Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.03.2012, Page 32

Fréttatíminn - 09.03.2012, Page 32
Kominn í verslanir Vodafone! Þín ánægja er okkar markmið vodafone.is Lumia 800 er með Windows Phone 7 stýrikerfinu sem hefur fengið frábæra dóma - er stílhreint, flott og hraðvirkt. Kynntu þér málið í næstu verslun okkar eða á vodafone.is „Þá hafði ég bæði leikið í Hárinu hér heima og Superstar. Hún hafði séð mig leika Júdas, en hélt ég væri einhver útlendingur og þekkti mig ekki aftur fyrir sama mann fyrr en eftir þó nokk- urn tíma saman,“ segir hann og slær á létta strengi. „Hún fékk annað álíka áfall þegar ég ákvað að raka skeggið af andlitinu á mér. Þá var ekki hægt að fela það lengur að ég er tveimur árum yngri en hún.“ Ferðaþráin dró Þór til Kanada Draumurinn dró þau Þór og Hugrúnu aftur á vit ævintýranna eftir ellefu ár í Bretlandi. „Við höfðum bæði unnið við þýðingar, ég svona samhliða öðru og við sáum að við gátum búið hvar sem var í heiminum. Okkur langaði að búa á furðulegum stöðum; spáðum í Ástralíu, Nýja-Sjáland, Taíland og fórum meira að segja í ferð til Búlgaríu. Þetta neyddi okkur til þess að velta því upp hvert væri gaman að fara í frí og hvar gaman að búa. Maður hugsar strax; búum á ströndinni, þýðum fyrir hádegi og brim- bretti eftir hádegi. Hins vegar þegar maður hugsar um það þá er heilt ár á bretti full mikið. Þá sáum við líka að ef við veldum Ástralíu værum við endan- lega að slíta tengslin við fjölskylduna, því það er bæði dýrt og erfitt að fara til baka.“ Stefnan var því tekin á Kanada. „Ég komst í kynni við frægan upptökustjóra, Fred Lavery, á austurströnd Kanada. Ég hafði gert nokkur demó með Ed Pool, upptökustjóra sem er líka bassaleik- ari með Bonnie Tyler, sem Lavery var gríðarlega hrifinn af,“ segir Þór. „Við fundum því stað, hús úti í skógi og við fallega, friðsæla á. Þetta var draumur í dós og í anda Johnny Cash; spila, njóta náttúrunnar, höggva við, fylgjast með birni skíta í skógi og úlfi góla. Við litum þá á þetta sem síðustu bú- ferlaflutningana áður en við flyttum heim. Þarna tók ég upp plötuna Running Naked, sem var tilnefnd til þarlendra verðlauna ECMA.“ Apple vild’ann, ekki Bylgjan Platan hans Þórs fékk fátæk- legar viðtökur hér heima. „Ég var ekki á staðnum til að fylgja henni eftir og platan fékk því rólegar viðtökur. Bylgjan hafnaði allri plötunni og sagði að hún hentaði þeim ekki. Rás 2 spilaði aðeins af henni, og ég spilaði í Loga í Beinni, en það er svona stundum með tónlist; réttur tími, meiri spilum, hefði ég verið á staðnum og annað þá hefði þetta gengið betur.“ Þrátt fyrir áhugaleysi hér heima náði lagið hans Sunny Day athygli Microsoft sem notaði það í Windows 7 markaðsherferð sína. Og Þór er ekki af baki dottinn. Hann lítur á sig sem söngvaskáld; svona rétt eins og fjölmargir ís- lenskir tónlistarmenn þar sem snill- ingurinn Mugison trónir á toppn- um. „Þessi persónulegu tengsl við fólk er framtíðin. Þetta er svona „singers og songwriters music“, þar sem tónlistarmaðurinn sjálfur sér um sig og sína.“ Þau Þór og Hugrún komu heim fyrir einu og hálfu ári. Ein helsta ástæð- an var sú að koma syninum heim og í tengsl við Ísland. „Við urðum að velja hvort hann festi ræturnar ytra eða næði að skjóta þeim niður hér heima. Við spáðum lítið í það þegar hann var yngri, en nú þegar árin líða áttar maður sig á að maður hefur ekki endalausan tíma með mörgum ástvina sinna,“ segir Þór. „Hann elskar að vera hér og að upplifa þetta frelsi. Hann er fæddur erlendis og hafði aldrei skrifað á íslensku. En hann hefur frábært viðhorf og er jákvæður og duglegur. Fyrsta veturinn var hann þreyttur í hausnum. Þurfti einfaldlega að leggja sig. Ég kannast við þetta þegar maður flytur í annað land. Stundum verður maður örmagna því maður neyðir sig til þess að hugsa á nýja tungumálinu þar til það verður manni eðlislægt.“ Og það er einmitt það sem Þór hefur þurft að gera: Vera jákvæður, duglegur og nýta sér frelsið til þess að gera fleira en að leika átta sinnum í viku. „Ég hef áhuga á að leika í kvikmyndum og í sjón- varpi hérna. Ég hef spreytt mig á talsetn- ingu síðan ég kom heim – Í Happy Feet. Mér finnst það gríðarlega áhugavert. Ég held ég fái jafnvel tækifæri til að taka virkan og skapandi hátt í söngleikjum,“ segir hann og er pumpaður: „Ég er með söngleik í smíðum með vini mínum Jóhanni G. Jóhannssyni tónlistarmanni. Það hefur verið gælu- verkefni og er ekki fullbúið. Það kemur kannski einhvern tímann á næsta ári,“ segir hann og vill ekki gefa neitt frekar uppi. „Ég vil sem minnst um það segja svo enginn steli hugmyndinni,“ segir hann og hlær. „Við erum að þróa verkið ásamt Pétri Hjaltested. Mér þætti líka gaman að freista þess að gera fleiri svona flottar sýningar eins og Vesa- lingana – að þetta verði kveikjan til þess að stíga inn í nýtt tímabil söngleikja á Ís- landi – nóg er um hæfileikana.“ Þór er kominn til að vera hér á landi en lofar þó ekki að það verði ævina á enda. Nú á að nýta tímann vel og láta hendur standa fram úr ermum; svo margt er í pípunum, svo margt sem aldrei gafst tími til þegar markið var sett á einn topp. Hann lækkar því fjöllin og klífur þau fleiri í staðinn – á toppinn, eitt af öðru. Fyrsti sigurinn er í höfn. Hver verður sá næsti? Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is „Ég ætlaði að verða líf- fræðingur. Ég veit ekki hvað gerðist. Ég fór í líffræði en samdi bara texta í fyrirlestrum, þótt mér finnist líffræði ákaflega áhugaverð. Listin reif í mig,“ segir hann. „Þessar viðtökur á Veslingunum hafa verið ótrúlegar á öllum vígstöðvum. Þetta er sterkt stykki. Ég get líkt tilfinningunni, sköpunargleðinni og orkunni sem hefur verið sett í söngleik- inn, við fyrsta stykkið mitt, Hárið, sem sýnt var 1995. Þó á mun þroskaðri hátt,“ segir Þór: Samstilling allra sé svo mikil. „Dómarnir og til- finningin eru svo einróma. Maður er svo þakklátur fyrir að fólk kunni að meta þetta enda búið að setja svo mikið hjarta í sýn- inguna. Þjóðleikhúsið tók mikla áhættu með þessari dýru sýningu og það virðist hafa borgað sig,“ segir Þór sem vill sjá fleiri fræga söngleiki á leikhúsfjöl- unum. „Sumir söngleikir eru þó einfaldlega of dýrir. Það þarf að kaupa allan pakkann sem er stjarnfræðilega dýrt, alltof dýrt til að það sé séns fyrir ís- lensk leikhús að setja verkin upp. Þannig að í augnablikinu er það ekki á okkar færi. Það eru þó áhugaverðir söngleikir sem mig langar að skoða og kynna og sem þá í sum- um tilfellum krefjast sterks leiks og söngs, sem væri gaman að takast á við.“ Þá var ekki hægt að fela það lengur að ég er tveimur árum yngri en hún. „Listin reif í mig“ 32 viðtal Helgin 9.-11. mars 2012

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.