Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.03.2012, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 09.03.2012, Blaðsíða 4
A T A R N A á morgun! Fjöldi tilboða í tilefni dagsins. Opið frá 10 til 16. Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is Sölusýning Michelsen_255x50_H_1110.indd 1 02.11.10 10:11 Hafnarfjörður ætlar ekki selja HS Veitur Milljóna hækkun á hita og rafmagni hjá Perlunni Rafmagns- og heitavatnsgjöld Perlunnar hækkuðu um 3,4 milljónir króna milli áranna 2010 og 2011. Rafmagnskostnaðurinn hækkaði um rétt tæpar 2,5 milljónir milli áranna og var tæplega tíu milljónir króna, en heita vatnið um 940 þúsund krónur og var rúmar 4,3 milljónir króna, samtals rúmar fjórtán milljónir króna. Hækkunin nam 24 prósentum. Þetta kemur fram í útboðsgögnum Orkuveitunnar sem stefnir á að selja Perluna. Sölugögn voru lögð fyrir borgarráð í síðustu viku að ósk minnihlutans, sem vildi ganga úr skugga um hvort að þau hefðu gefið vilyrði fyrir því að byggja mætti frekar á lóðinni og finnst þeim auð- velt að túlka þau svo. „Allir tilboðsgjafar skildu það svo,“ segir í bókun borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Þeir sem buðu best í Perluna hafa tíma til loka mánað- arins til þess að aflétta fyrirvörum við tilboð sitt og ganga að kaupunum fyrir tæpa 1,7 milljarð króna. - gag Ekki er tímabært að huga að sölu eignarhluta Hafnarfjarðar í HS Veitum. Það var niðurstaða bæjarráðs eftir að Eyjólfur Sæmundsson, fulltrúi Hafnar- fjarðar í stjórn HS Veitna, fór yfir stöðu og rekstur fyrirtækisins. Fréttatíminn fékk ekki að glugga í gögnin sem Eyjólfur fór yfir á fundinum þar sem ekkert hafði verið formlega lagt fram. HS Veitur eru smásöluhluti raforku og hita fyrrum Hitaveitu Suðurnesja. Hafnarfjarðarbær á 15 prósenta hlut í fyrirtækinu en sveitar- félög á Suðurnesjunum hina. Orkufyrir- tækið var rekið með 321 milljóna hagnaði árið 2010, sem var viðsnúningur um á 576 milljónir frá árinu á undan. - gag  LyfjasaLa LyfseðiLsskyLt Lyf seLt á netinu á spottprís Stinningarlyf selt ólöglega á Bland.is „Þær eru komnar aftur.“ Þannig hljómar smáauglýsing á sölusíðunni Blandi, þar sem stinn- ingarlyfið Cialis er boðið á spottprís – sé miðað við verð sem gefa þarf fyrir pillurnar í apóteki. Lyfjastofnun bendir á að netsala lyfja sé algjörlega bönnuð. Inntakan geti reynst hættuleg og óvissa er um uppruna og innihald. s tinningarlyfið Cialis er auglýst á smáauglýsingasíðunni bland.is. Tíu töflur á tíu þúsund, sem eru kostakjör sé horft til þess að fjórar lyfseðilsskyldar 10 mg töflur í apóteki kosta 9.257 krónur. Sér- fræðingur sem Fréttatíminn ræddi við og kýs nafnleysi segir ljóst að lyfjum sem seld séu svona hafi annað hvort verið smyglað til landsins eða séu niðurgreiddar af ríkinu af læknisráði og endurseldar. Slíkt gefi jafnvel meira í aðra hönd en fíkniefnaviðskipti. Halldór Gunnar Haraldsson, sérfræð- ingur í lyfjamálum hjá Sjúkratryggingum Íslands, segir aðeins einn til þrjá fá lyfið Auglýsingin á Bland.is þar sem Cialis-pillurnar eru sagðar komnar aftur. Stinningarlyfið Cialis er ekki aðeins notað árlega af um 2.000 körlum með risvanda- mál, heldur einnig allt að fimm konum. „Sam- kvæmt sérlyfjaskrá er lyfið stinningarlyf eingöngu ætlað körlum. Hins vegar þekkist það í einstaka undantekningartil- fellum að læknar ávísi lyfjum í öðrum tilgangi en mælt er fyrir um í sérlyfjaskrá þegar um mjög sérhæfða meðferð er að ræða vegna fátíðra sjúkdóma eða nýjungar í læknis- fræði,“ segir Halldór Gunnar Haraldsson, sérfræðingur í lyfja- málum hjá Sjúkratrygg- ingum Íslands. - gag Nokkrar koNur Nota CialiS Betri afkoma ríkissjóðs Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir árið 2011 liggur fyrir og eru helstu niðurstöður þær að handbært fé frá rekstri var neikvætt um 53,4 milljarða króna en var neikvætt um 73,7 milljarða króna á árinu 2010. Tekjur jukust um 6,3 milljarða króna og á sama tíma drógust gjöldin saman um 5,5 milljarða króna. Þetta er betri niðurstaða en sagði í áætlunum þar sem gert var ráð fyrir að hand- bært fé frá rekstri yrði neikvætt um 73,2 milljarða króna, að því er fram kemur í tilkynningu fjár- málaráðuneytisins. Innheimtar tekjur ríkissjóðs námu 468,1 milljarði króna árið 2011 sem er 1,4 prósenta aukning frá árinu 2010. niðurgreitt árlega. Í fyrra hafi hins vegar 1940 ein- staklingar fengið lyfinu ávísað án þess að það sé niðurgreitt. Því má ætla að lyfinu sé heldur smyglað til landsins. Haraldur Sigurjónsson, sviðsstjóri eftirlitissviðs Lyfjastofnunar, segir sölu lyfja á netinu algjörlega bannaða. Þá megi hópar fólks, þá sérstaklega þeir með hjarta- og æðasjúk- dóma, ekki taka Cialis. „Þá getur Cialis haft áhrif á virkni annarra lyfja sem neytt er. Cialis er lyfseðils- skylt og því er það á ábyrgð læknis að meta hvort við- komandi megi neyta Cialis og enginn ætti að taka lyfið án samráðs við lækni. Svo vil ég ítreka áhættuna við því að kaupa lyf á netinu þar sem óvissa getur verið um uppruna og innihald,“ segir hann. „Það er fullt af fölsuðum lyfjum í gangi í heiminum, sérstaklega í internetssölu.“ Haraldur segir að Lyfja- stofnun beiti sér þegar það fái ábendingar um sölu lyfja á netinu, en það leiti slíkt ekki uppi. Stofnunin hafi ekki mannskap til þess. Gunnhildur arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is Cialis er lyfseðilsskylt ... enginn ætti að taka lyfið án samráðs við lækni. veður föstudagur Laugardagur sunnudagur StrekkiNGur af SuðVeStri oG éljaGaNGur SuðVeStaN oG VeStaNlaNdS. VíðaSt VæGt froSt. HöfuðborGarSVæðið: SAMI éLjAGAnGuRInn OG VERIð HEFuR, En STyTTIR uPP uM kVöLdIð. HláNar þeGar líður á daGiNN oG með SlaG- VeðurSriGNiNGu, SuNNaNlaNdS oG VeStaN. HöfuðborGarSVæðið: RIGnInG FRá ÞVÍ FyRIR HádEGI OG FRAM á dAGInn. HLýnAR MIkIð. Nokkuð HVaSS af SV oG V. þurrt oG Hlýtt um SuðauStaN- oG auStaNtil, eN SValara með Slydduéljum eða éljum VeStaNtil. HöfuðborGarSVæðið: ÚRkOMA AnnAð SLAGIð, LÍkLEGA SLyddA EðA SLydduéL. ekkert lát á lægðum Lægðirnar halda áfram að renna sér yfir landið eða rétt við okkur. Það verður vinda- samt um helgina. él í dag, en á morgun er spáð nýrri lægð á Grænlandshafi og með henni kemur hlýtt loft sem fer hratt yfir landið með rigningu. Hiti gæti farið í 8 til 10°C norðan- og austanlands um stund um kvöldið. Hvasst af S og SV víðast á landinu. á sunnudag er áfram spáð vindasömu veðri, heldur kólnar vestan- og norðvestan- til og þar verða él eða slydduél. Talsvert hlýrra sunnan- og austanlands. 0 -1 0 2 1 4 3 0 1 5 2 0 5 7 4 einar Sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is 4 fréttir Helgin 9.-11. mars 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.