Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.03.2012, Síða 10

Fréttatíminn - 09.03.2012, Síða 10
Innifalið í verði: Sjá nánar í ýtarlegri ferðaáætlun á heimasíðu Sunnuferða www.sunnuferðir.is Brottfarardagur: 16. júní 2012 384.000 kr. Upplýsingar og bókanir í síma 555 4700 eða á www.sunnuferdir.is Eftir að fyrsta ljóðabók Davíðs kom út fór hann á ferðalag um Ítalíu sem hafði mikil áhrif á líf hans og skáldskap. Davíð orti ótalmörg ljóð á viðkomustöðum sínum á Ítalíu og hafa þau í mörg ár síðan lifað á hvers manns vörum, orðið almennings- eign og sungin af íslensku þjóðinni. Við fylgjum söngvaslóð skáldsins. Byrjum í Flórens þar sem ferð hans hófst og förum þaðan til Pisa, Fiosole, Assisi, Róm, Napólí, Sorrento og Capri. Á hverjum stað syngur Garðar ljóðin þar sem þau voru samin og segir söguna um það hvernig þau urðu til. Ógleymanleg menningarferð um Ítalíu! Á söngvaleiðir Davíðs Ítalía Nú gefst Íslendingum einstakt tækfæri til að njóta töfra Ítalíu á ferð um söngvaslóðir skáldsins Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi undir fararstjórn Garðars Cortes óperusöngvara. Bresk hljómsveit styrkir AHC-samtökin Breska hljómsveitin The Vaccines, sem nýlega var kjörin sú besta nýja af tónlistar- tímaritinu NME, styrkti AHC-samtökin á Íslandi nýlega. The Vaccines er bresk rokkhljóm- sveit með íslenska bassaleikarann Árna Hjörvar innanborðs. AHC er sjaldgæfur taugasjúkdómur sem einkennist af endur- teknum, tímabundnum helftarlömunarköstum, sem ná yfirleitt til annarrar líkams- hliðarinnar í einu, en sjaldnar til beggja líkamshliða samtímis. Köstin hafa einnig áhrif á minni en algengt er að eftir köstin gleymi barnið því sem það hafa áður lært og hefur þannig mikil áhrif á þroska þess. Sjúkdómurinn er svo sjaldgæfur að hann er stundum kallaður „orphan disorder“ sem mætti þýða sem hornreka röskun en með því er átt við að hætta er á að þekking á sjúkdómnum sé takmörkuð því einungis innan við 600 tilfelli eru þekkt í heiminum. Þann 29. febrúar var hafin söfnun fyrir AHC-börn til að fjármagna rannsóknir sem nú þegar eru byrjaðar og lofa góðu. -óhþ Ó kunnir straumar hafa farið um íslenskt samfélag í kjöl-far hrunsins. Bylting fylgdi í kjölfarið, kannski ekki blóðug en átökin voru mikil og lögreglan stóð í ströngu við að verja helstu stofn- anir ríkisins og þá sem með völdin fóru. Hrunskýrsla fylgdi í kjölfarið og uppgjörs var krafist. Embætti sérstaks saksóknara var komið á laggirnar og Landsdómur virkjaður í fyrsta sinn þar sem fyrrum for- sætisráðherra situr þessa dagana frammi fyrir fimm- tán dómendum og ver hendur sínar. Mörgum þykir því nóg um refsigleðina og varð því ekki um sel þegar alræmt drápstól var flutt milli bæjar- hluta á dögunum, fall- öxi mikil. Slíkt aftöku- tæki er helst þekkt úr frönsku byltingunni sem hófst árið 1789, hár gálgi með skásettu þungu blaði. Bíll með kerru sást draga fallöxina og setti vegfarendur hljóða og menn spurðu sig hvort byltingin íslenska hefði náð svo langt að taka ætti í brúk ægilegsta tákn frönsku byltingar- innar. Svo var þó ekki, sem betur fer. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að þarna voru ferð nemendur Flensborgarskólans í Hafnarfirði í undirbúningi þemadaga og árshá- tíðar skólans. Þeir hafa smíðað stefni skips þar sem meðal annars er dýflissu að finna og er fallöxin hluti þeirrar sviðsmyndar. Þegar Fréttatíminn ræddi við skráðan umráðamann bílsins sem fallöxina flutti, Þórarin M. Eldjárns- son, kannaðist hann við flutninginn en sagði Anton Örn, son sinn á nítjánda ári og nemanda Flensborg- arskóla, hafa fengið heimilisbílinn lánaðan og kerruna með svo koma mætti hinu fornfræga aftökutæki á sinn stað. Hann sagði nemendurna hafa fengið fallöxina lánaða hjá leik- munadeild Ríkisútvarpsins en þeir hafa lagt mikla vinnu á sig vegna þemadaga og árshátíð- ar skólans nú í vikunni. „Nemendafélagið safnaði fyrir þessu. Nemendurnir fengu timbur fyrir brot af kostnaði kaupverðs, smíðuðu og undir- bjuggu allt sjálfir,“ segir Þórarinn sem fórn- aði fjölskyldubílnum í þágu málstaðarins. „Ég var hálfan dag að þrífa bílinn eftir þetta,“ segir hann, „því strák- arnir bjuggu meðal annars til grjót úr frauð- plasti, máluðu það og fluttu í bílnum.“ Þeir fengu einnig lánuð þau verkfæri sem til þurfti en aðstöðu til smíðanna fengu þeir í gömlu skátaheimili. „Ég veit ekki hvort fallöxin virkar eða hvort blaðið er úr tré eða ein- hverju öðru,“ segir Þórarinn, „en ég held að það eigi ekki að höggva neina hálsa.“ Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Ég var hálfan dag að þrífa bílinn eftir þetta.  Aftökutæki Refsigleði í kjölfAR byltingARinnAR? Held að það eigi ekki að höggva neina hálsa Ýmsum þykir sem refsigleði hafi aukist í samfélaginu í kjölfar hrunsins og brá því þegar þeir sáu fallöxi flutta á vagni. Engu þarf þó að kvíða. Hið alræmda tákn frönsku byltingarinnar er hluti sviðsmyndar þemadaga og árshátíðar Flensborgarskólans. Ógnvekjandi drápstól, ægilegasta tákn frönsku byltingarinnar. Ekki stendur þó til að höggva neina hálsa. Ljósmyndir Hildur Björg Refsigleði í kjölfar byltingarinnar? Fallöxi flutt á áfangastað á fjölfarinni götu. g ríðarlegir fjármunir hafa farið í að byggja og endurbæta vellina átta í Póllandi og Úkraínu sem spilað verður á í Evrópukeppninni í fótbolta. Sex vellir af átta hafa verið endurbyggðir frá grunni með tilheyrandi kostnaði. Samanlagður kostnaður samkvæmt útreikningum Fréttatímans er um 350 milljarðar. Tveir dýrustu vellirnir eru þjóðar- leikvangarnir í hvoru landi en kostnaður við bæði Þjóðarleikvanginn í Varsjá og Ólympíuleikvanginn í Kiev voru meira en sjötíu milljarðar við hvorn völl. Eftir óvissu á tímabili um hvort allir vellirnir yrðu tilbúnir í tæka tíð er nú allt til reiðu í löndunum tveimur. Á tímabili var með öllu óvíst hvort Úkr- aína og Pólland myndu halda keppnina af ólíkum ástæðum þó. Michel Platini, forseti Knattspyrnu- sambands Evrópu, þurfti að áminna Úkraínumenn á opinberum vettvangi fyrir hægan undirbúning í janúar 2008. Tveimur árum seinna, í maí 2010, gaf hann í skyn að Þýskaland og Ungverjaland gætu haldið keppnina vegna slælegra vinnubragða Úkra- ínumanna. Hann dró þau ummæli þó til baka stuttu seinna. Í Póllandi rak ríkisstjórnin alla stjórn pólska knattspyrnusambandsins vegna mútuhneykslis í september 2008. Í kjölfar hótunar knattspyrnusam- bands Evrópu um að Pólland yrði ekki gestaþjóð, var uppsögnin dregin til baka. Þrátt fyrir nokkur áföll, dauðsföll við byggingar og fjárskort, eru allir vell- irnir átta tilbúnir í dag – rúmum níutíu dögum fyrir fyrsta leikinn í Varsjá. -óhþ Sjá einnig um EM 2012 á síðu 20  fÓtbolti eM 2012 350 milljarðar í endurbætur á völlum Ólympíuleikvangurinn í Kiev hefur verið endurbyggður algjörlega. Nordic Photos/Getty Images Michel Platini, forseti Knattspyrnusam- bands Evrópu, þurfti í tvígang að ýta við Úkraínumönnum á undirbúningstíma. Nordic Photos/Getty Images 10 fréttir Helgin 9.-11. mars 2012

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.