Morgunblaðið - 08.02.2012, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.02.2012, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 2012 Vinir Útgefandi Ástríks í vandræðum. ● Franska fjölmiðlafyrirtækið Lag- ardere ætlar að minnka virði eigna um 900 milljónir evra, 146 milljarða króna, vegna slæmrar afkomu af íþrótta- og áskriftarsjónvarpi. Lagardere, sem meðal annars gefur út bækurnar um Ástrík og fjölmörg tímarit, svo sem Elle og Paris Match, hefur þurft að minnka virði íþrótta- stöðvar í eigu keðjunnar. Verð hlutabréfa Lagardere lækkaði í gær um 5,57% í kauphöllinni í París. Virði eigna Lagardere var minnkað verulega FRÉTTASKÝRING Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Facebook tilkynnti í síðustu viku að fyrirtækið myndi fara í frumútboð (Initial public offering – IPO) en óhætt er að segja að fjárfestar í upplýsingaiðnaði hafi ekki orðið jafn spenntir síðan Google fór í frumútboð 2004 en það var einmitt sama ár og Facebook var stofnað. 100 milljarða dala fyrirtæki Á síðasta ári voru tekjur fyrir- tækisins 3,7 milljarðar dollara og hagnaður þess um 1 milljarður. Samt er virði fyrirtækisins talið vera á bilinu 80 – 100 milljarðar dala. Þá er mat á virði fyrirtækisins orðið hærra en tuttugufaldar tekjur þess og meira en áttatíufaldur hagnaður þess. Til þess að réttlæta svo hátt virði miðað við hagnað og tekjur er fyrst og fremst litið til vaxtarmöguleika fyrirtækisins. Hin hraða aukning nettengingar í heiminum er ein for- sendan, en áætlað er að 3 milljarðar manna verði tengdir við netið 2016. Mælingar sýndu að 1,6 milljarðar manna voru nettengdir 2010. Svo er það aukin notkun netsins í gegnum farsíma en nú þegar eru meira en 425 milljón notendur að skoða Facebook í símanum sínum. Bráðum milljarður notenda En það að fleiri verði tengdir net- inu er eitt og sér ekki nóg til að net- fyrirtæki njóti áhuga fjárfesta eins og sést hjá fyrirtæki einsog Grou- pon sem er með 29 milljón notendur en nýtur ekki mikils áhuga fjárfesta sem stendur. Enda sýnir fyrirtækið litla fjölgun notenda á milli ára. Fa- cebook, sem aftur á móti er með 845 milljón notendur, nær að halda stöðugum vexti. Á milli þriðja og fjórða ársfjórðungs óx notenda- fjöldinn um 6%, en það gerir 42 milljónir manna eða eins og öll spænska þjóðin hefði gerst notend- ur á þessum ársfjórðungi. Ekkert öruggt í netheimum Á það hefur samt verið bent að mörg netfyrirtæki hafa vaxið hratt í gegnum tíðina en horfið jafnvel enn hraðar af markaðnum. Þetta fékk News Corporation að reyna þegar þeir keyptu hið geysivinsæla vef- svæði sem nefndist MySpace árið 2005 fyrir 580 milljónir dollara. En aðsókn að vefnum dvínaði hratt og seldi News Corporation loksins MySpace í fyrra fyrir aðeins 35 milljónir dala. Íslensk fyrirtæki á Facebook Samkvæmt tölum frá Internet- worldstats frá því um áramótin síð- ustu eru íslenskir notendur Facebo- ok yfir 210.000 manns eða um 68% þjóðarinnar. Íslenskir auglýsendur hafa í nokkurn tíma notað miðilinn en hvorki Hagstofa Íslands né nokkurt fyrirtæki er með yfirsýn yfir heildar-auglýsingatekjur Fa- cebook frá Íslandi – nema fyrirtæk- ið sjálft. Þetta er bara peningur sem rennur beint út til Bandaríkj- anna. En þegar hringt er af handa- hófi í sum þessara fyrirtækja kem- ur í ljós að um upphæðir eins og 50 – 100 þúsund krónur á mánuði er að ræða hjá mörgum þeirra. Kostur þessa auglýsingamiðils er að margra mati sá að hann er einfald- ur og það er hægt að finna mark- hópa fyrir vöruna. Þegar talað er við Halldór Harðarson, forstöðu- mann markaðsdeildar Símans, seg- ir hann að þessi miðill sé um margt öðruvísi en hefðbundnir miðlar. „Þetta er samskiptasíða, þú verður helst að þjónusta og veita innblást- ur eða vekja athygli á einhverju sem fólk hefur áhuga á,“ segir Hall- dór, en Síminn nýtir sér samfélags- miðla eins og Facebook í markaðs- setningu sinni. „Ef það tekst þá ertu að vinna fyrir fólkið og þá er þér tekið opnum örmum. Það er ekki eins auðvelt að koma beinum söluskilaboðum í gegn. Ég held að flest fyrirtæki ættu að íhuga að fara inn á þessa samskiptamiðla, en ekki nema þau séu tilbúin að fylgja því eftir og hlusta og þjónusta í gegn- um miðilinn.“ Kristján Már hjá Nordic emar- keting segir að Ísland sé enn langt á eftir með auglýsingar á netinu yf- irhöfuð og því ekki viðbúið að tekjur Facebook af auglýsingum hér á landi séu enn mjög miklar. „En menn eru að átta sig á virði netsins hér á landi og því mun þetta aukast mikið,“ segir Kristján Már. Ofurtrú á Facebook á markaði AP Ríkur Mark Zuckerberg sem er aðeins 27 ára gamall, stofnaði Facebook árið 2004 og á ennþá 28,4% í fyrirtækinu.  Fyrirtækið er metið á rúmlega 80 sinnum hagnað þess í fyrra  Áætlað er að netnotendur verði 3 milljarðar manna 2016  Íslensk fyrirtæki auglýsa enn frekar lítið á Facebook $100 milljarða fyrirtækið » Facebook var stofnað árið 2004 » Í dag eru notendur Facebo- ok 845 milljónir manns út um allan heim » Fyrirtækið er metið á 75-100 milljarða dala þótt hagnaður þess á síðasta ári hafi aðeins verið 1 milljarður dala Formenn grísku stjórnmálaflokk- anna hittust í gær til að ræða aukinn þrýsting á þá um að láta undan kröf- um Evrópusambandsins, Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og Evrópska seðlabankans um mikinn niðurskurð í fjármálum. Af því tilefni sagði Neelie Kroes, varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, við hollenska fjölmiðla að það væri ekkert stórmál þótt Grikkland færi úr myntbanda- laginu um evruna. „Hefur það einhverja merkingu þótt einn maður falli útbyrðis?“ Spurði Kroes. „Það er alltaf verið að segja að það hrynji allt bandalagið ef einn fari úr því eða að einum verði sagt að fara úr því. Það er bara ekki satt. Grikkir verða að gera sér grein fyrir því að við Hollendingar og Þjóðverjar getum aðeins sannfært okkar skattgreiðendur um að það sé rétt að fjármagna þennan neyðar- pakka ef við finnum að það sé vilji til að taka á vandamálinu,“ sagði Kroes. Hollenski forsætisráðherrann, Mark Rutte, reyndi líka að slá á ótta fólks um hrun evruríkjanna í út- varpsviðtali þar sem hann sagði að það væri minni hætta ef Grikkland færi úr myntbandalaginu núna en ef það hefði farið árið 2010 þegar skuldakrísan lagðist yfir. „Það er okkur í hag að þeir verði áfram í hópi evruríkja og við munum gera allt til að halda þeim þar. Ef það gengur aftur á móti ekki upp þá erum við engu að síður miklu sterkari í dag en við vorum 2010,“ sagði hann. Jean-Claude Juncker, formaður evrunefndar á vegum fjármálaráð- herra evruríkjanna kom með enn glaðlegri uppörvun þegar hann sagði: „Evran mun lifa okkur öll.“ Í gær hófst aftur á móti í Grikk- landi verkfall tveggja verkalýðs- félaga til að mótmæla niðurskurði, skattahækkunum og atvinnumissi. Evran gæti lifað það af að Grikk- land færi út Hrun Hollenskir ráðamenn vilja Grikkland áfram á meðal evruríkja.  Reynt að slá á ótta um hrun evrunnar ● Icelandair jók framboð sitt í jan- úarmánuði um 7% miðað við janúar á síðasta ári. Farþegum fjölgaði á sama tíma um 13%. Sætanýting var 69,1% og jókst um 3,5 prósentustig á milli ára. Sætanýt- ingin í janúar hefur aldrei verið meiri. Farþegum fjölgaði á öllum mörk- uðum félagsins en þó mest á markaði ferða til Íslands þar sem aukningin nam 28%. Icelandair jók framboð ● Í janúarmánuði nam heildarvelta á millibankamarkaði með gjaldeyri tæplega 10 milljörðum króna. Þetta er um þrisvar sinnum meiri velta velta með gjald- eyri en í janúar á síðasta ári, en þá námu heildarviðskipti á millibankamarkaði um 3,44 milljörðum króna. Greining Íslandsbanka bendir á að þetta þýði að hlutdeild Seðlabanka Íslands hafi verið mun minni sem hlutfall af heildarvelt- unni, eða sem nemur 12% á móti 27% í sama mánuði 2011, en bankinn hefur keypt 1,5 milljónir evra í viku hverri frá því um haustið 2010. Aukin velta á millibankamarkaði með gjaldeyri ● Mikill halli var á vöruskiptum í Frakklandi í fyrra og hefur hallinn aldrei mælst jafnmikill eða 69,59 milljarðar evra, en árið 2010 var hall- inn 51,52 milljarðar evra. Í desember var hallinn 4,99 millj- arðar evra samanborið við 5,35 millj- arða evra í desember 2010. Þrátt fyrir hallann kom fram í við- tali franska dagblaðsins Le Figaro við Pierre Lellouche, aðstoðarvið- skiptaráðherra Frakklands, að þótt viðskiptahalli landsins hefði aldrei mælst meiri væri hann engu að síður minni en gert hefði verið ráð fyrir. Aldrei meiri halli STUTTAR FRÉTTIR Raungengi ís- lensku krón- unnar lækkaði um 0,6% á milli desember og jan- úar á mælikvarða hlutfallslegs verðlags. Í morg- unkorni grein- ingardeildar Ís- landsbanka segir að þessi lækkun sé tilkomin vegna lækkunar á nafngengi krónunnar á tímabilinu, en gengi hennar lækkaði um 1,2% í janúarmánuði miðað við vísitölu meðalgengis. Verðlag hefur hins vegar vegið töluvert á móti áhrifum nafngengis á raungengi á sama tíma en vísitala neysluverðs hækkaði um tæplega 0,3% hér á landi á meðan verðbólg- an minnkaði á sama tímabili í mörg- um helstu viðskiptalöndum Íslands. Greining Íslandsbanka bendir á að raungengi krónunnar hafi nú lækkað stöðugt frá októbermánuði á síðasta ári og nemur lækkunin í heild um 1,8%. Þessa þróun má rekja einkum til þess að verðlag hér á landi hefur hækkað talsvert um- fram verðlag erlendis á síðustu mánuðum. Vísitala neysluverðs hef- ur hækkað um 0,7% frá því í októ- ber. Raungengi krónunnar stóð í 75,2 stigum í janúar og er enn langt frá sínu langtímameðaltali, eða rúmum 21% undir meðaltali áranna 1980 til 2011. Raungengi krónunnar lækkar enn  Krónan 21% undir langtímameðalgengi Króna í höftum.                                          !"# $% " &'( )* '$* +,,-./ +01-+1 +,2-+. ,+-3/0 ,+-+1, +/-,.+ +22-10 +-400+ +05-53 +3+-,4 +,2-5. +01-3+ +,2-42 ,+-.4, ,+-,51 +/-2,4 +22-/3 +-352/ +05-32 +3+-. ,,,-,1.3 +,2-23 +04-5/ +,2-/0 ,+-/+4 ,+-,33 +/-2.0 +21-,2 +-35/4 +0+-, +3,-+4 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.