Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.03.2012, Blaðsíða 34

Fréttatíminn - 09.03.2012, Blaðsíða 34
570 milljón króna lífeyrissparn- aður skal ekki afhentur Sigurjón Þ. Árnason fær samkvæmt úrskurði héraðs- dóms. Sigurjón nýtti lífeyrinn til að kaupa í traustum erlendum félögum örskömmu fyrir hrunið 2008. Sparnaðurinn hefur margfaldast síðan þá en slitastjórn Landsbankans neitar að láta hann af hendi. Sigurjón hefur áfrýjað til hæstaréttar. 34 fréttir vikunnar Helgin 9.-11. mars 2012 Góð vika fyrir Vigdísi Grímsdóttur rithöfund Slæm vika fyrir Þór Saari þingmann Hreyfingarinnar 121. sætið er það sem íslenska karlalandsliðið situr í á nýjasta styrkleikalista FIFA. Hefur liðið fallið um 18 sæti frá því listinn var birtur síðast. Hæddur og skammaður Þór Saari fór illa að ráði sínu á mánudag þegar hann skrifaði bloggpistil strax í kjölfar hinnar skelfilegu hnífaárásar á fram- kvæmdastjóra Lagastoða. Inntak pistils Þórs var að atburður sem þessi þyrfti ekki að koma á óvart þar sem stjórnvöld sitji „með hendur í skauti“ á sama tíma og skuldug heimili missa allt sitt. Þór uppskar strax harða gagnrýni fyrir að nýta sér þetta hræðilega mál í pólitískum tilgangi. Hæddist meðal annars lög- maðurinn Sveinn Andri Sveinsson að líkamsburðum þingmannsins, sem er ekki meðal hávöxnustu manna, og sagði hann lítilmenni að auki. Hafi pistill Þórs verið vondur á mánudag versnaði hann til muna þegar í ljós kom að ástæða árásarinnar var vegna skuldar upp á 80.000 krónur. Þór sat eftir sem áður við sinn keip, neitaði að biðjast afsökunar á ruglinu, og varð enn minni maður fyrir vikið. 900 vikan í tölum HeituStu kolin á þúsund krónur er upphæðin sem héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Björn Bjarnason fyrrverandi dómsmálaráðherra til að greiða athafna- manninum Jóni Ásgeiri Jóhannessyni vegna skrifa um hann í bókinni Rosabaugur yfir Íslandi. Björn hefur áfrýjað málinu til Hæstaréttar. Verðskulduð upphefð Einhver frumlegasti og snjallasti orðsmiður þjóðarinnar var heiðr- aður í vikunni þegar DV útnefndi Vigdísi Grímsdóttur handhafa bókmenntahluta Menn- ingarverðlauna blaðsins. Það var bókin Trúir þú á töfra sem heillaði dómnefndina en í umsögn hennar sagði meðal annars „Verkið er í senn fagurt ljóð og grimmileg frásögn, beljandi stórfljót og hjalandi lækur sem skapa flóru hughrifa og fá lesandann til að horfast í augu við sjálfan sig og viðhorf sín til tilverunnar.“ Umfangsmikið greiðslu­ kortasvindl Tveir rúmenskir ríkisborgarar hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald, grunaðir um umfangsmikið greiðslukortasvindl hér á landi. Þeir komu fyrir afritunarbúnaði á tveimur hraðbönkum í miðbæ Reykja- víkur. Landsliðið niður um 18 sæti Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hrapaði niður um 18 sæti á heimslista FIFA eftir tapleikina tvo gegn Japönum og Svartfellingum. Þetta voru fyrstu leikirnir undir stjórn Svíans Lars Lagerbäck. Kaupþingsmenn mættu ekki Kaupþingsmennirnir sem ákærðir eru vegna sýndarviðskipta og markaðs- misnotkunar í slagtogi við Katarann Al Thani haustið 2008 voru ekki viðstaddir þingfestingu á miðvikudag. Málinu var frestað til 29. mars. Þá er gert ráð fyrir að sakborningar mæti. Sorpbrennslu hætt á Húsavík Sorpbrennslustöðinni á Húsavík verður lokað næsta haust ef ekki koma til verulegar breytingar í rekstrarumhverfi stöðvarinnar. Seljan grillar Saari Alþingismaðurinn Þór Saari fann sig knúinn til þess að túlka óhugnanlega hnífaárás á starfsmann lögmannsstofu og setja í pólitískt samhengi. Fjölmörgum á Facebook ofbauð og Þór endaði á grillinu hjá Helga Seljan í Kastljósi. Kristján B Jónasson Ef einhver sprengdi kjarnorkusprengu vegna þess að bílalánið hans væri í vanskilum. Hvað segði Þór Saari þá? Óli Gneisti Sóleyjarson Jæja, þar fór álit mitt á Þór Saari endanlega. Kolbrún Baldursdottir Hættuleg nálgun hjá Þór Saari í Kastljósinu. Þetta er engin fín lína. Bara einfalt, ofbeldi er aldrei hægt að réttlæta. Allt svona tal getur gefið ein- hverjum undir fótinn með að það sé í lagi að beita ofbeldi ef maður er reiður eða finnst á sér brotið. Hrafn Jökulsson Þór Saari, farðu burt. Takk. Hannes Hólmsteinn Gissurarson Mér blöskrar það, sem Þór Saari (borið fram Sori, sbr. Haarde er borið fram Horde) segir, og er ég bersýnilega ekki einn um það. Andri Þór Sturluson Það er víst til ýmis afbrigði af dvergakasti. Ég var t.d. að horfa upp á dverg taka brjálæðis- kast í Kastljósinu. Torfi Geirmundsson Vá, hvað Helgi er að steikja Þór Saari. Davíð fyrir dómi Landsdómur er mál málanna þessa vikuna og allra augu beindust að Davíð Oddssyni þegar hann mætti til að bera vitni. Hann var sjálfum sér líkur og sló á létta strengi – fólki til mis- mikillar gleði. Björn Birgisson Nú er Davíð Oddsson fyrir Landsdómi. Reyndar bara sem vitni. Fríða Garðarsdóttir fylgist með tvítum úr Landsdómi ná nýjum stílhæðum um leið og Davíð gengur í salinn. Hann hefur víðtæk áhrif, landsfaðirinn. Lára Hanna Einarsdóttir Davíð Oddsson gerir ekkert nema að vandlega íhug- uðu máli og það hefur ævinlega tilgang. Af hverju hvíslar hann fyrir Landsdómi? í það minnsta átján ár Ólafur Ragnar Grímsson byrjaði vikuna með því að lýsa sig tilbúinn til þess að sitja á Bessastöðum í að minnsta kosti hálft kjörtímabil til viðbótar. Undir- tektirnar á Facebook voru frekar dræmar. Heimir Már Pétursson Sýnist hann kominn með loforð um annað starf og bjóði sig því fram til hluta fimmta kjörtímabilsins. Alltaf fyrstur í öllu. Alla vega aldrei heyrt um hluta- framboð fyrr. Eva Hauksdottir Ekkert smá hress náungi þessi forseti... Einar Kárason Mér fannst öllum létta svo mikið þegar hann í nýársávarpinu lofaði að hætta. En nánustu vinir sáu og skildu að hann var með lygaramerki á tánum. Óli Kristján Ármannsson Velti í fúlustu alvöru fyrir mér Friði 2012. Jóhann Hlíðar Harðarson Hvað heldurðu eiginlega að þú sért? Sómi, sverð og skjöldur og gott betur... eða hvað? 71.600 var fjöldi gistinótta á íslenskum hótelum í janúar sem er 33,5 prósenta aukning frá því í fyrra. Stærsti gistináttamánuður ársins er alltaf júlí en í þeim mánuði voru næturnar 229.100 talsins á síðasta ári, sem var 16 prósenta aukning frá 2010. Aðalstræti 2 / 101 Reykjavík / Sími: 517 4300 / www.geysirbistro.is Borðapantanir í síma 517-4300 Humarsalat & Hvítvín 2.250 kr. Humarsalat með hægelduðum smátómötum, mangó, sultuðum rauðlauk og ristuðum cashew-hnetum ásamt hvítvínsglasi. Bláskel & Hvítvín 2.950 kr. Hvítvínssoðin bláskel úr Breiðafirði ásamt hvítvínsglasi. G e y s ir Bi stro & Bar FERSKT & FREiSTa ndi Fagmennska í Fy ri rr ú m i SpennAndi sjávarrétta tilBoð 4 klukkustundir er tíminn sem Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra og seðla- bankastjóri og núverandi ritstjóri Morgunblaðsins, var yfirheyrður frammi fyrir Landsdómi. Vitnaleiðslur hafa staðið í Landsdómi alla vikuna. Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, sætir ákæru, fyrstur ráðherra, og bar vitni allan mánudaginn. Síðan hafa vitnin komið hvert af öðru; Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskipta- ráðherra, Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabanka- stjóri, Jón Sigurðsson, fyrrverandi stjórnarfor- maður Fjármálaeftirlitsins, Heiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins og fleiri. Á myndinni sést Geir mæta í Landsdóm í Þjóð- menningarhúsinu. Með honum er fóstursonur hans, Borgar Þór Einarsson. Vitnaleiðslur halda áfram í dag, föstudag. Ljósmynd Hari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.