Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.03.2012, Blaðsíða 24

Fréttatíminn - 09.03.2012, Blaðsíða 24
með appelsínulíkjör með sólþurrkuðum tómötum með hvítlauk með svörtum pipar hreinnmeð kryddblöndu Mikið úrval rjómaosta við öll tækifæri H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA 0 8 -2 3 8 6 ms.is Á litsgjöfum Fréttatímans ber almennt saman um að stjórnmálaleiðtogar reiði sig lítt á reynda almanna-tengla, nema þá í kosningabaráttu. Stjórnmálafólk sé frekar vænisjúkt og treysti fáum þannig að foringjarnir reiða sig flestir á náið samstarfsfólk í þingflokkum, trygga aðstoðarmenn og flokksbundið fólk sem hefur reynslu og þekkingu af almannatengslum. Jón Hákon Magnússon hefur langa reynslu af almannatengslum. Hann bendir á að í útlöndum þyki sjálfsagt og eðlilegt að stjórnmálafólk sæki námskeið í fjölmiðlaframkomu og þjálfi sig í almanna- tengslum. „Því miður er lítið um þetta hér þar sem fólk hendir sér bara til sunds í von um að ná landi.“ Jón Hákon segist hafa tekið þann pól í hæðina frá upphafi að vinna ekki beint fyrir stjórn málafólk en bendir á að þeir almannatenglar sem sinni stjórn málafólki séu ekki að kenna því nein sérstök trix. „Það er bara verið að hjálpa þeim að koma hlutunum frá sér og ekki að fela neitt. Bara segja satt og rétt frá.“ Andrés Jónsson, hjá Góðum samskiptum, segir alla sem ætla sér að ná langt í stjórnmálum vera með ráðgjafa. „Al- menningur gerir sér yfirleitt ekki grein fyrir því að allt þetta fólk er með ráðgjafa og þá er ekki síst reynt að nota fagmenn sem eru í viðkomandi flokkum.“ Annar viðmælandi Fréttatímans bendir á að stjórnmála- menn þurfi að þola harða gagnrýni og „eru flestir mjög vænisjúkir. Það tekur tíma að byggja upp traust hjá þeim og flestir eru með einhverja einn til tvo á sínum snærum sem þeir treysta. Jafnvel fólk með fjölmiðlareynslu sem þeir geta leitað til. Þeir leita síður til almannatengla, nema þá kannski helst ef þeir eru að fara í stóra þætti, viðtöl eða Kastljós og fá þá punkta. Þetta gengur þá oft út á að róa þá og hjálpa þeim að vera málefnalegir. Sá málefnalegi kemur alltaf betur út.“ Steingrímur J. Sig- fússon, formaður Vinstri-grænna: Helstu ráðgjafar Steingríms eru sagðir vera Huginn Freyr Þorsteinsson, að- stoðarmaður hans sem ráðherra, Björn Valur Gíslason, þingflokksfor- Hrannar B. Arnarson er trygglyndur aðstoðarmaður forsætisráðherra en áhrif hans þykja minni um þessar mundir en áður. Jónína Leós- dóttir. Ljóst þykir að Jóhanna nýtur jarðtengingar, skyn­ semi og stílfærni eiginkonu sinnar. Steingrímur J. Sigfús- son nýtur þess að hafa baráttujaxlinn Huginn Frey Þorsteinsson sem aðstoðar­ mann en sá er ódeigur í baráttunni. Össur Skarphéðinsson hefur slökkt elda fyrir Jóhönnu en nú er vík milli gamalla vina. Jóhann Hauks- son er nýráðinn upplýsinga­ fulltrúi ríkis­ stjórnarinnar og er þegar farinn að setja mark sitt á fjöl­ miðlaframkomu Jóhönnu. Jóhanna Sigurðardóttir treystir fáum og það er stutt út í kuldann úr hennar þrönga, innsta hring. Þótt fólk myndi stjórn mála­ flokka um sín hjartans mál og hugsjónir og reyni að sameinast um leiðtoga þá eru fáir vinir í þeim hrá­ skinnaleik sem pólitíkin er og hörðustu andstæð ingana rekst fólk oftar en ekki á í eigin flokki. Að mörgu er að huga og víðsjárnar margar þannig að flokksforingjar þurfa allir að reiða sig á ráðgjafa og á þá reynir ekki síst þegar erfið mál koma upp. Fréttatíminn fór á stúfana og ræddi við reynda almannatengla og stjór­ nmálamenn og forvitnaðist um hverjir eru helstu haukar í hornum foringja fjórflokksins. Þeir sem krunka á öxlum foringjanna 24 fréttaskýring Helgin 9.­11. mars 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.