Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2006, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2006, Qupperneq 16
16 MÁNUDAGUR 20. MARS 2006 Sport DV G FORMÚLA1 Hvað sögðu þeir? Tileinkaði vini sínum sigurinn „Þetta var fullkominn keppni og frábær sigur. Keppnin var vissulega mjög erfið en ég var með sjálfstraustið í botni alla helgina. Bíll- inn var sér- staklega góð- ur en mér var orðið mjög heitt í bflnum og það tók mikið af mér og ég var því orðinn talsvert þreytt- ur strax um miðjan kappakst- urinn. Ég þurfti að gæta þess að halda uppi einbeiting- unni,“ sagði Giancarlo Fisichella sem missti góðan vin sinn, Pietro Saitta, í bflslysi um síðustu helgi og tileinkaði honum sigurinn. Kappaksturinn reyndi því mjög mikið á andlegan styrk Italans.„Ég missti góðan vinn minn í bflslysi um síðustu helgi og þess vegna er þessi sigur mér sérlega mikilvægur. Ég gef ákveðið að tileinka sig- urinn minningu vinar míns. Bless Pietro," sagði Fisichella. Hefur alltaf reynst mérvel „Hlutirnir hefðu vissulega getað þróast öðruvísi ef ég hefði sloppið við vandræðin í tímatökunni. í dag snérist þetta bara um að reyna að vinna sig upp úr 7. sætinu og reyna að komast sem hæst og það tókst. Ég náði að byrja mjög vel og komst framhjá mönnum með því að bremsa seint í fyrstu beygju. Ég hef góðar tilfinningar til þessar- ara keppni, þetta er frábær braut og hún hefur alltaf reynst mér vel. Ég er mjög ánægður með að vera kom- inn með 18 stig af 20 mögu- legum og hlakka mikið til að keppa í Melbourne," sagði Heimsmeistarinn Fernando Alonso eftir keppni. Aðrir bílar töfðu mig „Ég er augljóslega mjög ánægður með að komast upp á pall en auðvit- að ætluðum við okkur enn hærra og því fylgir þessu líka smá vonbrigði. Við ætlum okkur að fara að vinna kappakstra og mér fannst við sýna það að þessu sinni að við getum það en það eru þó nokkur atriði sem við þurfum að laga áður en orðið getur að því. Það kom nokkrum sinnum fyrir að aðrir bflar töfðu mig og þá sérstaklega þegar ég lenti fyrir aftan Scott Speed á undan öðru við- gerðahléinu. Hefði það ekki gerst þá hefði ég komið á undan Alonso út úr viðgerða- hléinu. Við höfum tvær vikur til þess að vinna í okkar vandamálum og vonandi get- um við náð enn betri árangri í Melbourne eftir þessar tvær vikur," sagði Jenson Button. Þaö hefur lítið breyst milli keppnistímabila i Formúlu 1 kappakstrinum. Á meðan Ferrrari-menn verða fyrir hverju mótlætinu á fætur öðru þá gengur allt upp hjá Giancarlo Fisichella og Fernando Alonso i liði Renault. Fisichella vann aðra keppni ársins sem fram fór á Sepang brautinni i Kuala Lumpur i Malasiu og Alonso, sem hafði unnið þá fyrstu i Barein kom að þessu sinni annar í mark. Tvöfaldur sigur í fyrsta sinn Gi- ! ancarto Fisichella og Fernando Alonso fönguðu i jH f /. .. Jsjjfi iB: mw% | 'tf NAIHT.' ■ — ' umzS B Oarr. * * X 1 t -ii; ■ ‘A w ' '1 Renault-liðið vann tvöfaldan sigur í öðru Formúlu 1 móti ársins, sem fram fór á Sepang brautinni í Kuala Lumpur í Malasíu að- faranótt sunnudagsins og hafa því ökumenn Renault unnið tvo fyrstu kappakstra nýja tímabilsins. Italinn Gíancarlo Fisichella varð á undan félaga sínum Fernando Alonso frá Spáni á Renault að þessu sinni en Alonso hafði unnið fyrsta kappaksturinn í Bar- ein viku áður. Jenson Button á Honda varð síðan þriðji en Alonso hefur sjö stiga forystu í stigakeppni ökumanna eftir mótið og í keppni ökusmiða þá er Renault strax komið með 13 stiga forskot. Giancario Fisichella var fyrstur á ráslínu og vann nokkuð örugglega en það var helst að hann þurfti að verjast hörðum atgangi félaga síns Fernando Alonso um miðjan kappaksturinn. Fisichella bætti hvað eftir annað besta tímann á hring og það var ljóst að hann hafði sigurinn í sínum höndum frá upp- hafi kappakstursins. Þeir félagar tryggðu sér síðan tvöfaldan sigur en þetta er í íyrsta sinn sem Renault vinnur tvöfalt síðan frönsku bfla- smiðirnir snéru aftur f Formúluna árið 2002. Frábærir taktar í fyrstu beygju Heimsmeistarinn Fernando Alonso þurfti að ræsa sjöundi eftir tímatökuna en hann var fljótur að bæta stöðu sína þegar kappakstur- inn sjálfur fór í gang. Hann nýtti sér kraftinn í Renault-vélinni til þess að geysast úr sjöunda sætinu upp í það þriðja strax í fyrstu beygju. Eft- ir seinna þjónustuhléið hafði Fisichella 10 sekúndna forskot en Alonso sótti að honum og var bú- inn að minnka forskotið niður f 8 sekúndur þegar liðsfélagarnir KkTVAULT Renault-mennirnir Giancarlo Fisichella og Fernando Alonso fagna Eigandinn Flavio Briatore fylgist glaðurmeð. fengu skilaboðin um að passa upp á bflana og klára kappaksturinn af öryggi. Bretinn Jenson Button stóð sig vel og endaði í þriðja sæti og komst þar með í fyrsta sinn á verð- launapall á þessu tímabili. Button ræsti annar en lenti tvisvar sinnum fyrir aftan Juan Pablo Montoya hjá McLaren eftir viðgerðahlé. í bæði skiptin skaust Button fram úr en Montoya réð heldur ekkert við Button í Barein viku áður. Hækkuðu sig um 22 sæti Það á ekki af Ferrari-mönnum að ganga frekar heldur en á síðasta ári. Michael Schumacher náði fjórða besta tímanum í tímatök- unni en var dæmdur niður í 14. sæti þar sem hann þurfti að skipta um vél vegna bilunar. Félagi hans hjá Ferrari, Brasilíumaðurinn Felipe Massa ræsti síðan nítjándi og þó svo að þeir hafi keyrt báðir mjög vel og hækkað sig um samtals 22 sæti þá komust þeir ekki lengra en upp í 5. og 6. sæti. Felipe Massa keyrði sérstaklega vel og notaðist aðeins við eitt viðgerðahlé sem hjálpaði honum við að vinna sig upp um 14 sæti. Massa varði líka fimmta sætið á lokahringjunum þegar Schumacher gerðist ágeng- ur. Óheppni Raikknen Það var nokkuð um forföll eins oft vill gerast í harðri baráttu á brautinni. Nico Rosberg og Mark Webber á Williams voru sem dæmi í þriðja og fjórða sæti á ráslínu eftir góðan árangur í tímatökunni en misstu Alonso og fleiri fyrir framan sig í byrjun og féllu að lokum báðir úr leik vegna vélarbilanna. Finninn Kimi Raikkonen þurfti einnig að hætta keppni og það sfrax í byrjun eftir að Christian Klien keyrði aftan á hann í ræsingunni. Óheppni Raikkonen hefur því greinilega ekki skolast af honum í vetur. Fyrsta beygjan Fernando Aionso er þegar kominn upp i 3. sætið eftir fyrstu beygjuna eftir að hafa byrj- að sjöundi á rástínu. Giancarlo Fisichella er fyrstur en Jenson Button kemur á eftir honum i öðru sæti. URSLIT 0G STAÐAN EFTIR KEPPNIHELGARINNAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.