Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.03.2012, Qupperneq 42

Fréttatíminn - 09.03.2012, Qupperneq 42
Tölusettar leiðbeiningar Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL K Te ik ni ng /H ar i Karlar þykja um margt grófgerðari í umgengni en konur. Þeir eru sagðir latari í almennri tiltekt, umbúnaði rúma, þvotti, skúringum og fram undir það síðasta heldur slakir í matargerð, margir hverjir að minnsta kosti. Á þessu síðastnefnda hefur þó orðið breyting, að minnsta kosti meðal ungra karla. Af skiljanlegum ástæðum eru klósett karla og kvenna því yfirleitt aðskilin á vinnustöðum, veitingahúsum og stofnunum. Þótt flestir karlar gangi bærilega um þær vistarverur sýna dæmin að víða gengur þeim erfiðlega að hemja bununa þar sem þeir standa, einir með sjálfum sér, framan við klósettskálina. Hún leitar ekki síður til hægri eða vinstri en ofan í hana. Vera kann að karlarnir séu annars hugar meðan á athöfninni stendur eða vandi ekki mið sitt. Búi kona við það að vinna ein, eða afar fáar, á dæmigerðum karla- vinnustað kann það að henda að ekki sé sérstaklega gert ráð fyrir kvennaklósetti. Sú kona, eða þær fáu sem þar eru, verða því að sætta sig við að deila salerni með karlaskaranum. Pistilskrifarinn átti erindi á slíkan vinnustað á dögunum og skaust, eins og verða vill, á klósettið þar. Það var snyrtilegra en við mátti búast enda hafði sú eina kona, eða þær fáu sem þar unnu, gengið frá leiðbeiningum til karla. Þær héngu ofan við salernið, í augnhæð þeirra sem þar stóðu og munduðu spjót sín. Leiðbeiningarnar voru skýrar, enda ætlaðar hinu einfaldara kyni. Þar sagði í stórri undirstrikaðri fyrir- sögn: Hvernig sturta skal niður! Síðan fylgdu tölusettar leiðbeiningar: 1. Settu fingur á krómhnapp ofan á klósettkassanum. 2. Ýttu fingrinum á hnappinn. 3. Til hamingju. Þú hefur lært að sturta niður. Konur vita hins vegar af langri reynslu að ekki er víst að slíkar leiðbeiningar dugi. Hinn pissandi maður kann að hafa verið í öðrum heimi meðan hann létti á sér eða hugsanlega snúið bakhluta sínum að leiðbeiningunum hafi hann ætlað sér annað og meira en að pissa í skálina. Því blasti við á salernishurðinni innanverðri, sömuleiðis í augnhæð, skilti með einni einfaldri spurningu: Mundirðu eftir að sturta niður? Hvort þessi tvöfalda vörn minnihluta kvenna á karlavinnustað, dugar almennt skal ósagt látið. Að fleiru þurfa konur að hyggja í samskiptum við hið einfalda kyn. Þótt ungu karlarnir séu föðurbetrungar í matargerð er kunnátta þeirra sem komnir eru á virðulegan aldur ekki neitt til að hrópa húrra fyrir. Það vita þær konur sem slíka menn eiga, þar á meðal mín. Hún brá sér af landi brott um liðna helgi, sem ekki er í frásögur færandi, en minnti bónda sinn þó á það áður en hún fór að reyna að borða fjöl- breytta fæðu, að hafa aðeins fyrir matargerð- inni. Hún óttaðist að vísu ekki að hennar heittelskaði yrði svangur meðan hún sinnti erindum sínum ytra en reiknaði frekar með því að ekki yrði lagt í flóknari matargerð en brauð með osti, kæfu eða hangiketi. Þessu yrði að öllum líkindum skolað niður með ávaxtasafa – eða hugsanlega eftirlegubauk, fyndist slíkur innarlega í kæliskápnum. Daginn eftir að hún hélt utan kom ég við í hverfisbúðinni. Þar horfði ég af gömlum vana á brauð og álegg og ætlaði mér ekki frekari matargerðarkúnstir. Á útleiðinni rak ég þó augun í bakka með ýmis konar þjóðlegum mat og karlvæn- um; fiskbollum, buffi í lauksósu, hangikjöti í uppstúf, kjötsúpu, kálbögglum með smjöri, bjúgum með uppstúfi, kjöti í karrí, kjötbollum í brúnni sósu, gratíner- uðum plokkfiski og saltkjöti með uppstúf. Þetta er tilvalið, hugsaði með mér, skilaði brauðinu og kæfunni og greip með mér bakka með kjötbollum og brúnni sósu. Af myndinni að dæma fylgdi einnig blanda grænna bauna og gulróta. Kór- ónan var svo kartöflumús. Þegar heim kom las ég leiðbeiningarnar aft- an á bakkanum. Þar var matreiðsluaðferð að mínu skapi. Hitið í örbylgjuofni í þrjár mínútur, stóð þar. Heitur kvöldmatur á þremur mínútum, hver hefði trúað því – og það kjötbollur sem eiga ekki upp á pallborðið hjá frúnni, svona hvunn- dags? Í gleði minni leitaði ég djúpt inn í kæliskápinn og fann danskan krypp- ling. Fullkomin máltíð. Næsta dag kom ég aftur við hjá kaupmanninum á horninu. Ég taldi í huganum komandi einsemdardaga. Þeir voru fimm. Ég gekk því ákveð- inn í fasi að sömu hillu og ég fann kjötbollurnar degi fyrr. Ég horfði framhjá öllu sem ég skildi ekki; kjúklingi í tikkamasalasósu, car- bonara, pastatöfrum og stroganoffi en valdi þess í stað hangikjöt með uppstúfi, fiskbollur, plokkfisk, buff í brúnni sósu og saltkjöt með uppstúfi. Kálbögglar freist- uðu mín en þeir voru sagðir með smjöri svo ég sleppti þeim. Ég hef aldrei verið sterkur í smjörinu. Matreiðsluaðferðin var sú sama alla vikuna, tilbúinn heitur matur á þremur mínútum. Ég sætti mig við það að fleiri bauka var ekki að finna og lét blávatnið nægja. Það eru ekki alltaf jólin. „Hvernig var, elskan, borðaðir þú hollt?“ sagði konan á heimleiðinni af flugvellinum. „Já, já, ég var með fisk- og kjötbollur í upphafi vikunnar og plokkfisk í kjölfarið,“ sagði ég, rétt eins og ég hefði nýtt fiskafganginn til plokk- fiskgerðar. „Síðan var ég með saltkjöt og end- aði á hangikjöti.“ Ég nefndi ekki uppstúfinn. Hún hefði aldrei trúað því. „Þú meinar ekki,“ sagði konan, „hvað verð- urðu með handa mér í kvöld?“ m/ost i, gúrk u, lauk,p apríku , iceber g, smok ey BB Q sós u og gri ll “fla vour” marin eringu MÁLT ÍÐ MÁNA ÐARIN S 1095.- M/FRÖNSKUM & COKE 38 viðhorf Helgin 9.-11. mars 2012
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.