Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2006, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2006, Blaðsíða 10
1 0 MÁNUDAGUR 20. MARS 2006 Fréttír DV Valur er bráðgreindur og vinn- usamur með afbrigðum. Hann skilar öllu vei afsér og hefur sterka réttlætiskennd. Hann er mjög harður á þvi að sannleikurinn komi fram í því máli sem hann fjallar um. Valur er með mjög dýran vínsmekk og er þrjóskari en andskotinn. Hann ermjög frjálslyndur og sérlega óhandlaginn. „Dulur á einka- hagi sina efhægt erað kalla það galla.Annars dettur mér engir galará Vali í hug." Gísli Gunnarsson, pró fessor í sagnfræðl. „Bráðgáfaður og skemmtilegur, harðduglegur, sjálfstæður I skoð- unum og óhrædd- ur við að feta ótroðnar slóðir, trausturog góður vinur. Þrjóskari en andskotinn. Með mjög dýran vínsmekk." Árni Snævar, æskuvinur. „Mjög traustur vin- ur, ráðagóður, eld- klár, sérvitur og af- burðaskemmti- tegur félagi. Hann ersérlega óhand- laginn. Lítill snikk- ari. I gamla daga i fótboltanum má segja að hann hreyfði sig lítið án bolta." Aöalsteinn Norberg, æskufélagi. Valur Ingimundarson er dósent í sagnfræði við Háskóla íslands. Valur er fæddur 27. febrúar 19611 Reykjavík. Sonur hjónanna Ingimunds Sigfússonar, fyrrum sendiherra og forstjóra Heklu, og Valgerðar Valsdóttur. Áður en Valur hófstörfhjá Háskóla íslands vann hann hjá Morgunblaðinu og Sjón- varpinu samhliða námi. Valur varði doktor- ritgerðina sína við Colombia-háskólann í New York. Ritgerðin fjallaði um Austur- og Vestur-Þýskaland í samhengi við stefnu Bandarlkjanna í kalda stríöinu á árin- um 1950-1954. Valur er fráskilinn. Tíri fann dóp Hinn galvaski fíkniefna- hundur, Tíri, aðstoðaði lög- regluna í Borgamesi um helgina. Lögreglan stöðvaði mann á þrítugsaldri sem grunaður var um fíkniefna- misferli. Var hundurinn kaUaður til með þeim af- leiðingum að lítilræði af kannabisefnum fundust í bifreið mannsins. Talið er víst að efnin hafi verið ætluð til neyslu. Mann- inum var sleppt að loknum yfirheyrsl- um en mun væntan- lega verða sektaður fyrir brot á fíkniefna- löggjöf- inni. Misjafnt er hvernig leyfi til náms á launum er háttað hjá ríkisstofnunum. Heimild er fyrir því að yfirmenn geti umbunað starfsmönnum á þann hátt en sjaldnast lengur en í tvo til þrjá mánuði. Samgönguráðuneytið sýndi mikla rausn og sendi einn starfsmanna sinna í Háskólann í vetur og greiðir full laun á meðan. Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi hefur kallað eftir skýrum reglum svo starfsmönn- um sé ekki mismunað. Ráðuneytisstarismaður í námi i allan vetur á lullum launum „Það er rétt, Stefanía heldur fullum launum á meðan hún er fjar- verandi vegna náms,“ segir Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytis- stjóri í samgönguráðuneytinu sem greiðir henni laun í allt að níu mánuði á meðan hún stundar nám í bókasafnsfræði við félags- vísindadeild Háskóla fslands. Ekki er hefð fyrir því að veita starfsfólki námsieyfi í heilan vetur á fullum launum í samgönguráðuneyt- inu en Ragnhildur segir að ákvörðun um leyfi Stefamu hafi stjómendur ráðuneytisins tekið upp á eigin spýt- ur. Stefanía vel að leyfinu komin „Stefanía er vel menntuð mann- eskja og vel að þessu námsleyfi kom- in enda hefur hún starfað í fjórtán ár í samgönguráðuneytinu. Hún er af- bragðs starfsmaður ogvið mátumþað svo að okkur væri akkur í að hún menntaði sig. Því tókum við þessa Sigurður Þórðarson rikisendurskoðandi Hefur kallað eftir skýrum reglum um námsleyfl starfsmanna ríkisins. ákvörðun en hún kemur aftur til starfa í maí. Ég á ekki von á öðm en hún verði áfram hjá okkur," segir Ragnhildur sem telur fé ráðuneytis- ins vel varið í menntun Stefaníu. Hún neitar hins vegar að Stefanía hafi skrifað undir bindandi samning um að koma aftur enda sé ekki ástæða til að draga loforð hennar um að vinna áfram í ráðuneytinu, í efa. Heimild fyrir námsleyfi í kjarasamningi Félags háskóla- menntaðra starfsmanna stjórnar- ráðsins er ákvæði um starfsmaður haldi launum sínum í framhalds- námi hafi hann unnið í fjögur ár eða lengur hjá sama launagreiðanda. Lengd leyfis sé allt að tveir mánuðir á fjögurra ára fresti. Samkvæmt þessu ákvæði er samgönguráðuneyt- inu heimilt að veita Stefamu sjö mán- aða leyfi á launum. Gunnar Bjömsson forstöður launaskrifstofu fjármálaráðuneytis- ins segir ákvæðið ekki þýða áunnin rétt starfsmanna, heldur sé það alfar- ið undir stjórnendum stofnanna rík- isins eða ráðuneyta hvort það er gert. Ekki er veitt fjárveiting til þessa, held- ur verða stofnanir að taka af eigin rekstarfé, veiti þeir -'•'‘1 starfsmönnum sín- ' um leyfi til náms. Litið á námsleyfi sem fjárfestingu Gunnar segist ekki hvort þetta ákvæði sé „Hún kemur aftur til starfa í maí. Ég á ekki von á öðru en hún verði áfram hjá okkur í mikið notað, það komi launaskrif- stofunni ekki við. „Ég býst við að litið sé á þetta sem ákveðna fjárfestingu að starfsmenn mennti sig betur." Sigurður Þórðarson ríkisendur- skoðandi segist vita til þess að stofn- anir veiti einstaka starfsmönnum styttri námsleyfi. Sjaldgæfara sé hins vegar að greidd séu laun í heilan vetur. Hef óskað eftir reglum um námsleyfi til starfsmanna „Það mælir í sjálfu sér ekkert gegn því. Yfirmönnum stofnana er í sjálfvald sett að veita námsleyfi á launum, svo lengi sem fé til þessa er tekið af eigin rekstrarfe. Við höfum því ekki gert athugasemdir við að einstaka starfsmenn séu á launum í námi. Hins vegar hef ég óskað eftir því við fjármálaráðuneytið að ákveðnar reglur verði gerðar um þessi mál þannig að þau séu í föstum skorðum. Það er alltaf far- sælla að hafa svona hlunnindi á hreinu, þannig að starfsfólki sé ekki mismunað og enginn vafi leiki á hvemig á þessum málum beri að taka," segir Sigurður. Aðkomumaöur leyfir ekki bæjarbúum að leggja veg Mótmæltu töfum vegna bjórbruggverksmiðju Árskógssandur í Eyjafirði logar í deilum vegna Ara Axels Jónssonar lóðareiganda. Hann heimilar ekki bæjarbúum að leggja veg í gegnum lóð sína til þess að auðvelda upprisu lítillar bjórbruggverksmiðju sem ver- ið er að reisa í byggðarlaginu. Bæjar- búar komu saman og mótmæltu að- gerðum Ara sem girti allt svæðið af í gær. Lögreglan var með viðbúnað vegna þessa. „Þetta torveldar framkvæmdir gríðarlega," segir Agnes Sigurðardóttir en bæjarbúar em æfir vegna þess að Ari seinkar fram- kvæmdum á nýsköpunarverkefni bæjarbúa sem mun skila af sér fimm til sjö störfum í þessu 120 manna byggðarlagi. „Fólk er mjög svekkt yfir þessu héma," segir Agnes og bætir við að fólk sé almennt pirrað á honum Ara | Lögreglan á tali við bæjarstarfsmann Lög■ reglan varmeð viðbún- að vegna mótmæla. sem hún kallar atvinnutuðara. Sam- kvæmt Agnesi er það á deiluskipulagi Dalvikurbyggðar að leggja veg í gegn- um lóð Ara en hann sjálfur rukkar heldur hærra verð fyrir lóðina en gengur og gerist þegar bæjaryfir- völd borga fyrir slíka upptöku. „Það verður ekkert jarðrask nema farið sé að lögum," segir Ari Axel sem er bú- settur á Akureyri en hann segir að vinnuvél hafi farið inn á lóð hans fyrir rúmri viku síðan og unnið spjöll á henni. Vegna þessa hefur hann girt alla lóðina af. Ari segir að bæjaryfirvöld hafi rúma lagaheimild tií þess að gera Agnes Sigurðar- dóttir Bæjarbúareru óánægðir vegna tafa á upprisu bjór- bruggverksmiðju. lóðaskika upptækan svo það sé hægt að byggja á honum en hann bætir við að ekki sé búið að fara eftir settum lögum og því beri honum engin skylda til þess að láta skikann eftir. Hann segir að ákveðnar leikreglur verði að vera við lýði þegar svona lag- að kemur upp og að annað sé ekki boðlegt. „Ég vona að þetta leýsist að hætti siðaðra manna," segir Ari sem viU óska öUum hins besta og tekur sérstaklega fram að hann sé maður ffiðsemda og vUji engar deUur. valur@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.