Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.2004, Síða 22

Freyr - 01.09.2004, Síða 22
Vöxtur lamba á káli og innifóðrun - áhrif gróffóð- urs og kjarnfóðurgjafar Inngangur í sauðQárblaði Freys haustið 2003 (Jóhannes Sveinbjömsson o.fl. 2003) var sagt frá niðurstöð- um tilraunar er framkvæmd var á tilraunabúi RALA og LBH á Hesti haustið 2002. Þar voru könnuð áhrif fóðurstyrks og tímalengdar innifóðmnar á vöxt lamba. I þeir- ri tilraun skiluðu tiltölulega stórir kjamfóðurskammtar litlum vaxt- arauka fram yfir einhliða fóðrun á góðu gróffóðri. Kjamfóðurgjöfm virtist hvort tveggja draga úr gróf- fóðurátinu og að einhverju leyti beina vextinum í átt til aukinnar fitusöfnunar. A 3ja vikna innieldi náðist lítil sem enginn fallþunga- aukning (0-0,5 kg) en vel ásættan- leg fallþungaaukning (1,5-2,0 kg) hafði náðst að loknu 6 vikna inni- eldi. Fyrir innieldið höfðu öll lömbin verið á kálbeit í 5 vikur og var viðmiðunarhópur, er slátrað var beint af kálinu, með 15,9 kg fallþunga og hafði þá bætt við sig um 3 kg í fallþunga á kálinu mið- að við hóp sem slátrað hafði verið beint af fjalli. Meirihluti lamb- anna í tilrauninni vom gimbrar og söfnuðu þær óhóflega mikilli fitu á innieldinu, en þeir fáu haust- geltu sauðir, sem í tilrauninni vom, sýndu mun minni tilhneig- ingu til slíkrar fitusöfnunar. í framhaldi af framangreindri tilraun var skipulögð önnur tilraun er framkvæmd var á Hesti haustið 2003, og skal nú sagt frá henni í meginatriðum. í ljósi niðurstaðna af fyrri tilrauninni vom hér aðal- lega notaðir haustgeltir sauðir og miðað við 5-6 vikna innieldi. 1 þessari tilraun var lögð áhersla á að bera saman mismunandi gróf- fóður, annars vegar rúllur af ný- rækt og hins vegar af einæm rý- gresi. Einnig voru skoðuð áhrif tiltölulega lítils skammts af pró- teinríku kjamfóðri. 1. mynd. Skipulag tilraunarinnar. Eyjólf K. Örnólfsson, Emmu Eyþórsdóttur RALA og Landbúnaðar- háskólanum á Hvanneyri Efni og aðferðir Upphaflega var gert ráð fyrir því að velja í tilraunina eingöngu þau hrútlömb Hestbúsins sem væra í léttari kantinum um réttir, þ.e. lömb sem ættu inni töluverða vaxtargetu. Þetta árið kom hins vegar upp það ánægjulega vanda- mál að lömbin vom mun þyngri en vant er um réttir, þannig að ljóst var að velja þyrfti í tilraunina þyngri lömb en í eldri sambæri- legar tilraunir, svo sem þá sem rifjuð var upp hér á undan. Til þess að ganga ekki of langt í því var þó ákveðið að hafa fjórðung tilraunalambanna gimbrar. I til- raunina voru því valin 96 lömb, 122 - Freyr 6/2004

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.