Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.03.2012, Blaðsíða 40

Fréttatíminn - 09.03.2012, Blaðsíða 40
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jón Kaldal kaldal@frettatiminn.is Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is Fréttastjóri: Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Ritstjórnarfulltrúi: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is. Auglýsinga- stjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. E Eins einkennilega og það kann að hljóma þá eru konurnar sem létu græða í sig PIP-brjóstapúða komnar í hálfgert auka- hlutverk í deilum Læknafélags Íslands og landlæknisembættisins. Engu líkara er en það velti á lausn deilunnar hvort þær geri eitthvað í sínum málum eða ekki. Að sjálfsögðu hafa þessar konur í hendi sér að sækja aðstoð sjálfar, rétt eins og þær ákváðu af eigin frjálsum vilja að leggjast undir hnífinn. Deilan snýst um hvort land- læknir fái uppgefinn lista með nöfnum kvenna sem bera brjóstaígræðslur og bíður hann nú úrskurðar Persónuverndar. Læknafélagið fellir sig ekki við það sjónarmið landlæknis að embættið eigi að fá umbeðnar upplýsingar svo það geti meðal annars gengið úr skugga um að þær konur sem bera PIP-púða hafi mætt til ómskoðunar hjá Krabba- meinsfélaginu. Erfitt er að skilja af hverju landlæknir telur sig þurfa að sækja þessar upplýs- ingar til lækna frekar en beint frá þeim konum sem hafa látið stækka brjóst sín. Ef landlæknir telur brýna þörf á því að embættið komi sér upp gagnagrunni yfir allar konur með brjóstastækkanir er hægðarleikur fyrir embættið að óska eftir því að að þær gefi sig sjálfar fram. Kon- ur með brjóstastækkanir tóku meðvitaða og upplýsta ákvörðun um aðgerðina og þær eiga að sjálfar að ráða því hvort nöfn þeirra verði í opinberum gagnagrunni. Um 400 konur fengu grædda í sig PIP-púðana heilsuspillandi. Þær fengu boðun seinni hluta janúar um að koma í skoðun hjá Krabbameinsfélaginu. Einum og hálfum mánuði síðar hefur aðeins rétt rúmlega helmingur þeirra mætt til að láta skoða sig. Í ljósi mikillar umfjöllunar um mögu- lega heilsufarshættu sem kann að stafa af púðunum hefði mátt búast við að mun fleirum lægi á að fá skorið úr um ástandi púða sinna. Fréttir af fyrstu skoðunum hjá Krabbameinsfélaginu hefðu svo átt að ýta enn frekar við boðuðum konum en sílikonfyllingarnar hafa reynst lekar í yfir helmings tilfella. Landlæknir segir í viðtali við Fréttatím- ann í dag að erfitt sé að fullyrða um skýr- ingar á því af hverju ekki hafi fleiri konur sóst eftir ómskoðun. Ekki verður séð til hvaða úrræða embættið ætlar að grípa gagnvart þeim konunum sem kjósa að láta ekki skoða sig. Ekki er hægt að færa þær í ómskoðun gegn vilja sínum. Málið er líka stærra en svo að það snerti aðeins konur með PIP-púða. Eins og kom fram í Fréttatímanum fyrir viku beinir kanadíski sérfræðingurinn dr. Pierre Blais þeim ráðum til allra kvenna með brjóstafyllingar að leita sem fyrst til sér- fræðinga og láta rannsaka heilsufar sitt. Það er skoðun dr. Blais að allar gerðir af púðum kunni að vera háskalegar heilsu kvenna en hann er fyrrum ráðgjafi kanad- ískra stjórnvalda og hefur stundað rann- sóknir á þessu sviði um árabil. Í grunninn snýst þetta um hversu langt hið opinbera á að teygja sig eftir því að hafa vit fyrir fólki sem er skeytingarlaust um eigin heilsu. Þegar upp er staðið hlýtur ábyrgðin að hvíla hjá hverjum og einum einstaklingi með að nýta sér þau úrræði sem standa til boða . Deila landlæknis og Læknafélagsins Konurnar í aukahlutverki Jón Kaldal kaldal@frettatiminn.is Verslun Spilavinir ehf Kostur lágvöruverslun ehf IKEA Framköllunarþjónustan MacLand Klapparstíg 30 Langholtsvegi 126 Dalvegi 10 Kauptúni 4 Brúartorgi 4 5 ummæli 5 ummæli 35 ummæli 23 ummæli 27 ummæli 1 2 3 4 5 Efstu 5 - Vika 10 Topplistinn U ndirskriftarsöfnun, eða það sem áður var kallað bænarskrá (e. petition), hefur verið beitt í ýmsum tilgangi í sögunni og kannski er Varið land sú þekktasta á Íslandi. Sú nýjasta er bæn ríflega þrjátíu þúsund Ís- lendinga um að forseti Íslands bjóði sig fram í vor. En hvað er undirskriftarsöfnun? Er það ein af leiðum vísindanna til að kom- ast að því hvað þjóðin vill eða finnst? Nei, tilgangur undirskriftarsöfnunar er yfirleitt að knýja fram breytingar (til dæmis að forseti endurskoði afstöðu sína) eða koma í veg fyrir þær (til dæm- is Varið land), með því að sýna fram á að það sé vilji fólks eða skoðun. Þess vegna stendur jafnan þrýstihópur fyrir undirskriftarsöfnun án þess að hún sé falin í hendur óháðs og til þess bærs fagaðila. Til er áratugahefð fyrir tilteknum rannsóknarað- ferðum við að kanna hug fólks til manna og málefna. Að minnsta kosti tugþúsundir rannsókna hafa verið gerðar til að finna bestu og hlutlausustu leiðirnar til að komast að því hvað fólki finnst eða hvað það vill. Í grunnatriðum snúast þær annars vegar um gott úrtak, það er allstórt slembiúrtak þar sem svarhlutfall er hátt og hins vegar um spurninguna, það er að hún sé skýr og hlutlaus. Frá þessum tveimur grunngildum góðrar að- ferðafræði víkur undirskriftarsöfnun. Í framkvæmd hennar er haft samband við fólk þar sem auðveldast er að finna eða það velur sig sjálft til þátttöku í „skoð- anakönnuninni“ auk þess að spurningin er sjaldnast hlutlaus. Til viðbótar við þessi grunnvik frá góðri að- ferðafræði er fólk iðulega beitt þrýstingi til að styðja efni bænarskrárinnar. Þá vaknar spurningin hvort ekkert sé að marka undirskrift fólks? Því miður er það svo í tilfelli undirskriftarsöfnunar að margir skrifa undir þótt það sé óvíst að þeir myndu gera það fengju þeir hlutlausa spurningu sem borin yrði fram án þrýst- ings. Það er þekkt að þegar málefni hefur verið skamma hríð í umræðu, til dæmis í fáar vikur eða mánuði, hafa margir ekki gert upp hug sinn endanlega og í þeim tilvikum getur „skoðun“ þeirra lent hvoru megin hryggjar sem er. Í slíkum málum, sem eru „vanþroskuð“ í huga fólks, getur orðalag spurningar og þrýstingur um að tiltekin afstaða sé tekin haft mikil áhrif á svör. Fyrir nokkrum árum gerðu háskólanemendur undir leiðsögn minni og annars háskóla- kennara fullburða tilraun með undir- skriftarsöfnun. Í stuttu máli voru 200 manns beðin um að skrifa undir bænarskrá til stuðnings styttingar framhaldsskólans og 200 gegn styttingu (mál sem var til umræðu þá), en tilviljun réð hver fékk hvora bænarskrá. Í ljós kom að 75 prósent skrifuðu nafn sitt á bænarskrána með styttingu framhaldsskólans, en 70 prósent skrifuðu nafn sitt á bænarskrána gegn styttingunni. Ljóst er að bæði fræðileg rök og reynslurök hníga til verulegra efasemda um undirskriftarsöfnun sem leið til að kanna hug manna á hlutlausan hátt og því vil ég vara eindregið við því að taka mark á niður- stöðum þeirra. Þá er rétt að benda á að verði ýmis mál sem nú heyra undir Alþingi lögð fyrir þjóðina til ákvörðunar, þar sem undirskrift tiltekins hlutfalls hennar á bænarskrá dugir til, þurfi að setja vandaðan faglegan ramma um orðalag slíkra bænarskráa sem og að söfnun og utanumhald sé í höndum ábyrgs opin- bers aðila, en ekki í höndum kaupahéðna á vegum þrýstihópa eins og tíðkast víða í útlöndum. Þrýstihópar Undirskriftarsöfnun er merkingarlaus bænarskrá Þorlákur Karlsson Dósent í viðskiptadeild Há- skólans í Reykjavík 36 viðhorf Helgin 9.-11. mars 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.