Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.03.2012, Blaðsíða 14

Fréttatíminn - 09.03.2012, Blaðsíða 14
Þúsundir króna fuku út um gluggann dag hvern Á meðan fjöl- skyldur sem keyptu heimili frá árinu 2001 fram til ársins 2006 högnuðust um milljónir við sölu töpuðu margar þeirra sem keyptu frá því ári milljónum. Verðtryggð lán juku enn á ógæfu þeirra. Fasteignamat ríkisins tók saman fimm raunveruleg dæmi um kaup og sölu á íbúðum sem seldust minnst þrisvar frá árinu 2001. Fréttatíminn reiknar út dæmin fimm og sýnir hver hagnaðist og hver tapaði á fasteignakaup- unum – og hversu mikið. F jölskyldan sem keypti 130 fer-metra íbúð í fjölbýli í Bryggju-hverfinu í júlí árið 2001 gat hoppað hæð sína þegar hún seldi þessa sömu íbúð þremur og hálfu ári seinna. Íbúðin hafði hækkað í verði um 9,3 milljónir króna. Verðbólgan á sama tíma var rétt tæp 12 prósent, svo raunávöxtunin var samtals 7,25 millj- ónir króna eða um 5.600 krónur hvern einasta dag sem hún bjó í íbúðinni. Það hljóp einnig á snæri þess sem keypti þessa íbúð af ljónheppnu fjöl- skyldunni í Bryggjuhverfinu í janúar 2005. Íbúðin hækkaði um 4,8 milljónir króna á árunum tveimur sem hann átti hana. Raunávöxtunin var 5.750 krónur hvern dag eða 4,2 milljónir króna á tímabilinu. Þriðja fjölskyldan sem bjó í húsinu var ekki eins heppin og þær fyrri. Hún tapaði 3,5 milljónum í krónum talið á kaupunum en fimm milljónum sé horft til verðbólgunnar sem var 44 prósentur á tímabilinu sem hún átti húsið. Segjum að þessi ólánssama fjöl- skylda hafi haft 20 milljóna króna verðtryggt lán á eigninni. Það hækk- aði þá um 10,2 milljónir króna á tíma- bilinu. Verðbólgan nartaði því ekki af gróðanum eins og hjá þeim sem áttu íbúðina á undan heldur skildi fjölskylduna eftir 13,7 (15,3 milljónir verðbólgunni) milljónum fátækari en fyrir kaupin. Skoðum nú stöðu þess sem átti íbúðina á undan ólánsömu fjölskyld- unni. Hafi hann haft 20 milljón króna verðtryggt lán á íbúðinni þessi tvö ár sem hann átti hana hefur lánið klipið tæplega 1,8 milljón af hagnaði hans á þessum tveimur árum. Hann hefur þá setið eftir með 2,4 milljónir í hagnað af íbúðakaupunum í stað 4,8 milljóna; tæplega 3.300 kr. dag hvern eða 98 þúsund á mánuði. Af þessum dæmum fimm má sjá að milljóna hagnaður lenti í vösum þeirra sem keyptu árið 2001 en seldu á ár- unum 2004 og 2005. Þannig hreppti eigandi 100 fermetra fjölbýlisíbúðar í Hlíðunum tæpa milljón á ári fyrir þann tíma sem hann átti eignina. Tví- býlishúsaeigandi í Túnunum hafði 14,1 milljón upp úr krafsinu en þó ekki nema 7,6 milljónir að raunvirði, þegar hann seldi átta árum eftir að hann keypti, en húsið hafði hækkað um 135 prósent í verði – 80 prósentu- stigum umfram verðbólguna á þeim tíma. Eigandi 250 fermetra einbýlishúss í Hafnarfirði hafði 29 milljónir upp úr krafsinu þegar hann seldi það í sept- ember 2008, sex og hálfu ári eftir að hann keypti. Verðbólgan á þessu tíma- bili var þó 42 prósent og raunávöxtun- in því aðeins 16,8 milljónir króna. Sá sem keypti húsið greiddi tæpar 7.540 krónur með sér að raunvirði hvern einasta dag og tapaði 8,9 milljónum á rúmum þremur árum á þessari fjár- festingu. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is  Verðbólga  Raunávöxtun  Ávöxtun/tap miðað við 80% skuldsetningu í verðtryggðu láni  Hagnaður/tap á dag án skuldsetningar 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 30 25 20 15 10 5 0  12%  7,25 milljónir kr.  5,8 milljónir kr. í hagnað.  5.680 kr. á dag  11,6%  3,8 milljónir kr.  1,5 milljónir kr.  5.200 kr. á dag  44%  – 5 milljónir kr. í mínus  – 15,3 milljónir kr. í mínus  – 2.480 kr. á dagMilljónir Fjölbýli í Bryggjuhverfi rúmlega 130 fermetrar Júlí 2001 seld á 15,1 milljónir Janúar 2005 seld á 24,4 milljónir Janúar 2007 seld á 29,2 milljónir Október 2011 seld á 25,7 milljónir DÆMI 1 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 25 20 15 10 5 0 Milljónir  11%  2,8 milljónir kr.  1,7 milljón kr.  1.820 kr. á dag  12%  4,1 milljón kr.  2,6 milljónir kr.  5.850 kr. á dag  44,5%  1,5 milljón kr.  – 5,8 milljónir kr.  2.140 kr. á dag Fjölbýli í Hlíðunum, rúmlega 100 fermetrar Ágúst 2001 seld á 12 milljónir Nóvember 2004 seld á 15,5 milljónir Október 2006 seld á 20,8 milljónir Október 2011 seld á 23,5 milljónir DÆMI 2 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 40 35 30 25 20 15 10 5 0 Milljónir Einbýli, Austurbær Kópavogs, rúmlega 190 fermetrar Október 2001 selt á 15,5 milljónir Janúar 2005 selt á 23,5 milljónir September 2006 selt á 36 milljónir Nóvember 2011 selt á 34,8 milljónir DÆMI 3  45%  – 1,740.000  – 14,7 milljónir í mínus  – 910 kr. á dag  11%  11,1 milljón  9 milljónir  17.480 á dag  10%  7,8 milljónir  6,6 milljónir  6.580 á dag Verðtryggð lán á Íslandi hækka í takti við verðlag í landinu. Sé verðbólga mikil hækka lánin líka. Séu verðhækkanir litlar hækka lánin sömuleiðis lítið. Á Vísindavef Há- skólans er bent á að verðtryggð lán geti líka lækkað. Milli áranna 1979- 2008 hefur það einu sinni gerst. Þau lækkuðu þá um 0,06 prósent. En hvað kostar þá að taka 10 milljón króna verð- tryggt lán með 4,7 prósent vöxtum til fjörutíu ára í að jafnaði 10 prósenta verðbólgu? Sam- tals eru það 259 milljónir króna á lánstímanum. Eftirstöðvar lánsins byrja ekki að lækka fyrr en eftir 379 greiðslur af 480 eða eftir rúmt 31 ár. Sé verðbólgan fimm prósent á lánstímanum greiðir lántakinn 69 milljónir fyrir lánið og eftirstöðvarnar byrja að lækka eftir tæp 26 ár. Sé lánið tekið til tuttugu ára í fimm prósenta verðbólgu greiðir lántakinn rúmlega 26 milljónir fyrir lánið. Lánið byrjar að lækka eftir 69 greiðslur eða eftir tæp sex ár. - gag Raunverulegur gróði og tap við fasteignakaup Skoðum hvað fjölskyldur höfðu upp úr húsnæðisfjárfestingum sínum eftir að hafa reiknað með verðbólgunni, sem eykur á tap og bítur í gróða. Eins og sjá má högnuðust þeir sem keyptu frá 2001 til 2005 en þeir sem keyptu frá 2006 gátu ekki reiknað með því sama og margir töpuðu milljónum. Hvað þýðir að taka verðtryggt lán? Samsettmynd/Hari 14 úttekt Helgin 9.-11. mars 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.