Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.03.2012, Blaðsíða 58

Fréttatíminn - 09.03.2012, Blaðsíða 58
54 bíó Helgin 9.-11. mars 2012 Allt á einum stað! Þín ánægja er okkar markmið vodafone.is Vertu í stöðugu sambandi við vinina í gegnum Facebook, Twitter og aðra samfélagsmiðla með Lumia 800. Kynntu þér málið í næstu verslun okkar eða á vodafone.is  Frumsýnd rándýrt ævintýri á mars Disney leggur mikið undir með þrívíddarævintýrinu John Carter sem er frumsýnd um heim allan í dag, föstudag. Myndin kostaði 250 milljónir dollara í framleiðslu sem þykir nokkuð djarft þar sem lítt þekktum leikurum er teflt fram í helstu hlutverkum. Fénu var ekki síst eytt í magnaðan ævintýraheim á Mars en þangað villist jarðneski hermaðurinn John Carter og blandast inn í átök á rauðu plánetunni. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is bíó John Carter tekur á vondum Marsbúum J ohn Carter er hugarfóstur rithöf-undarins Edgar Rice Burroughs sem er langþekktastur fyrir bæk- ur sínar um Tarzan apabróður. Fyrsta sagan hans um Carter kom út árið 1912 þannig að frumsýning þessarar myndar markar aldarafmæli persón- unnar. Sagan hét upphaflega Under the Moons of Mars en var síðar breytt í The Princess of Mars. Burroughs gaf bókina út undir dul- nefninu Norman Bean þar sem hann óttaðist að hann yrði að athlægi fyrir að skrifa aðra eins dellu. Sagan varð þó fljótt vinsæl og John Carter átti eftir að koma oft við sögu í verkum höfundarins. Segja má að bíómyndin hafi verið óvenju lengi í vinnslu þar sem kvikmyndarétturinn á sögunni var seldur árið 1931 og þá þeg- ar hófst undirbúningur að gerð kvikmyndar sem lítur ekki dags- ins ljós fyrr en núna. Margt er á huldu um John Carter en hann virðist vera ódauðlegur. Hann virðist ekki eiga neinar æskuminningar en þjónaði sem liðsforingi í Þrælastríð- inu í Bandaríkjunum. Að stríði loknu auðgaðist hann á gullfundi í Ari- zona en þegar hann leitar skjóls frá Apache-indíánum í helli virðist hann geispa golunni, yfirgefur líkama sinn og dúkkar upp á Mars. Þar sem hann er vanur meira þyngdarafli á jörðinni er hann mun frárri á fæti, sterkari og fimari í þyngdarkrafti Mars og hef- ur því nokkurt forskot á Marsbúana sem hann á eftir að takast á við í stríðs- átökum þar. Reynsla Carters af hernaði á jörðu niðri spillir heldur ekki fyrir en hann er varla lentur á Mars þegar hann er handsamaður af þriggja metra háum, grænum (en ekki hvað?) verum sem hafa komið sér fyrir á reikistjörnunni. Kappinn sleppur úr prísundinni og þá verður á vegi hans prinsessan fagra De- juh Thoris sem hefur hrakist frá völdum. Eftir stendur hann milli tveggja elda og þarf að ákveða fyrir hverja og hvaða mál- stað hann vill berjast. Þetta val er þó síð- ur en svo auðvelt enda margir fláráðir á ferðinni þarna og víða setið á svikráðum. John Carter er fyrsta leikna mynd leik- stjórans Andrew Stanton en hann á að baki hinar stórgóðu teiknimyndir Find- ing Nemo og WALL·E. Taylor Kitsch leikur Carter og Lynn Collins fe rmeð hlutverk prinsessunnar Dejah Thoris; kannski ekki nöfn sem klingja mörgum bjöllum en þau eru dyggilega studd góð- um hópi þekktra aukaleikara á borð við Willem Dafoe, Thomas Haden Church, Mark Strong, Ciarán Hinds, Dominic West, James Purefoy og Bryan Cranston. Ýmsar hættur bíða Johns Carter á Mars, svo ekki sé dýpra í árinni tekið. The Vow er sannsöguleg mynd um nýgift og yfir sig ástfangin hjón, Paige og Leo. Líf þeirra tekur miklum breytingum kvöld eitt þegar þau lenda í hörðum árekstri við vörufluttningabíl í fljúgandi hálku. Leo er nokkuð fljótur að jafna sig en Paige fellur í dauðadá. Þegar hún vaknar hefur hún misst minnið og man ekkert eftir því að vera gift Leo og kannast heldur ekkert við ást þeirra. Fimm ár eru þurrkuð úr minni hennar en læknar eru vongóðir um að minningarnar skili sér með tímanum. Leo má þó varla vera að því að bíða eftir því þar sem Paige stendur í þeirri meiningu að hún sé enn í sambandi með fyrr- verandi kærastanum sínum, þeim sem hún var með áður en Leo kom til sögunnar. Leo þarf því að bregðast við og reyna allt sem hann getur til þess að vinna ástir Paige í annað sinn áður en það er um seinan. Rachel McAdams (The Notebook) og Channing Tatum (Dear John) leika ungu hjónin en Scott Speedman (Underworld) leikur gamla kærastann. Þá eru úrvals- leikararnir Jessica Lange og Sam Neill einnig í leik- hópnum. Aðrir miðlar: Imdb: 6.5, Rotten Tomatoes: 28%, Metacritic: 43%  Frumsýnd Ástin í gleymskunnar dái  Bíó Paradís KviKmyndaFræðsla Fyrir Börn Í febrúar hóf Bíó Paradís við Hverfisgötu að bjóða upp á kvikmyndafræðslu fyrir grunnskólabörn og unglinga. Þrjár vikur eru eftir af verkefninu sem Oddný Sen kvikmyndafræð- ingur stjórnar. Tilgangur kvikmyndafræðslunnar er að kynna börnum og unglingum á grunnskólaaldri kvikmyndalæsi og segja þeim frá lykilmyndum sem hafa skapað sér sess innan kvikmyndasög- unnar. Jafnframt er leitast við að kynna börnum kvikmyndir frá ýmsum þjóðlöndum. Börnin mæta undirbúin á fræðsludögum og er gert ráð fyrir því að börnin greini þær kvikmyndir sem fjallað er um. Þegar hefur verið fjallað um myndir á borð við Sirkusinn eftir Chaplin, Hefndina eftir Susanne Bier, Cinema Paradiso eftir Tornatore, E.T. og Ókindina eftir Spielberg. Myndir sem á eftir að fjalla um eru meðal annars Galdrakarlinn frá Oz eftir Viktor Fleming, Nútíminn eftir Chaplin, Piano eftir Jane Campion og Babel eftir Iñárritu. Stefnt er að því að vera með kvikmyndafræðslu fyrir börn og unglinga á hverjum fimmtudegi í sex vikur þar sem sýningar fyrir börn eru klukkan 10:30 og sýningar fyrir unglinga klukkan 13:00. Rýnt í Chaplin og Oz Galdrakarlinn í Oz kemur við sögu í kvikmyndafræðslunni í Bíó Paradís.  BrucKheimer hress á twitter Lone Ranger klár í slaginn Stórmyndaframleiðandinn Jerry Bruckheimer lét fyrstu myndina úr The Lone Ranger leka út á Twitter á fimmtudag en gefur að líta þá Armie Hammer í hlutverki byssumannsins grímuklædda og Johnny Depp í hlutverki hins trygga vinar hans Tonto. Gore Verbinski (The Pirates of the Carribean) leikstýrir myndinni en tökur hófust í síðasta mánuði eftir enda- lausar frestanir vegna fjár- mögnunar. Áætlað er að frumsýna myndina í maí á næsta ári. Johnny Depp er vígalegur í hlutverki indíánans Tonto
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.