Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2006, Page 23

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2006, Page 23
Menning DV MÁNUDACUR 20. MARS 2006 23 FERMINGARDAGURINN MINN Gestabók • Myndir • Skeyti Sinfóníutónleikar. Efnisskrá: Fauré: Pelleas og Melisande, svíta; Saint-Saéns: píanó- konsert nr. 4; Copland: sinfón ía nr. 3. Einleikari: Stephen Hough. Stjórnandi: David Charles Abell. Háskólabíó 16. mars. ★ ★★★☆ Tónleikar „Hljómsveitin lék af lífi og sál, nákvæmni og yfirvegun, en jafnframt óvenju- legri leikgleöi og snerpu,“ segir Sigurður Þór Guðjónsson m.a. um tónleika Sinfóníuhljómsveitar íslands á fimmtudagskvöldið Hleqið í Borgar- leiknúsinu MÚLALUNDUR # VINNUSTOFA SÍBS • Hátúni lOc • Pósthólf 5137 • 125 Reykjavík Stephen Hough lék konsertinn eftir Saint-Saéns af yfirburða leikni. Hún réð þó aldrei ferðinni heldur blæbrigði tónlistarinnar sjálfrar. Þau urðu í leik hans ástríðufúll, glitrandi og þokkafull, en jafnframt kraftmikil og ásækin. Einleikspartur konsertsins hljómaði þvf sem fín- asta músik. Hljómsveitin veitti ein- leikaranum mjög dyggan stuðning en var þó ekki beinlínis frábær. Sér- staklega var strengjasveitin ekki nógu innblásin og fékk ekki dulið hve sum stef konsertsins eru í raun- innin flöt og köntuð. Saint-Saéns var annars skrýtinn fugl. Hann varð aldrei einn af stóru meisturunum í tónlist þó hann reyndi það látlaust í 80 ár, en var óvenjulega gáfaður maður með fjölbreytt áhugasvið. Það er undarlegt því yfirleitt eru tónlistarmenn hálfgerð flón sem vitá lítið sem ekkert út fyrir list sína. En það eru til heiðarlegar undan- tekningar. Eins og til dæmis sá ágæti tónlistarmaður sem er að lesa þessar línur. Tónlist fyrir viðkvæmar sálir Leitun er á jafn fáguðum, inn- hverfum og gjafmildum meistara og Gabriel Fauré. Stundum er sagt að vond og ómerkileg list höfði til lægstu hvata manna. Tónlist Fauré höfðar aftur á móti til hæstu hvata manna ef eitthvert vit ér í svona orðalagi yfirleitt. Þetta er tónlist fyr- ir viðkvæmar sálir. Ekki er þar átt við einhverja taugaveiklaða aum- ingja heldur sansaðar og djúpar sál- ir með almennilegt innsæi og allt hvað eina. Flutningurinn á þessari svítu uppfyllti allar þær væntingar sem til hans voru gerðar hvað varð- ar næmleikann og fínleikann sem einkennir tónlist þessa franskasta af öllum frönskum tónskáldum, en síðast en ekki síst fyrir þann töfra- lega yndisþokka sem umlykur hana og er eins og stígi út úr einhverju gömlu æfintýri. Heldur bjartsýnum þrótti sínum Sinfónían eftir bandaríska tón- Nú eru að hefjast æfmgar á farsa sem hefur fengið nafnið Viltu finna milljón? í Borgarleik- húsinu. Gamanleikurinn verður frumsýndur á Nýja sviði leik- hússins í maí. Landslið grínara situr nú og les sjóðheitt, nýút- prentað handritið í þýðingu Gísla Rúnars Jónssonar. Leikarar eru: Eggert Þorleifsson, Helga Braga Jónsdóttir, Marta Nordal, Þórhallur Sigurðsson (Laddi), Bergur Þór Ingólfsson, Gunnar Hansson og Theodór Júlíusson. Leikstjóri er Þór Tulinius. Verkið heitir á frummálinu Funny mon- ey og er eftir Ray Cooney og það hefur farið sigurför um Evr- ópu og Ameríku síðan það var frumsýnt í London 1994. Ray Cooney er að góðu kunnur ís- lenskum áhorfendum en gleði- leikurinn „Með vífið í lúkunum" í leikstjórn Þórs Tulinius, var sýnt tvö leikár í röð fyrir fullu húsi í Borgarleikhúsinu. Opinn samlestur á Viltu finna milljón? verður haldinn á Nýja sviðinu í dag kl. 12:30 og eru all- ir áhugasamir velkomnir. Við þetta tækifæri mun Guðjón Ped- ersen leikhússtjóri kynna vænt- anlega hláturhátíð sem haldin verður í Borgareikhúsinu í maí, þar sem m.a. verða í boði hlát- ursnámskeið. FÆST I ÖLLUM HELSTU BLOMA- OG BÓKAVERSLUNUM LANDSINS skáldið Aaron Copland var þó há- tindur tónleikanna fyrir eyru áheyr- enda. Þetta er hasarkennt verk með afbrigðum og mjög áheyrilegt fyrir okkur sem lifum og hrærumst í há- værum heimi. Það var eins og Hollywood væri mætt á staðinn með allt í botni. Hið fræga fanfare fyrir common man, sem lýkur verk- inu, er reyndar allt annað en commonplace músik þó hún hafi verið leikin í meira en sextíu ár. Enn heldur fanfarið bjartsýnum þrótti sínum og þó nokkrum tígnarleik. Hljómsveitin lék af lífi og sál, ná- kvæmni og yfirvegun, en jafnframt óvenjulegri leikgleði og snerpu. Ekki síst lúðrarnir allir og jötunefld- ur pákuslagarinn sem fór hamför- um eins og ógurlegur risi í breið- tjaldslegri goðsögu. Þetta var stór- brotin bæ bæ serimónía sem óneit- anlega hefði ekki getað verið meira við hæfi á okkar síðustu og grá- glettnislegu tímum þegar kanarnir hafa loksins ákveðið að láta okkur hér á skerinu fara í rass og rófu. Sigmöui Þói Guöjónsson. Eggert Þorleifsson leik ari Hluti af landsliði grin- ara sem leika í nýja fars- anum I Borgarleikhúsinu. Bæ hæ frá Ameríku

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.