Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2006, Side 31

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2006, Side 31
XXV Síðast en ekki síst MÁNUDAGUR 20. MARS 2006 31 Spurning dagsins Hefur þú séð íslenska kvikmynd á árinu? „SáStrákana okkar" „Ég sá myndina strákarnir okkar." María Carasco. „Nei, ég hefenga ís- lenska kvik- mynd séð á ár- inu." Teresa Tinna Ríkharðsdótt- ir. Nemi „Enga áárinu." Stella Kiern- an. Hjúkrun- arfræðingur. „Enga séð á árinu heldég." Edda Björk Ragnarsdóttir. Nemi. „Ég hef ekki séð neina ís- lenska mynd á árinu." Ólafía Krist- jánsdóttir. (slensku kvikmyndirnar Blóðbönd og og Síðasti bærinn hafa verið áberandi síðustu vikur. Þær virðast þó hafa farið framhjá gestum Kringlunnar. Bleyðan sækir fram í djúpum stól „I dag eru liðin þrjú á frá innrásinni í írak. Af því tilefni efndi Þjóðarhreyfingin til fundar í Háskólabíói þar sem sýndar voru tvær kvik myndir eftir Sigurð Guð- mundsson myndlistarmann og Ara Alexander Magnússon kvikmyndagerðarmann, önnur tæplega þriggja ára göm- ul en uppfærð, Ég er arabi, hin brot úr mynd, sem á eftir að verða lengri, 1001 nótt. Báðar er myndirnar mjög áhrifa- ríkar. Sú síðari reyndar hrikaleg, svo hrottalega at- burði sýnir hún, svo ólýsan- leg grimmdarverk á báða bóga getur að líta, að mann setur hljóðan. [•••] Kvalalosti og óeðli Grimmd kallar á grimmd og villimennska elur af sér villimennsku. Fáir búa yfir slíkum styrk að geta varðveitt velvild og skilning gagnvart fénd um sínum og ofsækjend' um. Hjá flestum okkar nær hat- ur og hefnigirni yfirhöndinni við slíkar aðstæður. En það er einnig annað sem gerist: Sjúkir einstaklingar, þeir sem haldnir eru grimmd og kvala- losta dafna og efl- ast, eru jafnvel hafnir upp til skýj- anna, gerðir að hetj- um. Þetta er þeirra tími. Nú hafa þeir fengið hlut- verk, óeðli þeirra er orðið eðli- legt. Þeir skera höfuðið af varn- arlausum fórnarlömbum sínum í krafti dyggðarinnar, í nafni frelsisbaráttunnar! Örugg þjóð í djúpum stól Séra Om Bárður, sem stýrði pallborðsumræð- um var góður að vanda. Hann minnti okkur á að forsenda fyrir friði og öryggi væri réttlæti. í pallborðinu var margt ágætt sagt. HaUgrimur Helgason, rithöfundur, sagði, ef ég heyrði rétt: „Bleyðan sækir fram í djúpum stól.“ Hárrétt! Þetta minnir okkur á hlut íslendinga, hinnar viljugu þjóðar; eða öllu heldur, þá minnir þetta okkur á hlut ríkisstjórnar íslands, sem studdi stríðið úr fjar- lægð - örugg úr sínum djúpa stól. í slíkum stól sátu þeir Davið Oddsson og Halldór Ásgrímsson, oddvitar ríkisstjórnar- innar þegar þeir létu setja ísland á lista yfir hinar „viljugu“ þjóðir. Dáist að Tony Blair Þegar innrásarherirnir flæddu inn í írak sagðist þá- verandi utanríkisráðherra, núverandi forsætisráðherra, HaUdór Ásgrímsson, þakka guði fyrir að hér væri ekki her svo hann þyrfti ekki sjálfur að senda hermenn í strið en bætti síð- an við : „Ég dá- ist hins vegar að mönnum eins og Tony Blair sem geta tekið slík- ar ákvarðanir með yfirveguð- um hætti.“ Það er nefni- lega það!“ Dr. Gunni getur bara auglýst snakk en hvorki rúm né banka. Um: Andlit í auglýsingum Auglýsendum finnst oft tilvalið að skella þekktum andlitum í auglýsingarnar sínar. Ég veit ekki hvaða hugsun liggur að baki, en ég er ekki alveg að kaupa þetta. Fyrir nokkrum árum var séra Pálmi út um allan bæ með slefuna út úr sér og morgunkorn á hökunni. Ekki fann ég fyrir auknum áhuga á þessu morgun- korni þótt ég sæi prestinn. Nú er Sigga Beinteins að auglýsa rúm. Er ég að missa af einhverju? Er Sigga eitthvað fræg fyrir að vera meira rúm liggjandi en aðrir, er hún með hrygg- skeggju eða herðakistil og hefur nú fundið lausn á vandamálum sínum? Ég á ágætis rúm og fæ mér ekki nýtt þótt Sigga segi það. Glæsimennin fvar Guðmunds- son og Arnar Grant flykkja sér utan um orkudrykk. Ég þorði auðvitað ekki annað en að smakka eftir að ég sá auglýsinguna og varð ekkert ægi- lega hrifinn. En samt, fyrst ívar og Arnar vilja það er aldrei að vita nema ég láti þetta ofan í mig aftur. Skáldkonan Gerður Kristný auglýsir einn bankann. Út um allan bæ má sjá huggulegar myndir af henni sitjandi á Mokka og það á líldega að kveikja hjá mér löng- un til að hefja viðskipti við þennan banka. Af- hverju? Er Gerður fræg fyrir visku sína þegar kemur að bankaviðskiptum? Er X. hún á topp 100 listanum yfir ríkasta fólk íslands? Ekki minnist ég þess en ég skil nú heldur ekki auglýs- ingasálfræð- ina. Sjálfum hefur mér aldrei verið boðið að er Nú Sicfga Beintems -Æj? Er ég ao missa af ein- M . —j hun með "iSæ? smum? setja andlit- ið á mér við eitthvað, en ég bíð við sím- anm Það er góð ur peningur þessu. Ég trúi ekki öðru en Gerður fái hátt í hálfa millu fyrir sinn snúð, Sigga hefur örugglega fengið nýtt rúm og vöðvastæltu glæsimennin orkudrykki í tonnavís. Árið eftir að Bubbi söng Hagkaups-auglýsinguna var ég fenginn til að syngja sömu auglýsingu. Ég hafði aldrei verið heitari enda Prumpulagið vinsælt. Ég gerði mína útgáfu en eitthvað var auglýsingafyrirtækið í vafa. Þeir gerðu því könnun á því í verslunum Hagkaupa hvort mín útgáfa væri að virka. Lagið kolféll hjá húsmæðrunum, en þær ráða fiestu i auglýsingalandinu. Því miður get- um w'ð ekkinotað lagið en þegar við þurfum næst að gera snakk-auglýsingu tölum við við þig því þú skoraðir mjög hátt hjá ungum karlmönnum, sögðu auglýsingamennirnir. Mér var náttúrlega alveg sama enda fékk ég hvort eð er borgað. Og svo stuttu síðar meira þegar ég gerði snakk-auglýsinguna. En nú er ekki viturlegt að segja meira svo ég ögri ekki auglýsendum. Það borgar sig að vera í sátt við þá. Þar eru pening- arnir. Dr. Gunm * SEFUR ALDREI Viðtökumvið fréttaskotum allan sólarhringinn. Fyrir hvert fréttaskot sem birtist, eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrirbesta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrarnafnleyndar er gætt. Síminn er

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.