Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.03.2012, Síða 65

Fréttatíminn - 09.03.2012, Síða 65
tíska 61Helgin 9.-11. mars 2012 200 bíómiðar Taktu þá tt í topplei k Cocoa Puf fs! Sendu þrjá bláa toppa af Cocoa Puffs pökkum merkt: Cocoa Puffs leikur, Klettagörðum 19, 104 Reykjavík – ásamt nafni og símanúmeri og þú ert kominn í pottinn. Dregið 18. apríl. www.cocoapuffs.is 20 á rsk ort í húsdýragarðin n Fe rð fy rir fjó ra til Euro Disney* Í aðalvinning er fjölskylduferð fyrir fjóra til Euro Disney auk fjölmargra annarra glæsilegra vinninga. *Innifalið: Flug fyrir fjóra til Parísar, báðar leiðir og aðgangskort fyrir fjóra í Euro Disney. Skærbleiki varaliturinn vinsælastur Rauði varaliturinn var kosinn varalitur ársins á síðasta ári en vinsældirn- ar hafa dvínað til muna á nýju ári. Við tekur skær- bleikur varalitur sem hef- ur verið á vörum margra kvenna á síðustu vikum. Hann er áberandi og dregur athyglina að munn- svipnum. Helstu snyrti- vöruhús heims framleiða skærbleika varalitinn í nokkrum tónum og ættu allar konur að geta fundið til lit sem passa þeim best. Glee-stjarnan Lea Michele.Leikkonan Emma Stone. Söngkonan Kat Graham. Litríkur klæðnaður Jessicu Sumarið virðist vera komið í fataskáp leikkonunnar Jessicu Alba en undanfarna daga hefur hún verið dugleg að klæðast litríkum gallabuxum við sömu svörtu skóna. Sést hefur til hennar í rauðum, gulum og grænum gallabuxum sem hún gjarnan parar við samlita handtösku. Leikkonan veit hvað hún syngur þegar tískan er annars vegar og hefur hún setið á fremst bekk meðal helstu hönnuða heims á tískuvikunum þeim sem nú eru að klárast. Í nýlegu viðtali við tímaritið People tjáði Jessica sig um nýlegt klæðaval sitt en hún segir að eftir að börnin hennar komu í heiminn hafi hún verið duglegri við að klæðast litríkum fötum. Mun aldrei vanvirða tísku Fyrrum kryddpían og nú hátískuhönnuður- inn Victoria Beckham prýddi forsíðu nýjasta tölublaðs tímaritsins Madame þar sem hún talar opinskátt um líf sitt sem hönnuður. Hún talar einnig um stíl sinn og segir hversu mikilvægt það sé að vera sem næst því óaðfinnanlegur í heimi tískunnar. Victoria sem eignaðist sitt fjórða barn síðasta sumar lét það ekki á sig fá og gekk á himinháu hælunum fram að síðasta degi. „Ég elska tísku of mikið til þess að vanvirða hana. Þess vegna mun ég aldrei sjást í Ugg-skóm eða íþróttagalla á almanna- færi,“ segir hönnuðurinn í viðtalinu við Madame. Óskarskjóllinn seldur Leikkonan Natalie Portman sló í gegn á Óskarsverðlaunahátíðinni í ár þegar hún kynnti leikara ársins í fallegum Dior-kjól sem hannaður var árið 1954. Leikkonan, sem er andlit tísku- hússins, fékk kjólinn aðeins að láni og setti fyrirtækið kjólinn strax eftir hátíðina á uppboð. Kjólinn keypti bresk hefðarfrú á tæpar sjö milljónir, en það þykir ekki mikið fyrir jafn glæsilega og sérstæðan kjól. Leik- konan sem átti sinn hlut í að kjólinn varð að þeim verðmætum sem hann þó reyndist, fékk engan hlut í sölunni.

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.