir \ skilaboð hjá Landlæknis- j embættinu en fékk ekkert 'j svar. Haraldur er ekki með ’ skráðan GSM-síma. IJón Kristjánsson heilbrlgðis- ráðherra í útlöndum og svarar enguum hermannaveiki á Islandi. johann@dv.is sigtryggur@dv.is Haraldur Briem sótt- varnalæknir DVhringdif ftrekað I Harald og skildi eftir skilaboð á skrifstofu hans. Hann svaraði þeim ekki f gær og er ekki með skráðan GSM-sfma. Jónína Benediktsdóttir er gjaldþrota en hefur það samt gott. Leigir 100 milljóna króna hús í Stigahlíðinni Athcifhakonan Jónína Benedikts- dóttir er gjaldþrota. Það kemur samt ekki í veg fyrir að hún geti leigt 295 fm einbýlishús í Stigahlíðinni þar sem hún býr ásamt þremur börnum sínum. Eigandi hússins, sem metið er á 100 milljónir, er húsasmíða- meistarinn Skúli Magnússon. Hann byggði húsið sjálfur en sagðist aldrei hafa búið þar. Skúli sagðist hafa ákveðið að hjálpa Jónínu þegar hún átti í erfið- leikum og því veitt henni húsaskjól. Hann sagði aðspurður að markaðs- verð hússins á leigumarkaði væri um 300 þúsund krónur en að Jónína fengi einhvern afslátt. „Hún er góð- ur leigjandi sem stendur alltaf í skil- um. Eg veit ekki hvernig hún fer að því að borga leiguna en hún kemur um hver mánaðarmót. Ætli Jóhann- es sé ekki að hjálpa henni," sagði Skúli en Jóhannes og Jónína komu að skoða húsið með kaup í huga þegar þau voru saman. „Ég held að hún hafi fallið fyrir húsinu enda er það ágætt í alla staði. Það er stórt en samt á einni hæð og garðurinn er afskaplega skjólgóður. Ég veit ekki betur en að henni lfki afar þama," sagði Skúli sem býst þó við að selja húsið á næstu mánuðum. „Ég veit ekki hvort Jónína vill kaupa hús- ið, það verður bara að koma í ljós," sagði Skúli.------------------ Jónína Ben Býr eins og drottning í 100 milljóna króna húsi f Stigahlfðinni ■ ■

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.