Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.03.2012, Blaðsíða 26

Fréttatíminn - 09.03.2012, Blaðsíða 26
Fermingartilboð Rúmföt frá 7.990 kr 100% Pima bómull Sendum frítt úr vefverslun Lín Design Laugavegi 176 Sími 5332220 www.lindesign.is síst ráðinn vegna tengsla við fjölmiðla og sem textamaður.“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins Bjarni treystir mjög á félaga sína í þingflokkn- um, þau Ólöfu Norðdal, Tryggva Herbertsson, Jón Gunnarsson og Illuga Gunnarsson sem öllum ber saman um að sé nánasti og besti ráðgjafi Bjarna. „Tryggvi er hins vegar helsti ráðgjafinn í efnahagsmálum og þessi hópur situr sína herráðsfundi, borðar saman góðan mat, drekkur góð rauðvín og leggur á ráðin.“ Illugi og Bjarni eru svo nánir að einn viðmæl- enda veðjar á að „hann hljóti að gera Illuga aftur að þingflokksformanni. Í síðasta lagi í haust.“ Bjarni er einnig sagður reiða sig á Jónmund Guðmarsson, framkvæmdastjóra Sjálfstæðis- flokksins, sem sinni „ýmsum viðvikum“ auk þess sem hann vinni náið með Svanhildi Hólm Valsdóttur, framkvæmdastjóra þingflokksins, sem hljóti að teljast einn nánasti ráðgjafi for- mannsins. Þá hefur Bjarni alltaf reitt sig mjög á stuðning gamalla æskuvina úr Garðabæ sem hafa stutt hann í blíðu og stríðu. Þar er helst nefndur til leiks Lúðvík Steinarsson, hæstaréttarlögmaður. Þá leitar Bjarni einnig til „gamalla kalla í Garðabænum, vina pabba hans.“ Þegar talið berst að helstu andstæðingum Bjarna í þingflokknum eru helst nefndir Kristján Þór Júlíusson, sem fór gegn Bjarna í formannskjöri, og Guðlaugur Þór Þórðar- son. „Þessir tveir eru í laumubandalagi gegn Bjarna og margir í þingflokknum urðu sjóðandi reiðir út í Kristján vegna þess hversu deigur hann þótti í vörninni fyrir vesenið á Bjarna í Silfri Egils ekki alls fyrir löngu.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, for- maður Framsóknarflokksins „Magnús Ágúst Skúlason, InDefence-maður, er í innsta hring Sigmundar Davíðs og hann reiðir sig á ráð hans en Magnús Ágúst er nú frekar mistækur,“ segir einn viðmælenda blaðsins. „Í þingflokknum hlustar hann helst á Birki Jón Jónsson og Gunnar Braga Sveinsson og síðan er hann með afar hressan aðstoðar- mann, Jóhannes Þór Skúlason sagnfræðing, sem hann treystir mjög á.“ Sigmundur Davíð er einnig sagður treysta mikið á Hrólf Ölvisson, framkvæmdastjóra Framsóknarflokksins, sem sést oft niðri í þingi. „Hrólfur er tengdur gömlu framsókn en Sigmundur Davíð móðgaði marga þeim megin þegar hann reyndi að skera á milli sín og gömlu framsóknarinnar – Hrólfur sér um að friða það lið. Sigmundur sækir í reynslubrunn Hrólfs og er einnig með Sigurð Hannesson, stærðfræðing, í miklum metum.“ Í ytri ráðgjafahópi Sigmundar er talað um föður hans Gunnlaug Sigmundsson, Guðna Ágústsson og Þórólf Gíslason, kaupfélags- stjóra í Kaupfélagi Skagfirðinga. „Guðni er kanall til Davíðs Oddssonar og hefur sést koma af fundum í Hádegismóum.“ Um sam- band feðganna Sigmundar og Gunnlaugs segir einn viðmælenda Fréttatímans: „Þessi skrýtni pabbi hans virðist hafa mikil áhrif á hann. Sérstaklega í efnahagsmálum.“ Aðrir viðmælendur telja hins vegar að áhrif Gunn- laugs á pólitík sonarins séu frekar ofmetin. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Maðurinn á bak við Blair Alastair Campbell er einhver nafntogaðasti spuna- meistari samtímasögunnar og nokkuð dæmigerður fyr- ir upphafna ímynd slíkra í skáldskap og kvikmyndum. Eldklár, með mikla fjölmiðlareynslu, útsjónarsamur, slægur og mátulega ófyrirleitinn. Eftir langan og skrautlegan feril í fjölmiðlum og glímu við áfengisvandamál batt hann trúss sitt við Tony Balir og breska Verkamannaflokkinn. Hann gegndi lykilhlut- verki í kosningabaráttunni árið 1997 og vann náið með Peter Mandelson við að stilla saman strengina í kosn- ingabaráttu flokksins. Campbell einbeitti sér ekki síst að því að snúa stóru fjölmiðlunum á sveif með Verka- mannaflokknum og þá helst leiðandi dagblöðum, þar á meðal The Sun sem hafði árum saman verið hliðhollt Thatcher og þegar Campbell hafði lokið sér af hafði The Sun lýst yfir stuðningi við Verkamannaflokkinn. Eftir kosningasigur Blairs í maí varð Campbell fréttafulltrúi forsætisráðherrans til ársins 2000 þegar hann tók við starfi samskiptastjóra Blairs. Í því starfi hitnaði verulega undir spunameistaranum og hann var sakaður um að hafa látið ýkja ógnina af meintri efnavopnaeign Íraka í skýrslu sem forsætisráðuneytið gaf út til þess að réttlæta hernaðaraðgerðir í landinu. Campbell vísaði öllum slíkum ásökunum á bug og sagði bresku leyniþjónustuna staðfesta framburð sinn. Hann sagði af sér í ágúst árið 2003 og Blair kvaddi hann með þeim orðum að sá Campbell sem hann þekkti væri afburðasnjall og einarður og traustur þjónn þess málstaðar sem hann tryði á. Hann væri einnig trúr þjóð sinni – væri og yrði alltaf góður vinur. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sækir ráð í ýmsar áttir en ráðgjafar hans þykja misgóðir. Bjarni Benediktsson treystir á náið samstarfsfólk í þing- flokknum og gamla félaga úr Garðabæ. Gunnar Bragi Sveinsson. Sigmundur Davíð reiðir sig á ráð- leggingar þingmanns- ins. Jónmundur Guðmarsson, framkvæmdastjóri flokksins, sinnir ýmsum viðvikum fyrir formanninn. Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknar- flokksins, er annar helsti sam- verkamaður Sigmundar Davíðs í þing- flokknum. Illugi Gunn- arsson er sagður nánasti og besti ráð- gjafi Bjarna. Kasper í Borgen Kasper Juul, spunakarl forsætisráðherrans Birgitte Christensen, er ein hressilegasta persónan í dönsku sjónvarpsþáttunum Borgen. Þessi kaldhæðni ungi maður vakir yfir öllum hreyfingum á pólitíska taflborðinu enda helsta verkefni hans að verja og vernda forsætisráðherrann fyrir öllum og öllu sem geta komið henni illa í um- ræðunni. Kasper hefur nokkuð gott forskot á alla and- stæðinga og annað spunalið þar sem hann á í nánu en brokkgengu sambandi við hina rísandi fjölmiðlastjörnu Katrine Fønsmark sem er í fremstu víglínu TV1 þegar kemur að viðtölum og fréttum af stjórnmálunum. Persóna Kaspers er ekki fjarri þeim pólitíska raunveruleika sem blasir við á tímum þar sem ráðamenn geta ekki lengur komist upp með að stjórna bara án þess að huga að ímynd sinni og hvernig þeir endurspeglast í almenn- ingsálitinu öllum stundum. Þá er ekki verra að hafa menn eins og Kasper sér við hlið. 67% ... kvenna á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann* *konur 25 – 80 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent okt.-des. 2011 26 fréttaskýring Helgin 9.-11. mars 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.