Fréttatíminn - 03.12.2010, Page 63

Fréttatíminn - 03.12.2010, Page 63
Ostahúsið er rómað fyrir sína bragðgóðu og fjölbreyttu osta og fyrir hver hver jól eru ávallt framleiddir sérstakir jólaostar. Ostarúlla með rommrúsínum og möndlum er nýjasti osturinn hjá Ostahúsinu í ár sem og Brie með piparrönd og ostarúlla með villijurtum og púrtvíni sem hefur verið mjög vinsæll í rjúpu- og hreindýrasósur. Í ár býður Ostahúsið því upp á skemmtilegar og fjölbreyttar ostakörfur þar sem reynt er að koma til móts við óskir sem flestra. Minnstu körfurnar innihalda fjóra osta og þær stærstu alveg upp í átta. Auk þess fylgir úrvals kex, sultur og annað góðgæti með. Sú nýbreytni er í ár að boðið er upp á rauðar gjafaöskjur með fallegum plastglugga svo að hægt sé að sjá innihaldið. Þessar gjafaöskjur eru sniðug- ar fyrir fyrirtæki þar sem hægt er að stafla þeim upp og minnkar því líkurnar á því að innihaldið verði fyrir hnjaski í flutningum. Hægt er að kynna sér úrvalið á heimasíðu Ostahússins www. ostahusid.is. jólakræsingar 63Helgin 3.-5. desember 2010 Framandi og freistandi – í eldhúsinu heima er þriðja matreiðslubók Yesmine. Þetta átti reyndar ekki að verða bók heldur ætlaði Yesmine að gera DVD-disk þar sem hún sýndi hvernig réttirnir væru eldaðir skref fyrir skref eins og hún gerir á matreiðslunámskeiðunum sínum. Þegar á hólminn var komið segist Yesmine hafa áttað sig á því að líklega myndu ekki allir skilja íslensk- una hennar og því ákvað hún að gefa út bók líka til þess að allir gætu fylgst með. Í þessari bók eru uppskriftirnar líka hnitmiðaðar og einfaldar og allt miðast við að nota hollt hráefni sem auðvelt er að nálgast úti í búð. Jólaostar og fleira góðgæti Chili-súkkulaðikaka er auðveld leið til að nýta jólasúkkulaðið á óhefð- bundinn hátt enda segir Yesmine dökkt súkkulaði og chili afar góða leikfélaga. 400 g suðusúkkulaði (70%) 1 dl pistasíuhnetur, hakkaðar 1 dl möndlur, hakkaðar 1 dl heslihnetur, hakkaðar 7 dl All Bran-flögur, morgunkorn ½–1 tsk. chili-krydd eða (hot chili- krydd) eftir smekk hindber til að skreyta með 2 msk. hakkaðar pistasíur til að skreyta með 2 msk. hakkaðar möndlur til að skreyta með • Bræðið súkkulaðið í vatns- baði. Hrærið All Bran út í ásamt hnetunum, kryddið með chili og blandið varlega saman (ekki merja). • Setjið bökunarpappír í mót og hellið blöndunni í. Gott er að hafa hana 2-3 cm þykka. Stráið hökkuðum pistasíum og möndlum yfir og kælið í ísskáp, frysti eða úti. Þegar kakan er orðin hörð, skerið hana í grófa bita og berið fram með ferskum bláberjum (eða öðrum ferskum berjum). Ch ili -s úk ku la ði ka ka

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.