Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.03.2012, Blaðsíða 39

Fréttatíminn - 09.03.2012, Blaðsíða 39
E N N E M M / S ÍA / N M 5 0 4 9 1 Hagsýnir heimilisbílar Suðurlandsbraut 14 > sími 440 4400 > www.ergo.is > ergo@ergo.is Að endurnýja bílinn í dag getur borgað sig. Kannaðu kosti grænna bílalána og reiknaðu dæmið til enda á ergo.is 1Blönduð eyðsla á hverja 100 km 2Rekstur í eitt ár á meðalstórum fólksbíl m.v. að bensínverð sé 243 kr., dísilverð 254 kr. og akstur á ári 20.000 km. Árgerð 20052 sjálfskiptur · bensín Árgerð 20122 beinskiptur · dísil Sparnaður á ári 228.240 kr.Eyðsla1 228.600 kr. 4,5 l 456.840 kr. 9,4 l - = 24.780 kr.Bifreiðagjöld 9.460 kr.34.240 kr. - = 2.100 kgCO2 útblástur 2.380 kg 119 g/km 4.480 kg 224 g/km - = Skútuvogi 6 - Sími 568 6755 Teppi á stigaganginn nú er tækifærið ! Komum á staðinn með prufur og mælum, ykkur að kostnaðarlausu Eitt verð niðurkomið kr. 6.390 m2 Íslenskt atvinnulíf Á síðustu misserum hefur orðið til mjög áhugaverður vaxtarsproti í íslensku at- vinnulífi. Hér er um að ræða klasa eða klasasamstarf þar sem hópur ólíkra aðila, sem oft eru í harðri samkeppni, tekst að vinna saman með aukna verðmætasköpun að markmiði. Þannig tekst að tvinna saman samkeppni og samvinnu til hagsbóta fyrir heildina. Upphaf klasahugtaksins er rakið til tímamótaverksins The Competi- tive Advantage of Nations eftir dr. Michael Porter sem kom út árið 1990. Þar var hugtakið klasi skil- greint sem „landfræðileg þyrping fyrirtækja og stofnana á ákveðnu sviði, sem eiga sameiginlega hags- muni og stuðningsnet. Með klasa- samstarfi skapast ákveðin heild sem er mun sterkari en einstaka aðili einn og sér.“ Með öðrum og færri orðum: Saman erum við sterkari. Fæst okkar ætla ríkisvaldinu það meginhlutverk að „skapa ný störf“ en stjórnvöld eiga að styðja við uppbyggingu atvinnulífsins og skapa því umgjörð svo fyrirtækin geti sjálf skapað verðmæti og þar af leiðandi störf. Stuðningur við klasasamstarf er þannig góð leið fyrir hið opinbera að styðja við heil- brigt atvinnulíf. Staða Íslands Klasasamstarf hér á landi er hvað lengst komið á vettvangi jarð- varmans. Í nóvember 2009 hófst vinna á vegum dr. Michael Porter sem stjórnaði kortlagningu ís- lenska jarðvarmaklasans á veg- um stofn- unar hans í Harvard. Fyrsta árið fór í grein- i n g u á framboði, þekkingu, eftirspurn og mögu- legu for - s k o t i í samkeppni sem væri að f inna innan ís - lenska jarðvarmaklasans. Dr. Porter kynnti niðurstöður sínar á þúsund manna ráðstefnu í Háskólabíó 1. nóvember 2010. Á grundvelli greiningar dr. Por- ters hófst vinna við að móta sýn til framtíðar á vettvangi jarðvarmans. Nokkrir lykilaðilar tóku höndum saman. Vinnustofur tóku til starfa og vel á annað hundrað sérfræð- ingar, úr öllum áttum innan grein- arinnar, lögðu sitt af mörkum. 28. júní á síðasta ári var svo haldinn stofnfundur klasasamstarfs ís- lenska jarðvarmageirans, og við sama tækifæri kom út skýrsla sam- in af ráðgjafafyrirtækinu Gekon með aðkomu dr. Michael Porter. Þegar að var gáð reyndust margir aðilar eiga hagsmuna að gæta – og þar með tilheyra íslenska jarð- varmaklasanum: Allt frá orkufyrir- tækjum og fjármálafyrirtækjum til rannsóknarhópa, háskóla og ráðu- neyta. Að sameina kraftana Ég hef fylgst með af miklum áhuga hvernig uppbyggingu og kortlagn- ingu íslenska jarðvarmaklasans hefur verið háttað. Á stofnfund- inum 28. júní 2011 gerðust meira en 20 fyrirtæki, stofnanir og félög stofnaðilar, og skuldbundu sig með ýmsum hætti til að koma að starf- inu en gert er ráð fyrir að niður- stöður með aðgerðaáætlun verði lagðar fram í lok þessa árs. Nú eru að störfum 10 vinnuhópar á ýmsum sviðum jarðvarmaklasans og þátt- takendur eru um 140 einstaklingar sem allir hafa sitt fram að færa, allt frá vísindalegri sérþekkingu til fjár- mögnunar, alþjóðlegra sambanda og pólitísks frumkvæðis. Stofnað- ilar eru núna tæplega 70 talsins og gangur vinnunnar er með miklum ágætum. Ég tel að þessi vinnubrögð séu til mikillar fyrirmyndar og geti verið leiðarljós fyrir klasasamstarf í öðrum atvinnugreinum þar sem möguleikar eru miklir. Má þar nefna ferðaþjónustu, upplýsinga- tækni, matvælaframleiðslu, hönnun og ýmsar skapandi greinar þar sem Íslendingar eiga mikla möguleika. Íslenski jarðvarmaklasinn er þeg- ar orðinn öðrum atvinnugreinum fyrirmynd, og hefur vakið mikla athygli erlendis, enda byggður á grunni nútímavísinda úr þekktustu menntasmiðjum heims og íslenskr- ar sérfræðiþekkingar. Klasasam- starf er augljóslega það sem koma skal. Samstarf, samvinna og sam- keppni eru hugtök sem eiga að geta farið saman ef hagsmunir heildar- innar eru hafðir að leiðarljósi. Klasi – að sameina kraftana Magnús Orri Schram þingmaður Samfylkingar- innar Aðeins ímyndarvandi Ingimar Karl Helgason segir í bloggi sínu á Smugunni að Hannes Hólm- steinn Gissurarson hafi gefið sér tíma frá kommúnistaveiðum til að sitja í Lands- dómi og greini frá þeirri upplifun á blogg- síðu sinni og segi meðal annars: „Davíð [Oddsson] skýrði líka vel tvö atriði, sem fávísir fjölmiðlungar hafa reynt að gera að árásarefni á Seðlabankann í undanfara falls bankanna. Annað var, að ekki hefði verið svarað tilboði í bréfi frá Mervyn King, seðlabankastjóra Englands, vorið 2008 um að aðstoða íslensku bankana við að minnka. Davíð benti á, að bréfið snerist um annað. Með því var hafnað að veita seðlabankanum lánalínur, eins og rætt hafði verið um vikum saman. Það „tilboð“, sem á eftir fór um aðstoð við að minnka íslensku bankana, var ekkert annað en kurteisistal, og hafði slíkt tilboð verið sett margsinnis fram í umræðunum á undan. Fylgdi þessu kurteisistali ekkert tilboð um lánafyrirgreiðslu, sem nauðsynleg hefði verið til að breyta útibúum Lands- bankans í Bretlandi í dótturfélög.“ Þetta segir Ingimar Karl að sé glæný saga, eða spuni hjá prófessornum. Því hafi nefnilega aldrei verið haldið fram að nota ætti fyrir- greiðslu frá seðlabanka Bretlands, vorið 2008, til að flytja Icesave í dótturfélag. Blogg sitt endar Ingimar Karl með þessum orðum: „Seðlabankastjóri Bretlands virðist hafa talið að hægt yrði að minnka íslenska bankakerfið, þótt enginn sem borið hefur vitni fyrir Landsdómi hafi talið það mögulegt. Seðlabanki Bretlands er enginn smábanki. Bankastjóri hans gefur skriflegt loforð um að hann muni gera allt sem í sínu valdi stendur til að hjálpa til. Formaður bankastjórnar Seðlabanka Ís- lands skellir við skollaeyrum og fullyrðir að íslensku bankarnir séu vel fjármagnaðir. Þeir glími við ímyndarvanda sem gjaldmiðla- skiptasamningur eigi að leysa. Það eru út af fyrir sig dálitlar fréttir og merkilegt þannig séð að ekki hafi vakið meiri athygli. Maðurinn sem segist hafa varað við á bak við tjöldin, fullyrðir í samskiptum við seðlabankastjóra Bretlands að bankarnir standi styrkum fótum en glími við ímyndarvanda. Og þetta er eftir að hann segist hafa varað ráðherra við að bankarnir gætu lent í vandræðum vegna fjár- mögnunar, á einhverjum öðrum leynifundi rúmum mánuði fyrr.“ Fært til bókar viðhorf 35 Helgin 9.-11. mars 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.