Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.03.2012, Qupperneq 8

Fréttatíminn - 09.03.2012, Qupperneq 8
Faxafeni 14 - sími 560 1010 www.heilsuborg.is Hagvöxtur á liðnu ári 3,1 prósent 3,1% hækkun lands­ framleiðslu 2011 Hagstofa Íslands hátt bensínverð að kyrkja þjóðfélagið félag íslenskra bifreiðaeigenda og fulltrúar sex bílaklúbba skora á ríkið að lækka álögur á eldsneyti. Bent er á að venjuleg launafjöl­ skylda þurfi 260 þúsund krónur aukalega í tekjur til að mæta auknum eldsneytiskostnaði miðað við óbreytta notkun. neikvæðustu áhrifin séu á atvinnulífið á lands­ byggðinni. Bensínlítrinn stefni hraðbyri í 300 krónur. Hátt bensínverð sé því að kyrkja þjóð­ félagið. ­ jh/mynd fÍB Sorpflokkun hefst í kópavogi í sumar flokkun á sorpi til endurvinnslu hefst í kópavogi í sumar en sam­ komulag um kaup og afhendingu endurvinnslutunna hefur verið undirritað af Ármanni kr. Ólafssyni bæjarstjóra og sveini hannessyni, framkvæmdastjóra fyrirtækisins hafnarbakka – flutningatækni ehf. Hafist verður handa við að dreifa um níu þúsund bláum endur­ vinnslutunnum til bæjarbúa í maí og er miðað við að það taki um það bil fimm vikur að koma þeim til allra. Bæjarbúar hafa framvegis tvær tunnur við hús sín; þá svörtu sem verður áfram undir almennt sorp og þá bláu sem í fer pappír, dagblöð, pappakassar og fernur sem sent er til endurvinnslu. ­ jh reynt að draga úr gengissveiflum seðlabanki Íslands seldi á þriðjudaginn 12 milljónir evra á millibankamarkaði. „Óvenjumikið útstreymi hefur verið á gjaldeyri að undanförnu og telur seðlabankinn það ástand tímabundið. undan­ þágur frá gjaldeyrislögum sem bankinn hefur veitt nýlega hafa haft í för með sér umtalsverð gjald­ eyriskaup á markaði. Áhrif á gengi krónunnar hafa orðið töluverð,“ segir meðal annars í tilkynningu bankans, sem telur óæskilegt að slíkar tímabundnar hreyfingar hafi áhrif á gengi krónunnar. aðgerðin var því gerð til að draga úr gengis­ sveiflum. - jh samstarf Gr og eimskips Golfklúbbur reykjavíkur og eimskip hafa undirritað samstarfssamning til næstu þriggja ára. samningur­ inn felur í sér fjölbreytt samstarf félaganna á ýmsum sviðum, fyrst og fremst á sviði forvarnarmála en einnig hvað varðar almenna framþróun golfíþróttarinnar á Íslandi. eimskip hefur verið aðal­ styrktaraðili Golfsambands Íslands undanfarin ár. Gr er fjölmennasti golfklúbbur hér á landi. félagar eru um þrjú þúsund. ­ jh fjölga konum í stjórnum samtök atvinnulífsins hafa til­ nefnt 14 stjórnarmenn til setu í stjórnum átta lífeyrissjóða til næstu tveggja ára. af þeim eru 10 konur eða rúmlega 71 prósent. samtök atvinnulífsins hafa á undanförnum árum, að því er fram kemur í tilkynningu þeirra, unnið markvisst að því að jafna kynjahlutföll í stjórnum þeirra lífeyrissjóða sem samtökin tilnefna stjórnarmenn í og munu konur því skipa 44 prósent sæta þeirra að loknum aðalfundum sjóðanna í vor. „Aðeins vantar 1-2 konur í viðbót,“ segir í tilkynningunni, „til að alveg jafnt kynjahlutfall náist meðal 25 fulltrúa samtaka atvinnulífsins í stjórnum sjóðanna. Það mun nást á næsta ári þegar 10 sæti koma til tilnefningar og lokaskrefið verður stigið til að jafna hlut kynjanna. Þá verða konur 12 eða 13 af 25 stjórnarmönnum sa, þ.e. annað hvort 48% eða 52%.“ - jh Landsframleiðsla jókst að raungildi um 3,1% á árinu 2011, sam­ kvæmt áætlun hagstofu Íslands. Þessi vöxtur kemur í kjölfar mikils samdráttar tvö ár þar áður, 4% árið 2010 og 6,8% árið 2009. Þjóðarútgjöld á árinu 2011 jukust nokkru meira en nam vexti lands­ framleiðslu, eða 4,7%. Einkaneysla jókst um 4% og fjárfesting um 13,4% en samneysla dróst saman um 0,6%. Útflutningur jókst um 3,2% og innflutningur nokkru meira, eða um 6,4%. Þrátt fyrir þessa þróun varð verulegur afgangur af vöru­ og þjónustuvið­ skiptum á árinu 2011, eða 133 milljarðar króna. Aukna fjárfestingu á síðasta ári má meðal annars rekja til mikils innflutnings á skipum og flugvélum en slík fjárfesting hefur lítil sem engin áhrif á lands­ framleiðslu, segir hagstofan. að frádreginni fjárfestingu í skipum og flugvélum jókst fjárfesting á síðasta ári um 7,4%. - jh 1971 Khalifah ibn Sulman Al Khalifah, forsætisráðherra Bahrein 1974 Paul Biya, forseti Kamerún 1979 Tepdoro Obiang Nguema Mbasogo, forseti Equatorial Guineu 1979 José Eduardo dos Santos, forseti Angóla 1980 Robert Mugabe, forseti Simbabve 1986 Yoweri Museveni, forseti Úganda 1987 Blaise Compaoré, forseti Burkina Faso 1990 Idriss Déby, forseti Tsjad 1991 Nursultan Nazarbayev, forseti Kasakhstan 1991 Islam Karimov, forseti Úsbekistan 1992 Emomalii Rahmon, forseti Tajikistan 1993 Isaias Afewerki, forseti Eritreu 1994 Alexander Lukashenko, forseti Hvíta Rússlands 1994 Yahya Jammeh, forseti Gambíu 1995 Jean-Claude Juncker, forsætisráðherra Lúxemborgar 1996 Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands  Heimurinn Þjóðarleiðtogar Ólafur Ragnar á lista yfir þaulsetnustu þjóð- höfðingja heims aðeins einn þjóðarleiðtogi í evrópu hefur setið lengur en Ólafur ragnar Grímsson. samkvæmt úttekt Fréttatímans eru einungis fimmtán leiðtogar í öllum heiminum sem hafa setið lengur en Ólafur Ragnar sem hefur verið forseti frá árinu 1996. Þaulsetnir Þjóðhöfðingjar ó lafur Ragnar Grímsson lýkur senn sínu fjórða kjörtímabili sem forseti Íslands. Hann hefur setið sleitulaust frá árinu 1996 og hyggur á framboð í fimmta sinn í komandi kosningum. Samkvæmt út- tekt Fréttatímans er Ólafur Ragnar í sextánda sæti yfir þaulsetnustu þjóð- höfðingja heims. Vissulega kemst Ólafur Ragnar ekki með tærnar þar sem Khalifah ibn Sulman Al Khalif- ah, forsætisráðherra Bahrein, er með hælana en hann hefur stjórnað sínu ríki frá árinu 1971 eða í 41 ár. Athygli vekur að aðeins einn leiðtogi í Vestur- Evrópu hefur setið lengur en Ólafur Ragnar en það er Jean-Claude Junc- ker, forsætisráðherra Lúxemborgar, sem verið hefur einu ári lengur á valdastóli en Ólafur Ragnar. Fyrir ofan forsetann á Bessastöðum má sjá þekkta einræðisherra á borð við Robert Mugabe, forseta Simbabve, og Alexander Lukashenko, forseta Hvíta Rússlands. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is félagarnir robert mugabe og alexander lukashenko eru í hópi örfárra þjóðhöfðingja sem hafa setið lengur en Ólafur ragnar. 8 fréttir Helgin 9.-11. mars 2012
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.