Morgunblaðið - 08.02.2012, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.02.2012, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 2012 – fyrst og fremst ódýr! 999kr.pk. Lenor þvottaefni, fljótandi og duft, 18 þv. NÝTT Í KRÓNUN NI Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Óveðurshvellur olli nokkrum usla á suðvesturhorninu í gær og truflaði samgöngur þar þangað til hann fór að lægja um kvöldmatarleytið. Veðr- ið gekk norður yfir vestanvert landið og í gærkvöldi var orðið hvasst allt frá norðanverðu Snæfellsnesi og norður á Strandir. Þá var með- alvindur um 25 m/s á Holtavörðu- heiði. Talsverð rigning fylgdi óveðr- inu en uppi á heiðum var slydda eða snjókoma. Spáð var hríðarveðri eða dimmum éljum t.d. á Bröttubrekku, Vatnaleið og Holtavörðuheiði. Björgunarsveitir á Suðurnesjum voru kallaðar út í gær vegna roksins. Björgunarsveitin Suðurnes var köll- uð til þegar loftræstitúður voru að losna af þaki og var Suðurgötu lokað á meðan því var bjargað. Þá var Björgunarsveitin Ægir í Garði köll- uð út vegna fjúkandi þakplatna. Um 520 farþegar í fjórum flug- vélum Icelandair þurftu að halda kyrru fyrir í vélunum á Keflavík- urflugvelli allt að því á fjórðu klukkustund eftir lendingu síðdegis í gær. Flugvélarnar voru að koma frá borgum í Evrópu. Ekki var hægt að koma flugvélunum að landgöngum Leifsstöðvar vegna hvassviðris. Flugvélunum er ekki hleypt upp að flugstöðinni fari vindur yfir 25 m/s. Óveðrið olli einnig yfir þriggja klukkustunda seinkun á flugi Ice- landair til Bandaríkjanna, þ.e. Bost- on, New York og Orlando, í gær. Flugvélarnar fóru að fara upp úr klukkan 20.00 í gær. „Við gátum ekki merkt annað en að fólk tæki þessu með miklu jafn- aðargeði,“ sagði Guðjón Arn- grímsson, upplýsingafulltrúi Ice- landair. Hann sagði svona hafa gerst einstaka sinnum en sjaldgæft að svo stór hópur farþega yrði fyrir þessu og jafn lengi og raunin varð í gær. Veðurstofan varaði í gær við stormi, meðalvindi yfir 20 m/s, víða á landinu og jafnvel roki, meðalvindi yfir 25 m/s, norðvestanlands í gær- kvöldi og fram eftir nóttu. Öllu farþegaflugi um Reykjavík- urflugvöll var aflýst eftir hádegið í gær. Farþegar komust hvergi  Á sjötta hundrað flugfarþega þurfti að bíða í fjórum flugvélum á Keflavík- urflugvelli á fjórðu klukkustund í gær þar til óveður var gengið yfir Víkurfréttir/Hilmar Bragi Keflavíkurflugvöllur Um 520 farþegar þurftu að dúsa lengi í fjórum farþegaþotum áður en hægt var að leggja flugvélunum að Leifsstöð í gær. Morgunblaðið/Ómar Austurstræti Það gustaði hressilega víða um landið í gær og í nótt. Héraðsdómur Suðurlands hefur vísað frá dómi kröfu minnihluta í eigendahópi Vinnslustöðvarinnar hf. um lögbann við því að afhenda hlutabréf og ganga formlega frá málum í samræmi við samning um sameiningu VSV og Ufsabergs-Út- gerðar ehf. Sýslumaðurinn í Vestmannaeyj- um hafði áður hafnað sömu kröfu. Töldu verulega form- og efnis- annmarka á ákvörðuninni Forsaga málsins er sú að á hlut- hafafundi í Vinnslustöðinni hf. sem haldinn var í september í fyrra var tekin ákvörðun um samruna hennar og Ufsabergs-Útgerðar ehf. Töldu þeir sem urðu í minnihluta á fund- inum að verulegir form- og efnis- annmarkar væru á ákvörðuninni og lýstu því yfir að þeir myndu höfða mál til ógildingar henni. Fóru þeir fram á lögbann þar sem fyrirsjáanlegt þótti að samrun- inn yrði um garð genginn áður en niðurstaða fengist í ógildingarmál- ið. Var ekki einu sinni dómtækur Gerðarbeiðendur voru tvö félög í eigu Guðmundar og Hjálmars Kristjánssona, Stilla útgerð ehf. og KG fiskverkun ehf., og Guðmundur Kristjánsson í eigin nafni. „Málatilbúnaður bræðranna frá Rifi og lögmanna þeirra var ekki einu sinni dómtækur, svo fráleitur var hann,“ var haft eftir Sigurgeiri Brynjari Kristjánssyni, fram- kvæmdastjóra VSV, í tilkynningu frá fyrirtækinu í gær. Kröfu um lög- bann vísað frá  Málatilbúnaðurinn var fráleitur segir framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar Maður á þrítugsaldri var í gær úr- skurðaður í gæsluvarðhald til 21. febrúar næstkomandi en hann er grunaður um að hafa orðið konu á fertugsaldri að bana. Konan fannst látin á heimili mannsins í Hafnarfirði á mánudags- morgun eftir að maðurinn gaf sig fram á lögreglustöð. Á konunni voru áverkar eftir eggvopn en dán- arorsök liggur ekki fyrir, að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar yf- irlögregluþjóns. Konan var gestkomandi á heimili mannsins en þau höfðu þekkst um hríð. Maðurinn, sem hefur áður komið við sögu hjá lögreglu, mun gangast undir geðrannsókn. Í gæsluvarð- haldi til 21. febrúar  Grunaður um manndráp Lögreglan á Selfossi gerði í gær upptækt talsvert magn af ólöglegu áfengi í tveimur húsleitum. Í hádeg- inu lagði hún hald á um 400 lítra af gambra og 14 lítra af tilbúnum landa í íbúðarhúsi á Stokkseyri. Var einn maður handtekinn í tengslum við málið. Seinnipart dags upprætti hún síð- an framleiðslu landa í íbúðarhúsi á Selfossi og lagði hald á 150 lítra af gambra og 24 lítra af landa. Í tilkynningu frá lögreglunni kom fram að farið hefði verið í húsleit- irnar vegna gruns um að framleiðsla á ólöglegu áfengi færi þar fram og sá grunur reyndist augljóslega á rök- um reistur. Sýni verða tekin af áfenginu og þau send til rannsóknar. Fundu 600 lítra af ólög- legu áfengi Ljósmynd/Af vef dfs.is Bandaríski djasspíanistinn Chick Corea og víbrafónleikarinn Gary Burton eru væntanlegir til landsins og munu halda tónleika í Hörpu 24. apríl næstkomandi. Báðir eru meðal þekktustu djass- tónlistarmanna heims en Corea spilaði lengi með Miles Davis og hefur m.a. leikið með Dave Holland og Herbie Hancock. Alls hafa Corea og Burton unnið til 24 Grammy- verðlauna, þar af 5 í sameiningu. Þetta verður í annað sinn sem Burton kemur til landsins en hann hélt tónleika í Gamla bíói árið 1983. Heimsfræg- ir djassarar Dúett Chick Corea og Gary Burton.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.