Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2006, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2006, Síða 17
IJV Sport MÁNUDAGUR 20. MARS 2006 17 Hörður markahæstur Hörður Sveinsson er orðin markahæsti leikmað ur Silkeborg FC þrátt fyrir að hafa aðeins spilað tvo leiki. Hörður, eða „Geysir" eins og hann er nú kallað- ur, hefur skorað fjögur mörk í þessum leikjum og myndar ansi hættulegt sókn- arpar með Dennis Flinta. Silkeborg, með hjálp Harðar, er nú hægt og rólega að sigla upp úr fallbaráttu dönsku deildarinnar. Bjarni Ólafur Eirfksson og Hörður komu báðir til Silkeborg IF í mán uðinum. Guðjón Valur með13mörk Guðjón Valur Sigurðs- son skoraði 13 mörk í eins marks sigri Gummersbach á Kronau Östringen 27-26 í þýska handboltanum um helgina. Róbert Gunnarsson skoraði eitt mark. íslending- ar voru áberandi í leikjum helgar- innar, Snorri Steinn Guðjóns- son skoraði 8 mörk fyrir Minden, sem vann Melsungen 34-30, Þórir Ólafsson skoraði 4 mörk fyrir Lúbbecke, sem tapaði fyrir Hamborg á úti- velli 33-29 og þá skoraði Gylfl Gylfason skoraði 4 mörk fyrir Wilhelmshavne, sem gerði jafntefli 30-30 við Pfullingen á útivelli. Stórsigur hjá AC Milan AC Milan gengu gjör- samlega frá Udinese með fjórum mörkum gegn engu um helgina. Kom úkraínska markamaskínan Milan-mönnum yfir rétt fyrir leikhlé og gerði liðið út af við Udinese á tíu mínútna kafla þar sem að liðið gerði þrjú mörk. Udinese koma mikið á óvart í ár með því að vera ekki skugginn af sjálfu sér á síðasta tímabili þar sem lið- ið komst í meistaradeildina. Situr liðið nú í 16. sæti og er aðeins tveimur stigum frá fallsæti. i toppmálum Gudnumdut Gudmunds- son er í toppmólum med umju strákona stna íFtam, Efnilegir stiákar sem kunna aó taka af skarið á úrslitastundum leikjanna. i klánuðu leikinn og tryggðu topnsætiö Fram er áfram í toppsæti DHL-deiIdar karla í hand- bolta eftir leiki helgarinnar, ekki sist fyrir frammi- stöðu þeirra Jóhanns Gunnars Einarssonar og Sig- fúsar Páls Sigfússonar á lokakaflanum. Fram varð ennfremur fyrsta liðið til að vinna bikarmeistara Stjörnunnar á árinu 2006 þegar liðið vann leik lið- anna í Ásgarði 32-29. UnguFpaui- Jóhann Gunnar Einarsson verður ekki 21 árs fyrr en í september og Sigfús Páll Sigfósson er nýorðinn tvítugur. Eftir að reynsluboltam- ir Sergei Serenko (9 mörk) og Egidijus Petkevicius (21 varið skot) höfðu farið fyrir Frambðinu framan af leik voru það þessir tveir ungu strákar sem tóku yfir leikinn síðustu átta mínútumar og sáu um að landa sigrinum á Stjömunni og tryggja Framliðinu topp- sætið á nýjan leik. Þeir skomðu saman 13 mörk úr aðeins 15 skot- um í leiknum og áttu að auki 11 stoðsendingar og fiskuðu 4 víti. Stjömumenn höfðu unnið 8 af 9 leikjum ársins og ekki tapað leik síð- an í byrjun nóvember en með þess- um ósgri á heimavelli sínum fór væntanlega síðasti möguleiki liðsins á að bæta fslandsmeistaratitlinum við bikarmeistaratitilinn. Framarar em nú komnir með sex stigum fleira þegar aðeins tíu stig em eftir í pott- inum. Haukar unnu einnig sinn leik gegn Þór á Akureyri og em stigi á eft- ir Fram og spennan magnast nú með hverri umferð en liðin eiga að- eins fimm leiki eftir af íslandsmót- inu. Komu sér aftur inn í leikinn Stjörnumenn unnu fyrstu 9 mín- útur seinni hálfleiks 7-1 og náðu að breyta stöðunni úr 13-18 fyrir Fram eins og hún var í hálfleik í 20-19 fyr- ir Stjömuna. Liðin skiptust síðan á að hafa fmmkvæðið næstu mínút- umar eða allt þar til að Framarar náðu tveggja marka forskot þegar Jóhann Gunnar Einarsson skoraði af vftalínunni. Markið var nokkuð um- deilt því Roland Valur Eradze hafði varið vítið frá Guðjóni Drengssyni en dómarar leiksins létu endurtaka það þar sem að Stjömumenn höfðu farið of fljótt inn fyrir punktalínu. Stjömumenn minnkuðu muninn tvisvar í eitt mark en Framarar skor- uðu síðustu tvö mörkin og tryggðu sér sigurinn. Skoruðu sex síðustu mörkin Jóhann Gunnar Einarsson skor- aði flögur af síðustu sex mörkum Framliðsins í leiknum og Sigfús gerði hin tvö og þeir félagar nýttu öll sex skotin sín á lokakaflanum. Það er ljóst að báðir hafa þeir staðið vel undir meiri ábyrgð sem Guðmund- ur Guðmundsson hefur sett á þá. Sigfús stjómar spili og hraða sókn- arleiks liðsins eins og maður með margra ára reynslu í boltanum og Jóhann Gunnar hefur skorað 8,1 marka að meðaltali í sjö leikjum Framara eftir áramót. Hann hefur sýnt mikinn stöðuleika og hefur ver- ið með 8 eða 9 mörk í síðustu sex leikjum. Framlög Sverrris og Þorra Þótt þeir Jóhann Gunnar og Sig- fús hafi verið að gera frábæra hluti er það líka sterk liðsheild og öflug vörn sem átti stóran þátt í sigrinum. Sverrir Björnsson er gríðarlega sterkur í miðju varnarinnar, Þorri Bjöm Gunnarsson spilar einnig mikilvægt hlutverk í framliggjandi vörn Framara og þá varði Egidijus Petkevicius mjög vel í markinu allan leikinn. Sverrir vaktar mjög stórt svæði og það gefúr öðmm leik- mönnum tækifæri að taka meiri áhættu og Framliðið stal sem dæmi 9 boltum af Stjörnumönnum í leikn- um. ooj@dv.is. íslandsmeistaramótið í áhaldafimleikum um helgina Viktor og Sif íslandsmeistarar í fjölþraut I Þrjár efstu Hér sjástþrjár efstu stúlkur I I fjölþraut kvenna; Kristjana Sæunn Ólafs- I dóttir (2. sæti), Sif Pdlsdóttir (1. sæti) og | Friða Rún Einarsdóttir (3. sæti). Viktor Kristmannsson úr Gerplu og Sif Pálsdóttir úr Gróttu urðu um helgina íslandsmeistarar í fjölþraut í áhaldafimleikum karla og kvenna sem fram fór í Versölum í Kópavogi. Viktor varð þar með íslandsmeistari íjórða árið í röð en Sif vann sinn fimmta íslandsmeistaratitil en jafn- framt þann fyrsta síðan 2003. Rúnar Alexandersson úr Gerplu sem fyrir mótið var talinn sigurstranglegastur, átti slæman dag og endaði í 6. sæti. Hann varð síðast íslandsmeistari 2002 en Viktor hefur líkt og Sif unnið fimm sinnum íslandsmeistaratitilinn í fjölþraut. Það vom einkum frábærar æfingar Sifjar á tvíslá sem tryggðu henni sigur á mótinu en í öðm sæti varð íslands- meistarinn síðusm tveggja ára, Krist- jana Sæunn Ólafsdóttir úr Gerplu. í þriðja sæti varð síðan Fríða Rún Ein- arsdóttir úr Gerplu. Viktor Kristmannsson úr Gerplu fékk harða keppni frá bróður sínum Róberti en fyrir keppnina á síðasta áhaldinu munaði aðeins 0,3 stigum á þeim bræðmm. Þrátt fyrir góð tilþrif af beggja hálfu á síðasta áhaldinu, svifránni, stóð Viktor uppi sem sigur- vegari. Anton Heiðar Þórólfsson úr Ármanni varð síðan í 3. sæti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.